Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 22 mars 2016 Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hyggst á fyrstu dögum eftir embættistöku í byrjun næsta árs draga Bandaríkin út úr TPP-fríverslunarsamningi 12 ríkja við Kyrrahaf. Þessi samningur er afar umdeildur og hefur Barac Obama lagt ofuráherslu á að bandaríska þingið samþykki samninginn. Trump leggur áherslu á tvíhliða samninga við einstök lönd og telur þá heppilegri en fjölþjóðlega samninga. Ýmis öfl á Vesturlöndum hafa gagnrýnt þessar áætlanir Trump á þeim forsendum að um afleita einangrunarhyggju verðandi forseta sé að ræða. Með slíkri stefnu sé hann að koma í veg fyrir aukið frelsi í viðskiptum. Segja má að nokkuð sé til í slíkri gagnrýni, en þá ef horft er á hana frá sjónarhóli og út frá hagsmunum alþjóðlegra risafyrirtækja. TPP-samningurinn, eða „Trans-Pacific Partnership“ eins og hann heitir á ensku, hefur einmitt verið harðlega gagnrýndur víða um heim, fyrir að afhenda ákvörðunarvald þjóðríkja í hendur stórfyrirtækja. Hann sé hluti af vaxandi alþjóðavæðingu í viðskiptaheiminum. Talað er um fullkomnar valdhremmingar stórfyrirtækjanna í ríkjum heims. Í raun eins konar fjárhagslegt valdarán. Bent hefur verið á að slík viðskipti í fjármálaheiminum hafi m.a. leitt til efnahagshrunsins 2008. Mikil leynd hefur umlukið alla samningagerð af þessum toga. Eykur ójöfnuð og samþjöppun fjármagns Fríverslunarsamningar af svipuðum toga og TPP eru orðnir fjölmargir og eiga það sammerkt að eyða út svæðisbundnum réttindum í viðskiptum einstakra þjóðríkja og auðvelda stórfyrirtækjum að athafna sig þvert á landamæri. Þótt fríverslunarsamningum sé ætlað að auðvelda viðskipti, þá fela þeir oftast í sér miklar flækjur. Þær eru oftar en ekki þvert á lög aðildarríkja sem verður þá að breyta (aðlaga). Þeir geta líka torveldað mjög hagsmunabaráttu minnihlutahópa og raunar allra launþega líka ef marka má það sem fram kom við smíði TPP-samningsins. Virðist aukin hnattvæðing í viðskiptum í fljótu bragði hafa orðið til þess að auka ójafnvægi í heiminum og streymi fjármagns til þeirra ofurríku. Átökin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og í pólitíkinni í Evrópu hafa öðru fremur snúist um þessa togstreitu. Athyglisvert er í þessu ljósi að skoða þann stuðning sem forsetaframboð Hillary Clinton fékk víða um heim, en hún barðist hart fyrir áformum Baracks Obama Bandaríkjaforseta fyrir samþykkt TPP-samningsins. Var hún einnig studd dyggilega af fjármálaöflunum á Wall Street. Virðist sem hér á landi og víðar um heim hafi fólk, sem gefur sig út fyrir að vera félagslega sinnað, eitthvað verið að misskilja hlutina svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Sem dæmi þá sagði sjónvarps- stöðin CNN frá því að Hillary Clinton hafi þegið stórfé, eða 3,15 milljónir dollara, á einu ári fyrir það eitt að halda ræður á Wall Street hjá öllum helstu bönkum heims. Þar eru nefndir Morgan Stanley, Goldmann Sachs, Deutsche Bank og UBS bankinn. Fundir Clinton á Wall Street í upphaf kosningabaráttu hennar voru síst til að slá á þessar tengingar. Þvert á væntingar þess hóps sem taldi sig finna pólitískan samherja í frú Clinton og allar spár fjölmiðla, verður það svo Donald Trump sem tekur við forsetaembættinu af Barack Obama þann 20. janúar 2017 en ekki Hillary Clinton. Barátta um fjármagn og áhrif Bent hefur verið á að TPP- samningurinn sé ekki síst gerður til að vinna gegn vaxandi áhrifum Kínverja og Indverja í viðskiptum við Kyrrahaf, enda eru þessar þjóðir ekki aðilar að þessum samningi. Þær eru aftur á móti aðilar að svæðisbundnu alhliða efnahagssamstarfi „Regional Comprehensive Economic Partnership“ eða RCEP, sem öðlaðist gildi í nóvember 2012. Sá samningur er á milli 16 ríkja í Suðaustur-Asíu. Þetta eru Kína, Japan, Suður-Kórea, Indland, Ástralía og Nýja-Sjáland, sem einnig eru aðilar að ASEAN- samningnum. Að auki eru Taíland, Kambódía, Malasía, Singapúr, Indland, Víetnam, Indónesía, Filippseyjar, Laos (Lao PDR) og Brúnei aðilar að RCEP. Sjö aðildarríki RCEP hafa síðan tekið þátt í gerð TTP-samningsins. TPP – versta martröð sjálfstæðra ríkja Hefur TPP-samningurinn m.a. verið sagður versta martröð sjálfstæðra ríkja. Í þeirri gagnrýni sem greint var frá í Bændablaðinu 22. október 2015 var m.a. fullyrt að samningurinn veiti m.a. stórfyrirtækjum aukinn rétt til að verja sína heimild til að yfirkeyra lög í aðildarríkjum samningsins. Mörg hundruð sérfræðingar (lobbyists), sumir segja um 600, eru sagðir hafa verið á vegum stórfyrirtækja inni á fundum við samningagerðina. Þar hafi þeir unnið hart við að koma sjónarmiðum sinna fyrirtækja inn í samningana. Fyrirtæki geti m.a. farið í mál við samningsríki ef regluverk þess eða aðgerðir hindra mögulegan hagnað. Fjöldi félagasamtaka hefur mótmælt þessum áformum. Nick Dearden hjá Global Justice Now var líka ómyrkur í gagnrýni sinni í fyrra. Þar sagði hann m.a.: „Í málum er varðar allt frá hlýnun jarðar, fæðuöryggi, Internetið til lyfja, þá er TPP algjör hörmung.“ Óörugg matvæli munu flæða inn í landið Charles Chamberlain, yfirmaður samtakanna Lýðræði fyrir Ameríku (Democracy for America), talaði í fyrra á svipuðum nótum og Nick Dearden: „Nú þegar við höfum séð allan texta samningsins kemur í ljós að hann mun eyðileggja störf og er verri en við hefðum nokkurn tíma getað ímyndað okkur. Þessi samningur mun keyra niður laun, óörugg matvæli munu flæða inn í landið, hann mun valda verðhækkunum lífsnauðsynlegra lyfja með óheftum viðskiptum við lönd þar sem samkynhneigt fólk og einstæðar mæður eru grýttar til dauða,“ sagði Dearden. Veitir stórfyrirtækjunum yfirþjóðlegt vald Einn texti samningamanna í TPP- málinu lak t.d. út árið 2013, en reynt hefur verið að snúa út úr umræðu um málið. Þar kom m.a. fram að takmörk yrðu sett á með hvaða hætti bandarísk yfirvöld gætu sett reglur sem hindruðu umsvif erlendra fyrirtækja í landinu. Einnig að Bandaríkin fengju heimild til að koma upp starfsemi í láglaunalöndum án þess að um það giltu bandarísk lög um lágmarkslaun. Líka að erlend fyrirtæki gætu lögsótt bandarísk stjórnvöld ef lög um heilsufar, umhverfismál, landnýtingu og annað stönguðust á við rétt þeirra samkvæmt TPP-samningnum. Þá var ákvæði um að erlend fyrirtæki gætu krafið ríki um að greiða kostnað sem hlytist af því að undirgangast fjármálalegt eða umhverfislegt regluverk í Bandaríkjunum. Sem sagt fjölþjóðafyrirtækin áttu að fá viðurkenndan rétt sem yfirkeyrði lög viðkomandi landa. Um 100 lögfræðingar víða um heim skrifuðu opið bréf þar sem þessi áform voru fordæmd. Hvað nákvæmlega hefur síðan hafnað í samningnum hefur ekki verið upplýst. Ljóst er að þau ákvæði sem koma í veg fyrir að bandarísk stjórnvöld geti hindrað umsvif erlendra fyrirtækja í landinu hljóta að fara fyrir brjóstið á Donald Trump. Allavega ef marka má orð hans í kosningabaráttunni. Ekki er ólíklegt að honum takist í það minnsta að tefja samþykkt TPP-samningsins ef hann heldur þeim málflutningi til streitu. Snýst um niðurfellingu eða lækkun á 18 þúsund tollflokkum TPP-samningurinn er í 30 köflum og inniheldur afnám og lækkun tolla á um 18 þúsund tollflokkum í iðnaði og landbúnaði, þar á meðal á textílvörum og fatnaði. Nákvæm útlistun samningsins hefur enn ekki verið gefin út en hann tekur m.a. á þjónustu og afurðum fjármálastofnana. Þá eru einnig ákvæði um frjálst flæði netupplýsinga og stafrænna gagna. Sömuleiðis er gert samkomulag um vörumerki, einkaleyfi og aðrar huglægar eignir á samningssvæðinu. Þar fellur líka undir sérstakar leyfisveitingar í lyfjaiðnaði og skilgreiningar varðandi vinnuafl og aðbúnaðarreglur. Ágreiningur var þó Kjör Donalds Trump í stól Bandaríkjaforseta er þegar farið að hrista upp í viðskiptalífinu: Kastljósið sett á samninga sem veita stórfyrirtækjum yfirþjóðlegt vald − Fríverslunarsamningar TPP, TTIP, CAFTA CETA og NAFTA eru allir afar umdeildir Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Mjög svo umdeildur fríverslunarsamningur tólf Kyrrahafsríkja virðist vera í um að draga ríkið út úr þeim samningum. Nú heyrist því hótað að hin ríkin gegn þeira viðskiptaáhrifum. sínum í stjórnmálaelítunni á Vesturlöndum. samningsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.