Bændablaðið - 01.12.2016, Page 29

Bændablaðið - 01.12.2016, Page 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® EXPLORE WITHOUT LIMITS ® TRAKTOR SEM LÉTTIR ÞÉR STÖRFIN GRZZLY 700 EPS FJÓRHJÓL MEÐ TRAKTORSSKRÁNINGU Ný útgáfa með dráttarspili, LED ljósum og 26“ dekkjum. Aukin burðargeta og lækkaður þyngdarpunktur gerir gott hjól enn betra. Verð frá kr. 1.121.000,- án vsk. Bjóðum einnig vandaðar fjórhjólakerrur í öllum stærðum. Verð frá kr. 121.000,- án vsk. VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA! Tímapantanir í síma 540 4900 Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 4900 til að kynna þér lánamöguleika. Getum við orðið að liði? – Við seljum m.a. Frábærar vélar fyrir m.a. þvottahús, hótel og gistiheimili FR U M - w w w .f ru m .is Eigum hágæða þýskt hótellín Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Ferukollótt er kollótt fé með erfðavísi fyrir ferhyrndu. Það hefur kannski aðeins annað höfuðlag en hefðbundið kollótt fé sem ekki hefur ferhyrndar erfðir. Það sem einkennir ferukollótt um leið og litið er á það er hárbrúskur á hausnum. Stundum er þessi brúskur rýr en stundum afar mikill og vel krullaður, líkist helst slöngulokkuðu hári. Í viðleitni Jökuls, sem að ofan greinir, til að rækta ferukollótta hrútinn væna, eru þegar komnar fram nokkrar gimbr- ar með einkennin. Tvær þeirra eru alveg sérlega vel hærðar til höf- uðsins og bera brúsk sem sérhver tískudama gæti verið hreykin af. En hvernig er auðveldast að ná fram svona brúski, langhærðum, vel krulluðum og stórum? Gimbrarnar sem að ofan greinir eru báðar af ferhyrndu kyni, systur undan ferhyrndum hrúti, en hornagerð mæðranna er ólík. Önnur ærin er ferhyrnd en hin ferukollótt. Báðar þessar ær hafa dálítinn brúsk en mun minni en dæturnar hafa og sömuleiðis er dálítill brúskur í hrútnum, þó ekki sé mikið pláss fyrir hann vegna umfangsmikils hornastæðis. Báðar eru þessar gimbrar svartbotnóttar að lit og vel gerðar til líkamans, einkum önnur, báðar þó góðar ásetningsgimbrar. Önnur þeirra, Strípa, er ekki bara með mikinn brúsk á höfði heldur eru í honum hvítar strípur og eru þær sannkallað krúnuskraut. Hin, Brúska, er með hreinan svartan brúsk vel krullaðan. Í þessum ættum er lítill brúskur á bak við föðurinn, Töffa, en hornalag hans er hins vegar stór- kostlegt. Öll hornin fjögur eru stór. Framhornin teygjast upp og svigna í hreinum boga fram og niður á við. Hliðarhornin er dálítið minni en sterkleg og svigna í vægum boga niður og inn á við án þess að fara í hálsinn. Öll eru hornin aðeins rúnnuð fremur en köntuð. Ferhyrnda móðirin, Stunga, er brúsklítil með sæmileg upp- og framstæð fram- horn, ekki mjög löng, en veikari hliðarhorn. Ferukollótta móðirin, Robba, er sömuleiðis ekki með mikinn brúsk. Í ættunum að báðum gimbrunum er brúskur alltaf minni en hann er á þeim sjálfum. Þær má því kalla sanna foreldrabetrunga í þessu samhengi. Eitthvað lengur og meir þarf þó að gera tilraunir með þessa ræktun til þess að staðfesta af öryggi hvern- ig hornalag og brúsklag er best að hafa í gripunum til þess að framleiða undan þeim brúskfé með tignarlegan brúsk, eins og þessar tvær glæsilegu Ósabakkagimbrar hafa. /Páll Imsland Strípa eftir rúning. Strípa og Brúska eru báðar svartbotnóttar. Strípa og Brúska skoða umheiminn.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.