Bændablaðið - 01.12.2016, Page 31

Bændablaðið - 01.12.2016, Page 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 FR U M - w w w .f ru m .is VÉLFANG – Notaðar vélar Vegna styrkingar íslensku krónunnar leiðréttum við verð á notuðum vélum Allar vélar á tilboði til áramóta eða á meðan birgðir endast CLAAS Arion 430 dráttarvél m/tækjum Árgerð 2011 Notkun: 4.600 Án VSK 7.700.000 TILBOÐSVERÐ: 6.800.000 Kubota M108S dráttarvél m/tækjum Árgerð 2012 Notkun 2.200 Án VSK 6.200.000 TILBOÐSVERÐ: 5.800.000 Lely sláttuvélasett, 3 vélar Árgerð 2008 Án VSK 1.950.000 TILBOÐSVERÐ: 1.600.000 Vökvaknúin Kornvals Vélsmiðja Suðurlands Án VSK 460.000 TILBOÐSVERÐ: 250.000 Vicon RF 135 Opticut rúllusamstæða Árgerð 2007 Notkun 12.000 Án VSK 3.400.000 TILBOÐSVERÐ: 2.900.000 Welger RP Profi 220 rúllusamstæða Árgerð 2004 Notkun 22.000 Án VSK 3.500.000 TILBOÐSVERÐ: 2.800.000 McHale 991 C pökkunarvél Árgerð 1999 Án VSK 840.000 TILBOÐSVERÐ: 540.000 McHale rúlluhnífur Án VSK 140.000 TILBOÐSVERÐ: 120.000 New Holland TL 100 dráttarvél m/tækjum Árgerð 2007 Notkun 7.700 Án VSK 4.490.000 TILBOÐSVERÐ: 3.800.000 Kuhn Primor 3570 rúllusaxari Árgerð 2007 Notkun lítil Án VSK 1.200.000 TILBOÐSVERÐ: 800.000 Claas Uniwrap 455 rúllusamstæða Árgerð 2011 Notkun: 24.200 Án VSK 5.950.000 TILBOÐSVERÐ: 4.800.000 Claas Disco 3450 diskasláttuvél Árgerð 2015 Án VSK 1.190.000 TILBOÐSVERÐ: 990.000 CLAAS CELTIS 456 dráttarvél m/tækjum Árgerð 2005 Notkun: 5.600 Án VSK 4.500.000 TILBOÐSVERÐ: 3.800.000 Kverneland 7515 pökkunarvél Án VSK 450.000 TILBOÐSVERÐ: 390.000 Kverneland AD 5 skera plógur Ágerð 2013 Án VSK 1.900.000 TILBOÐSVERÐ: 1.490.000 Verð miðast við staðgreiðslu og gildir til 31. desember. Tæki afhendast þar sem þau eru staðsett á landinu. Miðað er við núverandi ástand tækja. Ný bók að vestan: Þorp verður til á Flateyri – 1. hefti af þremur væntanlegum Bókin Þorp verður til eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur er komin út. Flateyri við Önundarfjörð varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og önnur þorp við sjáv- arsíðuna allt í kringum landið voru fiskveiðar og vinnsla afl- ans sá atvinnu- grunnur sem gerði búsetu á mölinni eft- irsóknarverða fyrir þá sem voru að koma undir sig fótunum. Í þessu verki er grundvöllurinn frétta- efni úr sendibréfum sem rituð voru á Flateyri um aldamótin 1900 og eru þau hluti tveggja bréfasafna sem hafa nú um 100 ára skeið legið þar í ferða- kofforti og kommóðuskúffu. Í verkinu kennir ýmissa grasa úr sögu þorpsins sem mörgum mun þykja forvitnilegt að skoða. Þetta er fyrsta heftið af þremur væntanlegum. Teikningar eru eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Jólaplata Hildu Örvars: Kalla fram minningar um angurværð liðinna jóla Hilda Örvars hefur gefið út geisladisk með jólalögum frá Íslandi og Norðurlöndunum. Upptökur fóru fram í Akureyrarkirkju, Stúdíó Sýrlandi og Hofi í ágúst og september. Að geisladisknum koma margir listamenn ásamt Hildu; Atli Örvarsson sér um að útsetja tónlistina á töfrandi hátt, Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel, Einar Scheving á slagverk, Greta Salóme Kristján Edelstein á gítar. Upptökur og hljóðblöndun eru í höndum Steve McLaughlin. Lögin á geisladiskn- um eru bæði vel þekkt jólalög og önnur minna þekkt frá Norðurlöndunum með nýjum íslenskum textum eftir Sigurð Ingólfsson, Kristján Hreinsson og Gretu Salóme. Það aldin út er sprungið, Nú árið er liðið, Hátíð fer að hönd- um ein, Jól og Betlehemsstjarnan kalla fram minningar um angurværð liðinna jóla. Nú finn ég frið í hjarta, Bæn, Vetrarsálmur, Þá jólin koma og Kæra jólakvöld kveikja notalega S k a n d i n a v í s k a stemmingu. Hei ldarmynd plötunnar er frið- sæl og fáguð þar sem hlustandanum er boðið í ferðalag um jól við heim- skautsbaug. Hljóðheimur jólalaganna á þess- um geisladiski sameinar heillandi heim kvikmyndatónlistarinnar og þjóðlagatónlistar og niðurstað- an er einlæg og töfrandi með skín- andi gleði, rétt eins og jólin sjálf. Haldnir verða tvennir tónleikar í tilefni af útgáfunni, þeir fyrri í Fríkirkjunni í Reykjavík. 1. desem- ber og þeir seinni í Akureyrarkirkju 4. desember og hefjast báðir kl. 20. Forsala miða er á tix.is. Geisladiskurinn verður til sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum. MENNING&LISTIR Mynd / Daníel Starrason Norður yfir Vatnajökul eða Um ókunna stigu á Íslandi er með bestu ferðabókum sem hafa verið skrifaðar um landið. Höfundurinn, Englendingurinn William Lord Watts, kom fyrst til Íslands árið 1871. Hann var að eðlisfari ævintýragjarn landkönnuður og metnað- arfullur vís- indamaður. M a r k m i ð hans var að kom- ast fyrstur manna yfir Vatnajökul. Það tókst honum ásamt fimm Íslendingum árið 1875 og er sú saga sögð í bókinni. Jón Eyþórsson, fyrsti formað- ur Jöklarannsóknafélags Íslands, sneri bókinni á íslensku og kom hún út árið 1962. Í formála segir Jón að höfundurinn hafi látist tveimur árum eftir ferðina, þá 26 ára að aldri. Athugun hefur leitt annað í ljós. Hér er þýðing Jóns endurprentuð en í nýjum formála Gerðar Steinþórsdóttur er fjallað um bókina, leitina að höfundinum og Wattsfell í Dyngjufjöllum. Vinir Vatnajökuls styrktu útgáf- una. Útgefandi er Eldjökull. Norður yfir Vatna jökul eða Um ókunna stigu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.