Bændablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 37

Bændablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 að sanna mál sitt, vopnaður lítilli jarðýtu sem kölluð var „Teskeiðin“. Um miðjan áttunda áratug tuttug- ustu aldar lauk hann við að sarga veg inn í björgin milli Dýrafjarðar og Lokinhamradals og kom þar með Hrafnabjörgum í vegasamband við umheiminn. Og af því að vegalagn- ing var hans helsta áhugamál þá hélt hann áfram að leggja Kjaransbraut, eins og þessi vegur var svo kallaður, og bjó til veg úr Lokinhamradal í Arnarfjörð. Þar með var hægt að komast á bíl til Lokinhamradals bæði frá norðri og suðri en raunar bara á sumrin. Vegurinn var lok- aður frá fyrstu snjóum að hausti þar til fannir leysti að vori. Því þurfti oft að koma með vistir og póst sjóleiðina eins og fyrr og sá Landhelgisgæslan stundum um að ferja jólapóstinn til Sigríðar. Sigríður Ragnarsdóttir tók aldrei bílpróf og átti aldrei bíl. Það sama gilti um nágranna hennar. Í Lokinhamradal eru tveir bæir, Hrafnabjörg og Lokinhamrar, og standa bæjarhúsin aðeins í um fimm hundruð metra fjarlægð hvort frá öðru. Á Lokinhömrum bjó einbúi á sama aldri og Sigríður, Sigurjón Jónasson. Aðspurður hvort ekki væri betra að sameina búin svaraði Sigurjón að af því gæti ekki orðið. Þeim Sigríði kæmi að vísu vel saman en hundunum þeirra ekki. Drangar á Ströndum Kristinn Jónsson á Dröngum var sannkallað náttúrubarn. Hann fæddist og ólst upp í Trékyllisvík og undi sér best á Ströndum þar sem hann bjó við „matarkistuna miklu“, eins og hann kallaði hafið norður af. Því þótt fólkið á Ströndum væri með fé og kýr var það ekki bústofninn sem hélt fyrst og fremst í því lífi, heldur sjórinn og fuglinn. Kristinn hóf búskap á Seljanesi við Ófeigsfjörð með Önnu Guðjónsdóttur frá Skjaldabjarnarvík, sem þá var ekkja, og fimm börnum hennar. Þau eignuðust síðan níu börn til viðbótar. En Seljanesið var lítið kot og bar ekki mikinn búskap. Þegar fjölskyldan stækkaði varð Kristinn því að kaupa betri jörð og um það leyti sem byggð í fjörðun- um var að leggjast af eignaðist hann hlunnindajörðina Dranga þangað sem aðeins er fært á sjó. Þau hjónin fluttu þangað árið 1953 og bjuggu á Dröngum til ársins 1966 en höfðu eftir það vetursetu í Bolungarvík. Sumarlangt dvöldu þau ásamt fjölskyldu sinni á Dröngum við æðarbúskap. „Að búa við fugla er skemmtilegasti búskapur sem til er,“ sagði Kristinn. Strandirnar eru paradís á jörðu þegar vel viðrar. Vetrarveðrin geta hins vegar verið gífurlega hörð og á árunum í kringum 1970 lá hafís við land vikum saman ár hvert. Eitt af fyrstu vorverkum Kristins og Drangamanna var að eyða minknum, en strandlengjan er löng og vargurinn kemur víða að. Minkurinn kemst allra sinna ferða, jafnt á sjó og landi, og heggur skörð í æðarvarpið. Hann syndir út í sker og eyjar og strádrepur fuglinn ef hann er ekki stöðvaður. Eins og öðrum æðarbændum var Kristni það metnaðarmál að vernda sínar æðarkollur og gefa þeim næði til að liggja á. Þær þekktu hann og leyfðu honum að klappa sér á hreiðrinu. Sumarið 1994 hafði verið með eindæmum gott og þegar mig bar að garði voru Kristinn og synir hans nýbúnir að slefa rúmlega 300 rekaviðarbolum í Ófeigsfjörð til að saga niður í byggingarvið. Rekinn kom allur frá Síberíu og Kristinn sagði að á sínum yngri árum hefði verið meiri reki en síðar varð. Þá hefði rekið tré sem höfðu rifnað upp með rótum og borist til hafs, heila boli með krónum. Kristinn mundi eftir því að fyrir stríð höfðu oft fundist flöskuskeyti frá Rússum sem voru að rannsaka hafstrauma. Sendendurnir báðu um að skeytin yrðu send til baka í pósti ásamt upp- lýsingum um hvar og hvenær þau hefðu fundist. Þau höfðu verið um tvö til þrjú ár á leiðinni. Degi var tekið að halla og reyk- ur liðaðist upp úr strompinum á íbúðarhúsinu á Dröngum þar sem hjónin voru að ganga frá fyrir veturinn og undirbúa heimferð til Bolungarvíkur. Heimilishundurinn lá í grasinu og fylgdist með fuglun- um í fjörunni og húsbónda sínum gera bátinn kláran. Svo var siglt af stað. Drangaskörðin trónuðu tignarleg á leiðinni yfir á Seljanes. Kristinn horfði á þau fullur lotn- ingar, líkt og hann greypti staðinn í huga sér fyrir veturinn. Hann gekk frá grásleppunetunum, sem hann geymdi í hjallinum sínum á Seljanesi, og dró svo bátinn í hús. Sumarið var á enda runnið. Kristinn lést aldamótaárið 2000. Anna dó árið 2006. Jónmundur Ólafsson í Kambakoti. Hluti af vetrarverkunum Akureyri s. 440 1420 • Grindavík s. 426 8290 • Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574 • Húsavík s. 440 1448 • Blönduós s. 467 1010Klettagarðar s. 440 1330 • Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245 Reyðarfjörður s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127 www.n1.is facebook.com/enneinn Vatteraður með cordura efni á álagsflötum. Rennilásar á skálmum. Hettu má renna af. Stærðir: XS-5XL Litir: gulur/appelsínugulur Vnr. 9616 K2 2009 K2 Kuldagalli K2 Kuldabuxur með smekk og axlaböndum. Vatteraðar. Stærðir: S-4XL Litur: grár/svartur Vnr. 9616 K2 2006K K2 Kuldabuxur Lambhúshetta úr flísefni, fóðruð með bómull. Ein stærð. Vnr. A421 2 Lambhúshetta Showa hanskar, latexdýfður, fóðraður vetrarhanski. Vnr. A414 691777* SHOWA hanskar thermo grip Prjónaðir vinnuvettlingar, þykkir. Ull/nylon. Vnr. A108 VV101 Vinnuvettlingar K2 Kuldajakki, vatteraður með hettu sem hægt er að smella af. Stærðir: S-4XL Litur: grár/svartur Vnr. 9616 K2 2005 K2 Kuldajakki Kuldabuxur með smekk og axlaböndum Vatterað. Stærðir: XS-5XL Litur: gulur/appelsínugulur Vnr. 9616 K2 BX6023 K2 Kuldabuxur með smekk Vatteraður með cordura efni á álagsflötum. Rennilásar á skálmum. Hettu má renna af. Stærðir: XS-5XL Litur: grár/svartur Vnr. 9616 K2 2001 Kuldagalli Kuldajakki, vatteraður með hettu sem hægt er að smella af. Stærðir: S-4XL Litur: gulur/appelsínugulur Vnr. 9616 K2 2005 K2 Kuldajakki Vertu klár í kuldann! Bændablaðið Næsta blað kemur út 15. desember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.