Bændablaðið - 01.12.2016, Page 58

Bændablaðið - 01.12.2016, Page 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 201658 Lesendabás Í framhaldi af grein í Bænda- blaðinu 3. nóvember um ullar- vinnslu og prjón sendi Niels J. Erlingsson blaðinu stutta grein um ullarvinnslu í Færeyjum. Hann segir að í Færeyjum hafi á árum áður verið sagt: „Ull er Föroyja gull“, en hér er greinin: Á átjándu og nítjándu og fram á tuttugustu öldina var útflutning- ur Færeyinga nær eingöngu ull og prjónavara. Á tuttugustu öldinni eignuðust Færeyingar fyrstu úthafsveiði- skipin er stunduðu úthafsveiðar. Á vorin við Suður-Ísland og þegar kom fram á sumar fluttu skúturnar sig vestur með landinu. Á haustin voru þau komin að Austurlandinu. Á úthafsveiðiskipunum var aflin saltaður. Er heim var komið var fiskinum landað og konur tóku til við að vaska hann. Var stærsti fiskurinn breiddur út á steinflatir til þurrkunar. Þar sem fiskvinnslan kallaði á mikinn vinnukraft og þá helst vinnu kvenna, minnkaði ullarvinnan og prjónaskapurinn mikið í Færeyjum. Á myndinni sem hér fylgir má sjá hóp karla og kvenna sitja við ullarvinnu og prjón. Eins og þar sést sitja tvær konur hvor á móti annarri við að prjóna sama bolinn. Þetta hefur verið erfitt, en það var algengt í Færeyjum. Þurftu kon- urnar að vera mjög samstiga í prjónaskapnum, þótt bolurinn væri mynstraður. Bolurinn gekk í hringi eftir því sem verkið vannst og voru konurnar um einn dag að klára bol- inn. Ekki er vitað með vissu hvaðan þessi prjónatækni er komin. Helst er álitið að hún komi frá Hollandi, en samt ekki öruggt. Gaman væri að vita ef einhver á Íslandi kannast við slíkt prjón. Kær kveðja, Niel J. Erlingsson Kjarnagata 12 – 511 600 Akureyri „Ull er Föroyja gull“ Færeyskar blómarósir. Færeyingar kunna greinilega sitthvað fyrir sér í saumaskap og ber einstaklega fallegur þjóðbúningur þeirra þess glöggt vitni. Mynd / HKr. Þórshöfn í Færeyjum. Mynd / HKr. Hópur færeyskra karla og kvenna við ullarvinnu og prjónaskap. Athyglisvert er að konurnar tvær fremst á myndinni sitja gegnt hvor annarri við að prjóna bol í sömu peysuna. Þetta verklag mun hafa verið algengt í Færeyjum og tók það um einn dag að prjóna bolinn með þessum hætti. Greinarhöfundur leitar eftir upplýsingum um hvort þessi MENNING&LISTIR Heiða – fjalldalabóndinn Út er komin hjá bókaútgáf- unni Bjarti bókin Heiða – fjalldala bóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Á bókarkápu er hún kynnt með eftirfarandi hætti: Hvað rekur unga konu til að gerast sauðfjárbóndi úr alfaraleið í stað þess að verða fyrirsæta í New York? Keppa í rúningi og stunda fósturtalningar í kindum í stað þess að drekka í sig stórborgarlífið og slá í gegn á síðum glanstímarita? Heiða Ásgeirsdóttir er sann- kallað náttúrubarn og er einyrki á Ljótarstöðum sem er efsti bær í Skaftártungu. Jafnframt því að sinna fimm hundruð fjár hefur hún barist fyrir tilveru sinni og sveitarinnar fyrir austan – varið landið – svo öllu verði ekki fórn- að fyrir fáein megawött; gljúfri, besta beitarlandinu – þar sem fyrst grær á vorin. Í þessari stórmerkilegu bók dregur Steinunn Sigurðardóttir upp áhrifamikla mynd af sérstæðri kvenhetju. Hér njóta sín allir helstu kostir Steinunnar sem höfund- ar; ísmeygileg kímni, leiftrandi stílgáfa, djúpt innsæi – og ást á landinu. Velgengni og fall, óbærilegur harmur og djúpstæð sátt Út er komin hjá Veröld skáldsagan Draumrof eftir Úlfar Þormóðsson. Miðaldra maður uppgötvar að vinur hans frá fyrri tíð hefur skrifað bók þar sem hann notar atvik úr lífi mannsins og gerir þau að sínum. Hann ákveður að brjótast inn í tölvu rithöfundarins og upplýsa lesandann um hvað hann finnur þar. Samhliða því segir maðurinn sögu sína og konu sinnar af mikilli einlægni – sögu um velgengni og fall, óbærilegan harm og djúps tæða sátt. Fimmtíu á r e r u síðan fyrsta s k á l d s a g a Ú l f a r s Þormóðssonar kom út en eftir hann liggur fjöldi skáldsagna og verka af ýmsu tagi. Hann hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 2012 fyrir ritstörf sín. Draumrof er 157 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna. Bókin er prentuð hjá ScandBook, Svíþjóð. Úlfar Þormóðsson. Hafbókin Út er komin hjá Bjarti Hafbókin – eða listin að veiða risaháfisk á gúmmíbáti fyrir opnu hafi árið um kring, eftir Morten A. Ströksnes. Á bókarkápu stendur: Tveir menn á litlum báti. Skrímsli í hafdjúpinu undir þeim. Gamlir vinir ásetja sér að veiða hákerlingu, sem heldur sig í djúpunum úti fyrir lítilli eyju, Skrova í Lófóten í Noregi. Leiðangur þeirra verður jafnframt uppspretta gjöfulla hugleiðinga um töfra fiskveiða og sögu hafsins, upprifjun ævintýra úr heimi sjóferða og sjómennsku og miðlar einnig fróðleik, ljóðlist og goðsögnum. Allt er þetta skrifað af sterkri tilfinningu fyrir ríkidæmi hafsins og hinum margbreytilegu lífsformum sem þar þrífast. Morten A. Ströksnes er blaðamaður og rithöfundur. Hafbókin hlaut tvenn helstu bókmenntaverðlaun Noregs á liðnu ári, og hefur síðan komið út víða um heim við miklar vinsældir. Hafbókin kemur út bæði innbundin og sem kilja. m o r t e n a . s t r ø k s n e s Hafbókin eða listin að veiða risaháfisk á gúmmíbáti fyrir opnu hafi árið um kring „Meistaraverk, ekkert minna“ BERGENS TIDENDE H afbókin Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.