Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 35
ÞÖKKUM FYRIR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á
LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI
Og við bjóðum alla nýja meðlimi í Mannol Bændaklúbbnum
velkomna í hópinn!
Við minnum einnig á að tilboðið gildir á meðan birgðir endast.
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til
sjóðs félaga og geta sótt um:
# Styrki til endurgreiðslu aukins rekstrarkostnaðar vegna
veikinda þess sem að búrekstri stendur eða slyss.
- Útlagður launakostnaður, verktakagreiðslur og sambærilegur
kostnaður sem leiðir af óvinnufærni.
# Styrki til forvarnarverkefna.
- Verkefni tengd forvörnum og vinnuvernd, slysavarnir og önnur
verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga.
Nánari upplýsingar á bondi.is og umsóknareyðublöð
má nálgast á félagsmannasíðum á Bændatorginu.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 15. nóvember nk.
á netfangið: velferdarsjodur@bondi.is.
VELFERÐARSJÓÐUR BÍ
AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM
Bændasamtök Íslands,
Bændahöllinni við Hagatorg,
107 Reykjavík
Við þökkum frábærar viðtökur
á Landbúnaðarsýningunni.
MS minnkar plastnotkun
í mjólkurvöruumbúðum
Nokkur stór skref hafa
verið tekin hjá MS í að
minnka plastnotkun og
breyta umbúðum svo
minna álag sé á umhverfið.
Hefur fyrirtækið á síðustu
misserum skoðað umbúðir
fyrirtækisins með það að
markmiði að draga úr
plastnotkun.
Mörkuð var í áætlanagerð
fyrir árið 2018 um að fjarlægja
plaströrin af G-mjólkurfernum
sem fyrirtækið framleiðir og
flytja vörur í umbúðir með
minna kolefnisspor. Nú þegar
er búið að fjarlægja rörin af
umbúðum G-mjólkurinnar og
í vor fóru allir drykkir á borð
við KEA skyrdrykk, jógúrtdrykk
og ab-drykk úr plastdósum
yfir í pappafernur. Þar með
urðu engir drykkir lengur
fáanlegir í plastumbúðum hjá
fyrirtækinu.
Fernur
Árið 2017 skipti MS mjólkur-
fernunum sínum út fyrir nýjar og
umhverfisvænni fernur sem eru ekki
eingöngu endurvinnanlegar heldur
jafnframt búnar til úr endurnýjanlegu
hráefni úr plönturíkinu. Ferska
mjólkin sem árlega er pakkað í
25 milljón fernur árlega er nú í
umbúðum gerðum úr pappa úr
ábyrgri skógrækt og plasti sem
framleitt er úr sykurreyr.
MS er fyrsta fyrirtæki sinnar
tegundar í heimi sem setur allar
mjólkurfernur í þessar umbúðir sem
eru þær umhverfisvænstu sem völ er
á fyrir drykkjarmjólk og við þessa
breytingu varð kolefnisspor fernanna
66% minna en áður (Tetrapak, 2017).
Könnun á vegum Gallup í júní
2017 sýndi að 64% neytenda tók
eftir breytingum á umbúðunum og
yfirgnæfandi meirihluti eða 86,7%
var jákvæður gagnvart þeim.
Plasttappi unninn úr sykurreyr
Sagt er að tappinn sem er úr plasti
megi fara með fernunni beint í
endurvinnslu
sem auðveldar
sorpflokkun.
Pappinn í
fernunum er
með vottun frá
FSC™ (Forest
S t e w a r d s h i p
Council) og annarri
vottaðri trjávinnslu. Með ábyrgri
skógrækt er átt við að skógar
sem nýttir eru til uppskeru fá að
endurnýja sig og trjávexti er haldið
gangandi.
Samkvæmt upplýsingum frá MS
er plastið í tappanum á fernunum
unnið úr sykurreyr en ekki olíu. Þar
er þó eigi að síður um plast að ræða
sem ekki er æskilegt í umhverfinu
frekar en annað plast sem unnið er
úr olíu eða lífmassa. Bakgrunnurinn
að vinnslunni á þessum töppum er
þó ólíkur og ólíkt umhverfisvænni
en olíuvinnsla.
Sykurreyrinn er aðallega
gróðursettur á rýru beitilandi
og niðurníddum högum. Hverja
plöntu er hægt að nýta til uppskeru
í 5–7 ár áður en planta þarf nýrri.
Með þessari nýju aðferð er ekki
gengið á takmarkaðar
jarðefnaauðlindir við
framleiðsluna. Á sama
tíma er dregið úr aukinni
losun koltvísýrings út í
andrúmsloftið þar sem
sykurreyrinn bindur
koltvísýring á líftíma
sínum.
Samhliða breytingu
á fernum vildi
Mjólkursamsalan vekja
neytendur til umhugsunar
um að tómar umbúðir
eru ekki rusl og hvetja
um leið til endurvinnslu.
Yfirskriftin var Fernur
eiga framhaldslíf.
Haldin var ráðstefna
árið 2017 í samstarfi við
Festu, samfélagsábyrgð
fyrirtækja og Tetra
Pak. Aðalskilaboð Erik
Lindroth, umhverfisstjóra
Tetra Pak í N-Evrópu, sem
var með erindi á fundinum: „…
tómar umbúðir eru ekki rusl heldur
efniviður til að framleiða nýjar
umbúðir.“
Fjölnota ytri umbúðir
Mjólkursamsalan hefur um árabil
notað stálvagna og grindur til að flytja
mjólk og mjólkurvörur til verslana
og með því sparað notkun einnota
ytri umbúða. Þetta fyrirkomulag er
bæði fyrirtækinu og verslunum til
mikils hægðarauka – svo ekki sé
minnst á umhverfislegan ávinning
þar sem vagnarnir eru í stöðugri
hringrás milli MS og verslana og
notaðir aftur og aftur.
Enn fremur er hafin notkun á
fjölnota kössum fyrir osta. Fyrst
um sinn hafa þeir verið notaðir undir
rifinn ost til aðila á fyrirtækjamarkaði
(stórnotenda), en stefnt er að því að
auka hlut þessara margnota kassa
í flutningum á fleiri vörum og til
smásöluaðila.
Plastbakkarnir sem skyrinu
er raðað í eru framleiddir úr
endurunnu plasti, þeim er safnað
saman af verslunum og skilað aftur
til endurnýtingar.