Bændablaðið - 18.10.2018, Side 43

Bændablaðið - 18.10.2018, Side 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 43 Nýja-Sjálandi, FrieslandCampina sem er í eigu bænda í Hollandi og Arla Foods sem er í eigu bænda í 7 löndum Norður-Evrópu. Í sjöunda sæti er hið kanadíska Saputo og þá koma kínversku fyrirtækin Yili og Menginu og því eru fjögur af 10 stærstu fyrirtækjunum samvinnufélög en öll hin eru hlutafélög. Samrunar ofan á samruna Í skýrslu Rabobank kemur fram að síðustu tvö árin hafa ekki orðið neinar breytingar á listanum yfir 20 veltumestu fyrirtækin í mjólkuriðnaðinum í heiminum. Segja skýrsluhöfundar það skýrast af því að stærstu fyrirtækin haldi afar sterkri stöðu á markaðinum og stundi samruna og uppkaup á smærri fyrirtækjum til að halda áhrifum sínum. Hér áður fyrr sameinuðust fyrirtæki fyrst og fremst innan landanna eða við önnur fyrirtæki í næstu löndum og Arla Foods er gott dæmi um það en það félag hefur vaxið með samruna á milli nágrannalanda og byrjaði ferlið með samruna hins danska MD Foods og hins sænska Arla. Síðan hafa runnið inn í Arla Foods félög í nágrannalöndunum og í dag standa að Arla Foods kúabændur í 7 löndum. Sömu sögu má segja af FrieslandCampina en það félag varð til þegar tvö smærri runnu saman í eitt í Hollandi. Nú orðið er mun sjaldgæfara að svona samrunar eigi sér stað og mun algengara að fyrirtækin styrki sig á markaði með uppkaupum eða samruna við fyrirtæki í löndum sem eru jafnvel óralangt í burtu. Góð dæmi um þetta eru t.d. samruni á síðasta ári milli Lactalis við hið bandaríska WhiteWave og samruni Saputo við hið ástralska Murray Goulburn. Samvinnufélögin í vörn Skýrsluhöfundar spá því að afurðastöðvum í heiminum haldi áfram að fækka á komandi tímum og þau stækki enn frekar. Árið 2017 voru alls gerðir 127 samrunar eða uppkaup og um mitt þetta ár var búið að tilkynna um 62 samrunasamninga sem bendir til þess að árið 2018 verði áþekkt fyrra ári þegar litið er til stækkunar fyrirtækjanna í mjólkurvinnslu í heiminum. Þá spá þeir því líka að samvinnufélagaformið muni eiga undir högg að sækja þar sem hlutafélagaformið virðist henta vel fyrir afurðavinnslu mjólkur þar sem ákvarðanatakan er öllu einfaldari og skilvirkari og nefna uppkaup Saputo á Murray Goulburn í Ástralíu, sem var samvinnufélag bænda, sem dæmi um undan- hald samvinnufélagsformsins. Skýrsluhöfundar taka þó fram að nokkur samvinnufélög séu mjög sterk og áðurnefnd fjögur félög á topp 10 listanum séu með rúmlega tvöfalda veltu Nestlé sem sýnir styrk þeirra. 20 stærstu með 25% mjólkurinnar! Sé horft frá veltu fyrirtækjanna og í staðinn að umfangi þeirra litið til þess mjólkurmagns sem þau vinna með kemur upp svolítið öðruvísi heimsmynd (sjá töflu 2). Samkvæmt skýrslu IFCN nam innvigtun 20 stærstu aðilanna á markaðinum 211 milljörðum kílóa á síðasta ári en það magn er um 25% af allri mjólk sem var innvegin til afurðastöðva í heiminum í fyrra. Þessi 20 fyrirtæki og félög juku innvigtun mjólkur um 11 milljarða kílóa frá árinu 2015 eða um 5,5%. Þá vekur athygli að 5 stærstu aðilarnir eru með helming magnsins eða um 100 milljarða kg mjólkur! Til þess að setja þetta magn í samhengi þá eru þessir fimm aðilar með rúmlega 650 sinnum meira mjólkur-magn en samanlögð öll íslenska mjólkurframleiðslan var á síðasta ári! Ólíkur rekstur Við skoðun á þessu yfirliti IFCN um röðun fyrirtækja sem kaupa mjólk af bændum, í samanburði við tekjulista Rabobank af fyrirtækjum í mjólkurvinnslu, má m.a. sjá að töluverður munur er á rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækjanna. Þannig er bandaríska félagið Dairy farmers of America með langmesta mjólkurmagnið en velta þess er þó minni en margra annarra. Skýringin felst í því að félagið selur mest af mjólkinni óunna til annarra aðila sem svo framleiða úr henni söluvörur. Þá má sjá á þessum lista IFCN 4 fyrirtæki sem ekki eru á listanum hjá Rabobank á þetta sér hlið-stæðar skýringar og um Dairy Farmers of America. Nokkur fyrirtæki og félög bænda eru þó sterk á báðum sviðum, þ.e. bæði með mikla innvigtun mjólkur og mikla veltu. Evrópsk fyrirtæki sterk Af 20 stærstu fyrirtækjum og félögum sem kaupa mjólk af bændum eru 10 þeirra evrópsk og segir það sitt um mikilvægi Evrópu sem mjólkurframleiðslusvæðis í heiminum. Þessir 10 aðilar eru með um helming mjólkurmagnsins af stærstu 20 aðilunum en mjólkurframleiðslan er einnig afar öflug í Norður-Ameríku og af 20 stærstu aðilunum eru 6 þaðan. Þá vekur athygli að kínversku fyrirtækin Yili og Mengniu ná inn á listann en þessi tvö fyrirtæki eru ung að árum en hafa vaxið gríðarlega mikið á stuttum tíma. Ýmsar aðrar áhugaverðar staðreyndir um stöðu og þróun innvigtunar mjólkur og vinnslu mjólkur-afurða má finna í þessum skýrslum frá Rabobank og IFCN, en báðar skýrslurnar eru aðgengilegar á veraldarvefnum. Heimildir: IFCN, 2108: Top 20 milk processors list 2018 / RaboResearch, 2018: Global dairy top 20. Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is Gluggar og hurðir fyrir íslenskar aðstæður Í yfir 20 ár hefur Viking Window AS selt tréglugga og hurðir á Íslandi Gluggar og hurðir með eða án álkápu Margir litir í boði Afhendist glerjað og tilbúið til uppsetningar Afgreiðslutími 5-8 vikur Sjá nánar á: viking.ee Áhrif loftlagsbreytinga í heiminum vegna hlýnunar eru margvíslegar. Jöklar bráðna, fjöldi dýra og plantna eru í útrýmingarhættu og hungursneyð blasir við milljónum manna. Ekkert af þessu virðist þó vera nóg til að gripið sé í taumana. Nýjar rannsóknir benda til að uppskerubrestur á byggi vegna þurrka muni leiða til bjórskorts í heiminum og að verð á einum köldum eigi eftir að hækka umtalsvert. /VH Loftlagsbreytingar: Verð á bjór mun hækka Verð á einum köldum mun hækka í kjölfar loftlagsbreytinga og upp- skerubrests á byggi. VIÐSKIPTABLAÐIÐ LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI BÆNDAHÖLLIN VIÐ HAGATORG Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 0% 10% 20% 30% 40% 50% DV STUNDIN MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ 8,0% 11,2% 9,4% 22% 27,3% 43,1%

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.