Bændablaðið - 18.10.2018, Qupperneq 46

Bændablaðið - 18.10.2018, Qupperneq 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201846 Laugardaginn 6. október frumsýndi Suzuki Bílar hf. í Skeifunni nýjustu árgerðina af Suzuki Jimny, jeppanum sem hefur verið einn mest seldi jeppi landsins síðustu ár. Fyrir mér er Jimny einn af fáum bílum sem kemst í þann flokk bíla sem ég kalla jeppaflokkur. Það eru bílar sem eru fjórhjóladrifnir, með „hásingu“ framan og aftan, hátt og lágt drif og dekk sem eru a.m.k. með prófíl sem er að lágmarki í hæð dekkja 70% af breidd þeirra. Allt þetta ofantalið er í nýja Suzuki Jimny sem ég fékk að prófa að lokinni frumsýningunni á bílnum. Ný kraftmikil 102 hestafla bensínvél Bíllinn sem ég prófaði var Suzuki Jimny GLX sem er aðeins betur búinn en GL bíllinn. GL bíllinn kostar frá 3.455.000 beinskiptur, en GLX bíllinn kostar 4.180.000 og er þá sjálfskiptur. Eins og allir vita er bíllinn ekki stór og varla nema fyrir mjög smáa að sitja í aftursætunum tveim, en í framsætunum er gott pláss og þægilegt að sitja í, jafnvel fyrir menn allt að tveggja metra háa án þess að reka sig upp í þak bílsins. Vélin er 1,5 lítra sem skilar 102 hestöflum. Dekkjastærðin undir bílnum er 195/80/15 og má auðveldlega stækka og breikka þau því nóg er plássið. Prufuaksturinn Í fyrstu ók ég bílnum nálægt 30 km innanbæjar og fannst það þægilegt, sérstaklega þegar ég var að leggja í stæði þar sem bíllinn er lítill og beygjuradíusinn er mikill. Samkvæmt aksturstölvunni var ég að eyða í innanbæjarakstrinum 8,1 lítra af bensíni á hundraðið. Í utanbæjarakstrinum eyddi ég nálægt 7 lítrum, en uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er frá 6,8 til 7,5 lítrar á hundraðið. Næst var það að prófa bílinn í torfærum og versti slóði sem ég veit um er vegslóði í Hvassahrauni niður að eyðibýlinu Lónakoti. Slóða þennan hef ég ekki komist áður á bíl, en nokkrum sinnum á fjórhjóli. Það er skemmst frá því að segja að í lága drifinu labbaði bíllinn þetta auðveldlega. Þrátt fyrir að ekki væri nema 21 cm undir lægsta punkt rak ég bílinn aldrei niður við þessar torfæruæfingar mínar og fannst bíllinn ekki fara neitt illa með mig sem í bílnum sat. Lítið pláss fyrir farangur Að lokum keyrði ég bílinn malarveginn upp að Keili (með eindæmum vondur malarvegur). Í fjórhjóladrifinu var bíllinn ekkert laus á veginum upp á enda vegarins, en í bakaleiðinni tók ég hann úr fjórhjóladrifinu og var hann þá aðeins laus á veginum, sérstaklega þar sem holurnar voru verstar. Að endingu, áður en ég skilaði bílnum, var farið í dæmigerðan innkaupaleiðangur fyrir heimilið. Til að koma innkaupunum fyrir í bílnum var annað sætið lagt niður því plássið fyrir aftan aftursætin er varla fyrir neitt. Sem lokaorð um bílinn þá mundi ég halda þennan bíl henta vel fyrir tvo til að ferðast í ef á að fara langt. Jimny er hörku torfærujeppi og virðist vera hægt að fara í ótrúlegar torfærur á honum. Ég myndi halda að þetta væri draumabíll fyrir þá sem eru mikið tveir saman í veiðiferðum þar sem vegir og slóðar eru sérlega vondir. Mín lokaorð fyrir áhugasama Farið í Suzuki Bíla og skoðð gripinn, hann er svo sérstakur að maður verður að skoða sjálfur. É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Royal Enfield Himalayan – Indverskt torfærumótorhjól Á sýningunni Íslenskur land- búnaður voru mörg tæki sem gaman væri að prófa. Eitt af þessum tækjum var indverskt torfærumótorhjól sem Vallarbraut sýndi á kerru á útisvæðinu. Í hálfan mánuð fyrir sýninguna fékk ég að hafa hjólið til prófunar og skilaði hjólinu rétt fyrir opnun sýningarinnar og má því segja um mig eins og í kvæðinu: „Þú komst í hlað á hvítum hesti“ þegar ég mætti á sýninguna. Lágt mótorhjól og smæstu einstaklingar ná vel niður með fæturna Það var kalt, blautt, hvasst og ekki skemmtilegt veður til að keyra mótorhjól dagana sem ég hafði hjólið, en samt náði ég að keyra það um 150 km. Royal Enfield Himalayan er ekki kraftmesta mótorhjól sem ég hef keyrt, en ágætt að keyra það. Hjólið er mjög lágt og þegar ég var stopp náði ég niður með hælana og meira að segja aðeins með bogin hné. Sætishæð er 80 cm. Hjólið er ekki nema 24,5 hestöfl, vélin einn strokkur 411 cc. Hámarkshraði uppgefinn er 140 km. 15 l bensíntankur og 182 kg þurrvigt. Hæð undir lægsta punkt er 22 cm. Framfjöðrunin er 20 cm og að aftan 18 cm. Gott að keyra hjólið við allar aðstæður sem prófaðar voru, en vantaði stundum hestöfl Fyrst tók ég um 30 km innanbæjarrúnt á frekar litlum hraða í miklum kulda og saknaði aðeins handfangahitara í stýrinu (rúntur til fjáröflunar á rannsóknum á krabbameini sem nefnist Gentleman´s Ride). Næst var slóðaakstur upp Hafrahlíðina á fjallið Lala fyrir ofan Hafravatn, sá slóði er þokkalegur, hlykkjóttur og frekar brattur. Þar vantaði svolítið af hestöflum upp brekkurnar, en hægt er að plata fá hestöflin með því að stækka afturtannhjólið um t.d. 4 tennur og þá hefði hjólið verið snarpara út úr beygjunum upp brekkuna (með því að stækka afturtannhjólið hefði að vísu hámarkshraðinn lækkað niður í um 120 km, gerir ekkert til því á svona hjóli er maður ekki að flýta sér, bara að njóta). Síðasta prófunin var að hjóla í miklu roki. Til að prófa það fór ég upp í Bláfjöll þar sem vindurinn var 17–20 m á sek. og stóðst hjólið vel þá prófun og kom það mér á óvart hvað hjólið tók vel vindinn. Fínt mótorhjól fyrir byrjendur og þá sem ekki eru að flýta sér Ólíkt öðrum framleiðendum mótor- hjóla þá er uppgefin smurolíu- skipti á Royal Enfield Himalayan 10.000 km., en á flestum öðrum mótorhjólum er ætlast til að skipta mun örar um olíu á mótorum (allt niður í á 500 km fresti). Hjólið er með ABS bremsur og beina innspýtingu á vélinni. Svo þægilegt er að keyra þetta hjól að fyrir mér er þetta ekta hjól fyrir byrjendur, en til að mega keyra hjólið þarf maður A2 bifhjólaréttindi eða að vera 19 ára. Royal Enfield Himalayan kostar 999.000 og hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hjólið á vefslóðinni www. vallarbraut.is. Vondi slóðinn að Lónakoti var ekkert vandamál fyrir Jimny. Myndir / HLJ Gormarnir í fjöðruninni frekar innarlega sem gefa góða sveigjanlega fjöðrun. Lítil innkaupaferð er frekar fyrirferðarmikil í Jimny. Miðað við hvað bíllinn er stuttur fanst mér samt gott að keyra hann á vondum malarvegi. Sonurinn ánægður með að hafa þurft að bíða eftir gamla koma upp slóðann á toppi fjallsins. Báðir fætur niðri og aðeins boginn í hnjánum, hjól sem hentar vel lágvöxnum.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.