Bændablaðið - 07.06.2018, Page 1

Bændablaðið - 07.06.2018, Page 1
11. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 7. júní ▯ Blað nr. 516 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Slakað á eftirliti með notkun sýklalyfja þrátt fyrir vitneskju um ört vaxandi fjölda dauðsfalla vegna sýklalyfjaónæmis: Áform ESB um eftirlit með lyfjamengun þynnt út vegna viðskiptahagsmuna – Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, segir þetta gríðarleg vonbrigði Evrópusambandið dregur úr eða hættir við áform um að takast á við mengun af völdum sýklalyfja þrátt fyrir vaxandi hræðslu við sýklalyfjaónæmi. Viðskiptahagsmunir er helsta ástæða þess að hætt er við eftirlitið. Gríðarleg vonbrigði, segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor í veirufræði við Háskóla Íslands. Samkvæmt frétt The Guardian hefur Evrópusambandið hætt við að auka eftirlit með lyfjanotkun býla og starfsemi lyfjafyrirtækja sem snýr að notkun, framleiðslu og förgun á sýklalyfjum. Gríðarleg vonbrigði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor í veirufræði við Háskóla Íslands, segir að þetta séu honum mikil vonbrigði. „Þetta málefni hefur verið rætt reglulega á fundi samnorrænnar „One Health“-nefndar um sýklalyfjaónæmi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Mögulega verða Norðurlöndin að beita sér í þessu máli og eða að sýna gott fordæmi með því að ganga lengra en Evrópusambandið. Það er þó ekki víst að slíkt standist reglur ESB, og því eru þessar fréttir vonbrigði.“ Um 700 þúsund dauðsföll vegna sýklalyfjaónæmis Upphaflega gerði hugmyndin ráð fyrir því að eftirlitið myndi draga úr hættu á mengun vegna lyfja sem væri fleygt en ekki fargað samkvæmt reglum. Í dag er talið að um 700 þúsund manns látist árlega á heimsvísu vegna baktería sem hafa myndað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum. Helsta ástæða sýklalyfjaónæmis baktería er of- eða misnotkun á sýklalyfjum og vegna lyfja sem ekki er fargað á réttan hátt. Spáir hruni í lækningum Ástandið er svo alvarlegt að Sally Davis, yfirmaður heilbrigðis mála á Bretlandseyjum, hafur sagt að ef ekkert verði að gert gætu sýklalyf orðið ónothæf í náinni framtíð og að hrun verði í lækningum þar sem ekki verður hægt að eiga við einföldustu sýkingar. Tíu milljón dauðsföll til 2050 Í skýrslu sem gefin var út árið 2014 og kallast Antimicrobial Resistance: Tackling a crisis for the health and wealth of nations og unnin var fyrir breska forsætisráðuneytið segir að allt að 10 milljón manns geti látist árlega á heimsvísu til 2050 vegna sýklalyfjaónæmis og að kostnaðurinn vegna þess geti orðið ríflega 100 milljón pund, sem jafngildir um 14 þúsund milljónum íslenskra króna. Áform um eftirlit þynnt út Samkvæmt upplýsingum sem The Guardian segist hafa undir höndum hafa áform um eftirlit með notkun, framleiðslu og förgun sýklalyfja verið dregin verulega saman eða hætt við þau að fullu. /VH – Sjá nánar á bls. 10 Aðalheiður Elma Andradóttir og Nína Vala Ásgeirsdóttir, nemendur í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, fóru í heimsókn með skólafélögum sínum að bænum Mynd / HKr. Fyrir skömmu voru kúa- bændurnir Hermann og Sigrid Dempfle frá Rott í Bæjaralandi, rétt sunnan við München í Þýskalandi, stödd hér á landi. Þau vara Íslendinga við óheftum innflutningi á landbúnaðarafurðum. „Samkeppni milli afurðastöðva í Evrópusambandinu felst aðallega í að geta selt afurðirnar til verslana og úr landi á eins lágu verði og hægt er og það bitnar á bændum. Evrópusambandið selur meðal annars mikið af landbúnaðarafurðum til Afríku á verði sem þarlendir bændur geta ekki keppt við og grefur þannig undan matvælaframleiðslu þar. Það sama á eftir að gerast á Íslandi verði innflutningur á landbúnaðarvörum óheftur. Íslendingar fá hugsanlega matinn aðeins ódýrari en það eru bændur í Evrópusambandinu sem munu bera kostnaðinn og milliliðirnir sem munu græða.“ Salan á kjöti á Íslandi er í vaxandi mæli innfluttar land- búnaðarafurðir og hafa bændur af þessu miklar áhyggjur. Búist er við að sá innflutningur muni aukast til muna vegna nýs tollasamnings við ESB. Í fyrra var heildarsalan á alifuglakjöti 9.530 tonn og þar af nam innflutningur um 11%. Heildarsalan á svínakjöti var 6.269 tonn og þar af var innflutningur rúm 23%. Af nautakjöti voru seld 4.603 tonn og þar af nam innflutningur um 18%. – Sjá nánar á bls. 2 og 8 Þýskir bændur: Vara við óheftum innflutningi Það er þjóðin sem á að láta þetta sig varða, ekki einstakir hagsmunaaðilar 32–33 Ábyrg matvælaframleiðsla – Ísland og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 18–19 Munum sjá mikla nýsköpun í landbúnaði 22

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.