Bændablaðið - 07.06.2018, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Brautskráning nemenda af
garðyrkjubrautum við Land-
búnaðarháskóla Íslands fór
fram í Hveragerðiskirkju 26.
maí sl. Alls var 21 nemandi
brautskráður.
Sjö í
garðyrkjuframleiðslunámi
Sjö luku bóklegum hluta í
garðyrkjuframleiðslu en námið
er þannig upp sett að nemandi
klárar tvö ár bókleg á Reykjum í
Ölfusi og tekur svo verklegt nám
innan greinarinnar.
Fjórtán í skrúðgarðyrkju
Níu nemendur luku bóklegu
námi í skrúðgarðyrkju og fimm
útskrifuðust sem skrúðgarð-
yrkjufræðingar en það nám er
löggild iðngrein.
Í garðyrkjuframleiðslu hlutu
þrír nemendur viðurkenningu.
Þröstur Þórsson hlaut viður-
kenningu fyrir hæstu einkunn á
garð- og skógarplöntulínu með
9,61.
Íris Grétarsdóttir hlaut viður-
kenningu fyrir hæstu einkunn af
línu lífrænnar ræktunar matjurta
með einkunnina 9,59.
Í ylræktun var Ingvari
Þorsteinssyni færð viðurkenning
fyrir bestan árangur með einkunn-
ina 9,20.
Jóhann Böðvar Skúlason
fékk viðurkenningu fyrir hæstu
meðaleinkunn útskrifaðra nema
úr bóklegu og verklegu námi á
skrúðgarðyrkjubraut en meðal-
einkunn hans var 8,6.
Helle Laks fékk viðurkenningu
fyrir hæstu einkunn úr bóklegu
skrúðgarðyrkjunámi eða 9,75.
Hún var einnig dúx skólans að
þessu sinni.
Sæmundur Sveinsson, rektor
LbhÍ, og Guðríður Helgadóttir,
forstöðumaður starfs- og endur-
menntunardeildar og staðar-
haldari á Reykjum, fluttu ávörp
og óskuðu nemendum til ham-
ingju með daginn.
Við athöfnina söng Einar
Clausen tvö lög við undirleik Jóns
Kristófers Arnarsonar.
Tuttugu og einn útskrifaðist af garðyrkjubrautum LbhÍ
– Helle Laks dúxaði í bóklegu skrúðgarðyrkjunámi með 9,75, Jóhann Böðvar Skúlason með hæstu meðaleinkunn úr bóklegu og verklegu
FRÉTTIR
Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2018:
Rebekka Rún Helgadóttir dúxaði á búfræðiprófi
Brautskráning nemenda á búfræði-
braut og á háskóla brautum Land-
búnaðar háskóla Íslands fór fram í
Hjálmakletti í Borgarnesi 1. júní.
Alls útskrifuðust 28 nemendur af
búfræðibraut.
Rebekka Rún Helgadóttir dúxaði
á búfræðiprófi með einkunnina 9,13.
Hún hlaut jafnframt viðurkenningu
fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt
sem og nautgriparækt.
Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ,
flutti ræðu og óskaði nemendum
velfarnaðar í framtíðinni. Jóhannes
Torfason, bóndi á Torfalæk II, tæki-
færisræðumaður Öndvegisdeildar - 50
ára búfræðikandídata, hélt ræðu fyrir
hönd útskriftarnema 1968.
Elvar Friðriksson hlaut
verðlaun fyrir góðan árangur í
bútæknigreinum og góðan árangur í
hagfræðigreinum. Hann fékk einnig
verðlaun fyrir frábæran árangur
fyrir lokaverkefni á búfræðiprófi.
Jóhannes Geir Gunnarsson hlaut
verðlaun fyrir góðan árangur í
námsdvöl.
Tólf með BS-próf í búvísindum
Þá var einnig útskrifað á háskóla-
brautum. 12 nemendur útskrifuðust
með BS-próf í búvísindum. Verðlaun
fyrir góðan árangur á B.S.-prófi í
búvísindum hlaut Bjarni Sævarsson
með einkunnina 9,12.
Fjórir með BS-próf í náttúru-
og umhverfisfræði
Fjórir nemendur luku BS-prófi í
náttúru- og umhverfisfræði. Julia
Carolina Bos hlaut verðlaun fyrir
frábæran námsárangur á BS-prófi
á brautinni með einkunnina 9,23.
Fjórir nemendur luku BS-prófi í
skógfræði og landgræðslu
Fjórir nemendur luku BS-prófi í
skógfræði og landgræðslu. Jakob
Wayne Robertson hlaut verðlaun
fyrir góðan árangur á landgræðslu-
línu og Sigríður Hrefna Pálsdóttir
hlaut verðlaun fyrir góðan árangur
á BS-prófi á skógfræðilínu. Sigríður
hlaut einnig verðlaun fyrir góðan
árangur í námskeiðinu plöntunotk-
un.
Sjö nemendur með BS-próf í
umhverfisskipulagi
Þá útskrifuðust sjö nemendur með
BS-próf í umhverfisskipulagi.
Esther Thaagaard Andreasen hlaut
verðlaun fyrir góðan árangur á
BS-prófi á brautinni sem og fyrir
góðan árangur í skipulagsfögum.
Julia Carolina Bos hlaut verðlaun
fyrir frábæran árangur fyrir lokaver-
kefni á BS-prófi með einkunnina
9,4 sem og verðlaun fyrir bestan
árangur á BS-prófi við LbhÍ vorið
2018 með einkunnina 9,23.
Þrír luku M.S.-prófi í
rannsóknartengdu einstaklings-
miðuðu meistaranámi
Þrír nemendur luku M.S.-prófi í
rannsóknartengdu einstaklings-
miðuðu meistaranámi, Guðríður
Baldvinsdóttir lauk prófi í skógfræði,
Gunnar Reynisson í hestafræði og Jón
Hjalti Eiríksson lauk prófi í búvísind-
um og hlaut hann jafnframt verðlaun
fyrir frábæran árangur á MS-prófi við
LbhÍ með einkunnina 9,44.
Einn með MS-próf í
skipulagsfræðum
Einn nemandi lauk MS-prófi í skipu-
lags fræðum, Þórður Már Sigfússon,
og hlaut hann viðurkenningu frá
Skipulagsfræðingafélagi Íslands.
24 útskrifuðust úr
Reiðmanninum
Á degi íslenska hestsins 1. maí
sl. útskrifuðust 24 nemendur af
námskeiðaröðinni Reiðmaðurinn í
endurmenntunardeild LbhÍ.
Tónlistaratriði við brautskrán-
inguna voru í höndum þeirra
Evu Margrétar Jónudóttur og
Ágústar Gests Guðbjargarsonar
útskriftarnema 2018. Um undirleik
sáu þau Anna Sólrún Kolbeinsdóttir
og Jón S. Snorri Bergsson.
Útskriftarnemar 2018 úr Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.