Bændablaðið - 07.06.2018, Side 10

Bændablaðið - 07.06.2018, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 FRÉTTIR Frjósemi á bænum Efri-Fitjum í Víðidal í Húnaþingi vestra hefur verið ótrúlega mikil í sauðburðinum í vor og það sem af er sumri. Á bænum eru 880 fjár en 22 af þeim voru fjórlembur, 5 voru fimmlembur og 179 voru þrílembur. „Sauðburðurinn gekk mjög vel og frjósemin var með allra besta móti, ég man varla eftir svona mikilli frjósemi áður hjá okkur,“ segir Gréta Brimrún Karlsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum, en hún og maður hennar, Gunnar Þorgeirsson, reka myndarlegt fjárbú á Efri- Fitjum. Gunnar og Gréta eru bæði Vestur-Húnvetningar, hann ólst upp á bænum en Gréta er frá Harastöðum í Vesturhópi. Þau keyptu jörðina af foreldrum Gunnars 1994. Auk þess að vera með sauðfé eru þau að rækta hross með góðum árangri. /MHH Frjósemi í Húnaþingi vestra: 175 þrílembur á Efri- Fitjum í Víðidal Ærin Sanda Gunna er ein af 22 fjórlembunum á Efri-Fitjum í Víðidal. Mynd / Gréta Brimrún Karlsdóttir. Fyrirhugað er að reisa nýtt gagna ver við Svínvetningabraut á Blönduósi undir starfsemi hýs- ingarfyrirtækisins Borealis Data Center ehf. BDC North ehf. ætlar að byggja og reka húsið en félagið verður í eigu Ámundakinnar ehf. og Borealis Data Center. Fyrstu skóflustunguna sem tekin var nýverið tóku vaskir aðilar sem komið hafa að verkefninu með ýmsum hætti í mörg ár en þeir eru Björn, Arnar Þór, Guðmundur Haukur og Ásmundur Einar. Um 900 manns búa á Blönduósi, en helstu atvinnuvegir þar tengjast landbúnaði, iðnaði, verslun, þjónustu og ferðaþjónustu. Aðstæður fyrir rekstur gagnavers á Blönduósi þykja ákjósanlegar, fremur kalt loftslag, svæðið er snjólétt og þar er ekki hætta á náttúruhamförum, lóð á svæðinu var tilbúin og til reiðu en það sem mestu skipti var aðgangur að grænni orku frá Blöndu. Sveitarstjórn Blönduósbæjar hafði áður samþykkt með fyrirvara að leggja fram 15 milljónir króna í húsnæði vegna gagnavers á Blönduósi. Fyrirvari sá sem sveitarstjórn setur fyrir samþykkt sinni er að þessar 15 milljónir króna verði sem aukið hlutafé í Ámundakinn ehf. og ráðist verði í byggingu á því húsnæði eins og fram kemur í gögnum sem lögð voru fram á fundinum. Jafnframt er það skilyrði samþykktar sveitarstjórnar að Ámundakinn ehf. taki þátt í stofnun fasteignafélags um byggingu á húsnæði fyrir gagnaver Blönduósi og áðurnefnd aukning á hlutafé verði notuð sem framlag til þess. /MÞÞ Fyrsta skóflustunga að gagnaveri á Blönduósi Frá Blönduósi. Mynd / HKr. Þýskaland Ungverjaland Tékkland Svíþjóð Sviss Spánn Slóvenía Slóvakía Rúmenía Pólland Portúgal Noregur Lúxemborg Litháen Lettland Kýpur Króatía Ítalía Ísland Írland Holland Frakkland Finnland Eistland Danmörk Búlgaría Bretland Belgía Austurríki Með mikilli sýklalyfjanotkun við framleiðslu á landbúnaðarafurðum og við meðhöndlun sjúklinga þróast ofurbakteríur sem venjuleg sýklalyf ráða ekki við. Þetta er nú talið valda dauða 700 þúsunda manna í Evrópu á ári og fer dánartíðnin ört vaxandi. Er því spáð að fjöldi látinna á ári af þessum orsökum verði orðinn 10 milljónir á heimsvísu árið 2050 með meðal Evrópuríkja í Noregi og á Íslandi, en mest í þeim ríkjum sem við kaupum helst kjöt frá. ESB hættir við aukið lyfjaeftirlit vegna viðskiptahagsmuna Evrópusambandið dregur úr eða hættir við áform um að takast á við mengun af völdum sýklalyfja vegna viðskiptahagsmuna. Þetta er gert þrátt fyrir vaxandi tíðni sýklalyfjaónæmis sem veldur nú dauða um 700.000 einstaklinga í heiminum á ári, þar af um 30.000 í Evrópu. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor í veirufræði við Háskóla Íslands, segir að þetta séu honum mikil vonbrigði. „Þetta málefni hefur verið rætt reglulega á fundi samnorrænnar „One Health“ nefndar um sýklalyfjaónæmi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Mögulega verða Norðurlöndin að beita sér í þessu máli og eða að sýna gott fordæmi með því að ganga lengra en Evrópusambandið. Það er þó ekki víst að slíkt standist reglur ESB, og því eru þessar fréttir vonbrigði.“ Meðal hugmynda sem fallið hefur verið frá er að lögð verði áhersla á að taka upp umhverfisviðmiðanir sem draga eiga úr mengandi áhrifum sýklalyfjanotkunar. Einnig hefur verið fallið frá hugmynd sem gerði ráð fyrir að eftirlit yrði haft með framleiðslu lyfjanna á heimsvísu og mengunar af hennar völdum. Hefðu hugmyndirnar fengið hljómgrunn hefðu þær gert eftirlitsmönnum frá Evrópu- sambandinu kleift að heimsækja lyfjaverksmiðjur í Asíu og Afríku þar sem grunur leikur á alvarlegri umhverfismengun vegna framleiðsluhátta og slakra umhverfiskrafna. Látið undan þrýstingi alþjóðlegra lyfjafyrirtækja Í fréttinni segir að helsta ástæða þess að þetta ákvæði var fellt út sé að það hefði getað haft hamlandi áhrif á viðskipti Evrópusambandsins og Indlands með lyf sem þar eru framleidd. Fjöldi alþjóðlegra lyfjafyrirtækja hefur flutt framleiðslu sína til Indlands og rannsóknir sýna að lyfjamengun í ám á Indlandi í námunda við verksmiðjurnar er tvisvar sinnum meiri núna en á síðasta áratug. Dæmi eru um að styrkur sýklalyfja í grunnvatni í námunda við lyfjaverksmiðjur sé meiri en í blóði sjúklinga sem eru að taka inn viðkomandi sýklalyf. Gagnlaus tilmæli Talsmenn ýmissa samtaka, sem láta sig áhrif sýklalyfjaónæmis varða, segjast vera furðu lostnir vegna ákvörðunar Evrópusambandsins um að slá af kröfum sínum í ljósi þess hversu mengun af völdum sýklalyfja er alvarleg. Ákvæði sem gerði lyfja- fyrirtækjum skylt að mæla og deila upplýsingum um losun sýklalyfja í frárennslisvatni við lyfjaframleiðslu og sýklalyfja ónæmum örveirum og sýklalyfja í saur og þvagi dýra við verksmiðjubúskap. Þetta er gert þrátt fyrir að fjöldi vísindamanna hafi bent á skort á rannsóknum af þessu tagi og áhrif losunarinnar í lýðheilsu. Bent er á að ákvæði í eftirlits- drögunum þar sem góðfúslegum tilmælum er beint til framleiðenda og notenda sýklalyfja að huga betur að umhverfismálum sé gersamlega gagnslaus. Lyfjafyrirtækin eyða milljörðum í „lobbýisma“ Vinna við reglur um lyfjamengun hefur dregist í þrjú ár og segja gagnrýnendur niðurstöðunnar að hún beri greinileg merki þess að lyfjaframleiðendur hafi mikil áhrif á hana. Áætlað er að stóru lyfjafyrirtækin í heiminum hafi varið upp í um 40 milljón pundum, um 5,7 milljörðum íslenskra króna, í „lobbýisma“ og til að auka aðgengi sitt að ráðamönnum árið 2015. Talsmenn Evrópusambandsins hafa neita að tjá sig um innihald upplýsinganna sem The Guardian hefur undir höndum. /VH hefur miklar áhyggjur af að dregið verði úr áformum um aukið eftirlit með sýklalyfjaframleiðslunni. Mynd / VH sífellt meiri usla meðal mann- fólksins. Sífellt dýrara verður fyrir af völdum slíkra baktería.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.