Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Góð veiði á Þingvöllum
Kaldárhöfði við Þingvallavatn og
Úlfljótsvatn er nýjasta svæðið í
flóru Fish Partner. Um er að ræða
fjölbreytt svæði sem er fornfrægt
stórurriðasvæði og mjög sterkt
bleikjusvæði.
Kaldárhöfði er syðsta veiðisvæðið
í Þingvallavatni og nyrsta svæðið
í Úlfljótsvatni. Svæðið nær frá
Sprænutanga í Þingvallavatni í
norðri og að landamörkum við Efri-
Brú við Úlfljótsvatn í suðri.
„Svæðið á sér langa veiðisögu
og var sennilega besta urriðasvæði
í Þingvallavatni fyrir tíma virkjana
í Sogi. Með vaxandi veiði á urriða
í vatninu verður spennandi að
fylgjast með veiðinni á Kaldárhöfða
á næstunni. Veiðin hefur verið góð
það sem af er, flottir fiskar,“ segir
Gunnar Örn Peter.
Hluti svæðisins er í Úlfljótsvatni
og er það svæði bæði þekkt fyrir
stóra urriða og nóg af bleikju.
Urriðaveiðin er einkum góð nyrst
í vatninu og út af hólmanum en
bleikjuveiðin er góð á öllu svæðinu.
Veitt er á sex stangir frá 1. maí–10.
júní en tíu stangir frá 11. júní–31.
ágúst.
Laxveiðin að byrja á fullu
Það var fallegt
við Laxá í Kjós
er við kíktum þar
við í vikunni en
laxinn er mættur í
hana eins og fleiri
laxveiðiár þessa
dagana.
„Ég sá nokkra
laxa í ánni fyrir
skömmu,“ sagði
Bubbi Morthens,
en svo gerði stór-
rigningar og laxinn
forðaði sér ofar í
ána.
Laxinn hefur
sést víða í Langá
á Mýrum, Laxá í Leirársveit,
Norðurá og Elliðaánum enda stytt-
ist að veiðin byrji á fullu. Fyrstu
árnar eru að opna, Straumarnir,
Norðurá og Blanda, en veiðin er
byrjuð í Þjórsánni og þar hafa
veiðst einhverjir tugir af löxum.
„Jú, laxinn er mættur og það hafa
veiðst nokkrir, flottir fiskar,“ sagði
Stefán Sigurðsson er við spurðum
um stöðuna. Allt er að komast á
fleygiferð.
FRÉTTIR
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
KLEFAR
Kæli- & frystiklefar
í miklu úrvali.
Vottaðir gæðaklefar með
mikla reynslu á Íslandi.
Einfaldir í uppsetningu.
HILLUR
fyrir kæli- & frystiklefa.
Mikið úrval og auðvelt að setja saman.
Sérhannaðar fyrir matvæli.
KÆLI & FRYSTI
BÚNAÐUR
Hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
Veiðimenn við Deildará á Sléttu. Vatnslitamynd eftir Ragnar Hólm.
Ragnar Hólm Ragnarsson
er kunnur fyrir skrif sín um
fluguveiði. Fyrir röskum áratug
gaf hann út bókina „Fiskar &
menn“ sem fjallaði um ýmsa
afkima veiðinnar. Hann er
annar ritstjóra veftímaritsins
Flugufrétta en skrifar að auki
fyrir blöð og tímarit, til að mynda
Sportveiðiblaðið.
Á síðasta ári ræddi Bændablaðið
við Ragnar um samtvinnun veiða
og vatnslita en nú hefur hann
tvinnað þetta enn betur saman
með því að vatnslita veiðimenn.
Vatnið er Ragnari hugleikið. Hann
veiðir úr því fiska og málar úr því
myndir. „Vatnslitirnir verða sífellt
fyrirferðarmeiri í lífi mínu á kostnað
vatnafiskanna,“ sagði Ragnar Hólm
þegar við hittum hann á Akureyri í
síðustu viku.
„Auðvitað hef ég enn þá gaman
af því að veiða fisk á flugu en
það er ekki síður gaman að veiða
þokkalega vatnslitamynd. Ég hef
verið mest í landslaginu en nú er
ég farinn að blanda aðeins inn í það
veiðimönnum.“
– Ertu þá með pensilinn á lofti
þegar vinirnir veiða?
„Nei, það er sjaldnast hægt því
menn fara hratt yfir og færa sig ótt
og títt þannig að ljós og skuggar
breytast hratt á fígúrunum. Ég hef
frekar gert þetta þannig að leggjast
kannski í grasið og horfa á félagana,
reynt að sjá fyrir mér mótífið og
síðan tek ég nokkrar myndir og miða
við þær þegar ég mála um kvöldið
eða einhvern tímann síðar.“
– Eru veiðimenn þekkjanlegir á
myndunum?
„Nei, það vona ég ekki. Enda
hef ég engan áhuga á því að
mála smáatriðin. Ég er líklega
impressjónisti fram í fingurgóma. Ég
reyni að fanga tilfinningu, hreyfingu
og hughrif. Það eru aðrir í því að
taka ljósmyndir af veiðimönnum
og veiðigræjum. Ég er meira í
stemningunni, litbrigðum vatnsins,
íhygli veiðimannsins.“
– Hefur þér þá ekki dottið í hug
að mála þekkta veiðistaði?
„Einhvern tímann þegar ég var
unglingur fór ég með föður mínum
í Langá á Mýrum og litaði myndir
af nokkrum þekktum veiðistöðum
þar með pastelkrít. Það voru
ágætar myndir sem foreldrar mínir
eiga uppi á vegg. Ég held að þær
séu fjórar eða fimm. Og nýlega
skoraði útséður veiðimaður á mig
að mála vatnslitamyndir af helstu
veiðistöðum í þekktustu laxveiðiám
landsins og selja ríkum útlendingum.
Gallinn er bara sá að þótt mér þyki
gaman að selja eina og eina mynd
þá er þetta enginn bisness hjá mér –
þetta er ástríða líkt og fluguveiðin.
Ég mála það sem kveikir í mér en
fæ hálfgert kvíðakast ef ég er beðinn
að mála ákveðið mótíf. Þetta er allt
saman tilfinning og túlkun beint frá
hjartanu.“
Ragnar Hólm í veiði með dóttur sinni,
Aðalheiði Önnu, núna í vor.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Veiðin byrjuð kringum 20. júní
Það er blankalogn út Eyjafjörðinn
og einn og einn fugl á vappi.
Við erum að taka stefnuna út á
Grenivík en ákváðum að koma
aðeins við hjá honum Gunnari
Blöndal, sem er með veiðitjarnir
við Ystu-Vík.
Þar geta veiðimenn veitt og það
er alltaf nóg af fiski hjá Gunnari, en
veiðin byrjar ekki fyrr en kringum 20.
júní. Veiðimenn verða að bíða þótt
það sé erfitt. Víkurlax heitir fyrir-
tækið hjá honum og það verður boðið
upp á veiði á regnboga og bleikju.
„Sæll,“ er það fyrsta sem
Gunnar segir og hann er
kampakátur.
„Ég var að slátra svolítið af
fiski áðan, alltaf eitthvað að gera
hérna. En veiðin byrjar ekki fyrr
en kringum 20. júní hérna hjá
mér. Það verður nóg af fiski þegar
veiðin byrjar. Þetta eru fjölmörg
ár sem ég hef verið hér og þetta er
alltaf jafn gaman en mest veiðin
er í júlí og ágúst.“
– En varstu sjálfur að veiða
mikið hérna áður?
„Já, það er rétt, en þegar
maður fór í þetta fiskeldisdæmi
datt alveg niður áhuginn á veiði.
Maður veiddi víða og mikið en
svona er þetta bara. Stangveiðin
er skemmtileg. Eitt tekur þó
við af öðru,“ segir Gunnar og
sýnir okkur tjörn þar sem nóg
er af fiski, fleiri hundruð. Mikið
langaði mann að taka eitt kast en
það er ekki í boði. Gunnar heldur
áfram að gera verkin, en við María
ljósmyndari látum okkur hverfa.
Svona er þetta bara.
Boltaurriði úr Þingvallavatni en þeir hafa verið að gefa sig núna á Þingvöllum
í byrjun sumars.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Allt saman tilfinning og túlkun