Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 20

Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Vísbendingar eru um að umskipti séu í uppsiglingu í nautgriparækt í Bandaríkjunum vegna loftslagsbreytinga. Nautgripaeldi hefur verið að aukast allt fram undir þetta, en tíðari þurrkar virðast vera að leiða til aukinnar slátrunar og stóraukins framboðs af kjöti á næstu misserum. Markaðssérfræðingar hafa í gegnum tíðina bent á hættuna af því ef þjóðir eru ekki sjálfbærar hvað varðar matvælaframleiðslu fyrir íbúa sína. Árum saman hefur verið hamrað á þessu, m.a. af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Ef það kemur til stóraukins framboðs, eins og nú virðist vera að gerast varðandi nautakjöt í Ameríku, þá mun verð hríðfalla. Neytendur kunna að fagna slíku í stundargleði, en sú gleði kann að breytast í martröð á ótrúlega skömmum tíma. Hrun á nautakjötsmarkaði Á fjármálasíðu Bloomberg má sjá að fjárfestar eru búnir að missa trúna á nautgriparæktinni í Bandaríkjunum í framvirkum samningum. Ástæðan er fyrirsjáanlegt offramboð á kjöti vegna samdráttar bænda í greininni. Kemur það í kjölfar mikillar fjölgunar nautgripa á fóðrunarstöðvum allt fram í nóvember á síðasta ári. Í þeim mánuði jókst ásetningin um 14%. Má sjá að væntingar fjárfesta þann 9. apríl sl. hafa lækkað um rúmlega 80% síðan í nóvember 2017 og er þar talað um nautgripahrun (Cattle Collapse). Við lokun markaða 9. apríl hafði stöðutaka í nautakjötsviðskiptum lækkað um 26% frá því í lok mars. Samkvæmt tölum U.S. Commodity Futures Trading Commission, höfðu viðskipti með nautakjöt í apríl ekki verið lægri síðan í október 2016. Viðskipti með nautgripi á fæti sýna líka sömu þróun, þar hefur verð verið að snarlækka. Í apríl var nautakjöt í framvirkum samningum til afgreiðslu í júní verðlagt á 97,074 cent fyrir pund af kjöti (0,45 kg). Það þýðir að kílóverðið var komið niður í 2,1 dollara, eða um 226 íslenskar krónur miðað við gengi 1. júní. Því er nú spáð að bandarískir bændur muni taka kálfa fyrr úr fóðrun en venja er til og senda í sláturhús til að fækka í stofninum. Það þýðir aukið framboð af kjöti. Það þýðir líka að meðalvigt sláturgripa mun lækka um 8 til 10%. Skortur og verðhækkanir munu fylgja tímabundnu offramboði Vegna lægri tollmúra víða um lönd flæðir ódýra kjötið hindrunarlítið í viðskiptum á milli landa. Það getur haft mjög neikvæð áhrif á innlenda nautgriparækt í viðkomandi ríkjum og neikvæðri keðjuverkun. Bændur ráða þá ekki við samkeppnina, gef- ast upp og farga bústofni sínum. Það þýðir enn meira framboð á verðlitlu kjöti um tíma og gjald- þrot í greininni. Þegar birgðir ódýra kjötsins svo loks tæmast verður búið að skaða innanlands- framleiðslu í viðkomandi ríkjum það mikið að greinin getur ekki brugðist við. Þannig getur sam- dráttur í nautgripaeldi leitt til kjöt- skorts á markaði, allavega í tvö ár eða meira og stórfelldrar hækkunar á kjötverði. Ef ekki verður hafður hemill á innflutningi til landa eins og Íslands, gæti afleiðingin orðið sú að ekki verður hægt að mæta eftirspurn þegar kjötframboðið minnkar. Hvorki með innflutn- ingi né innlendri framleiðslu. Það þýðir að fæðuöryggi þjóðarinnar yrði mögulega ógnað. Þessi sviðs- mynd hefur oft verið dregin upp af sérfræðingum í milliríkjaviðskipt- um, en jafn harðan skotin niður af hagsmunaaðilar í innflutningi. Nú eru komnar fram vísbendingar um að slíkt ástand kunni að vera í upp- siglingu ef ekki verði varlega farið. Hér á landi er auk þess búið að opna gáttir með nýlegum tollasamningi við Evrópusambandið. Bandaríkin eru langstærst í nautakjötsframleiðslunni Bandaríkin eru langstærsti nautakjötsframleiðandi heimsins með rétt tæplega 12,1 milljón tonna á síðasta ári samkvæmt tölum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA). Það er 19,63% af heimsframleiðslunni. Næstir í röðinni eru Brasilíumenn með 9,5 milljónir tonna og 15,43% hlutdeild. Þá koma Evrópusambandslöndin með tæplega 7,9 milljónir tonna og 12,79% hlutdeild og Kína með tæplega 7,1 milljónir tonna og 11,48% markaðshlutdeild. Þess má geta að í Evrópu eru þýskir bændur öflugustu nautakjötsframleiðendurnir og framleiddu þeir 1,1 milljón tonna af nautakjöti 2017. Þar af voru 378.000 tonn seld úr landi. Þá voru 12 milljónir kúa á 146.600 bæjum innan ESB landa á síðasta ári. Fjölbreytileikinn í þýskri nautgripaframleiðslu er mjög mikill og eru þeir með yfir 40 tegundir nautgripa á bak við sína framleiðslu samkvæmt upplýsingum German Meat. Þar eru Fleckvieh og Braunvieh vinsælustu tegundirnar í suðurhluta Þýskalands, en þýskar Holstein kýr eru algengastar í Norður-Þýskalandi. Þess má einnig geta að nautakjötsframleiðslan er ekki stærsti kjötgeirinn í ESB-löndunum. Þar er svínakjötsframleiðslan öflugust með yfir 22 milljónir tonna og um 51% hlutdeild á kjötmarkaði. Þá kemur alifuglakjötið sem er um 13 milljónir tonna og með um 30% hlutdeild og síðan nautakjötið með tæplega 8 milljónir tonna og 17% hlutdeild af kjötmarkaðnum. Heimsframleiðsla á kjöti í 63 milljónir tonna Spáð er að heimsframleiðsla á nauta- og kálfakjöti aukist um 2% á þessu ári og verði 63 milljónir tonna. Einkum er um að ræða aukna framleiðslu í Brasilíu, Argentínu og Bandaríkjunum. Vegna þurrka slátra bændur fleiri gripum en ella. Aukin kjötframleiðsla í Brasilíu er einnig drifin af stærri skrokkum og meiri fallþunga en áður, samkvæmt skýrslu landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna frá því í apríl 2018. Aukið framboð eykur spennu á mörkuðum Þurrkar í Argentínu hafa neytt bændur til að fara fyrr með gripi til slátrunar sem eykur enn á framboðið. Svipaða sögu er að segja frá Ástralíu, þar sem óhagstætt veðurfar hefur leitt til þess að hagabeit er léleg. Þetta mun leiða til aukins kjötframboðs um sinn en erfiðara verður síðan að byggja upp hjarðirnar að nýju. Það mun þýða hækkandi verð á kjötmörkuðum þegar fram í sækir. Útflutningur þjóða á nauta- og kálfakjöti er talinn verða um 5% meiri á þessu ári en í fyrra og nema í heild um 10,5 milljónum tonna. Aukningin mun einkum koma frá Brasilíu, Argentínu og Bandaríkjunum. Viðskiptabann Rússa á Brasilíu mun auka framboð og spennu á öðrum mörkuðum. Líklegt er að menn reyni að leita nýrra markaða í Asíu til að forðast frekari verðlækkanir en orðið er. Þurrkar í Bandaríkjunum leiða til aukins kjötframboðs Á vefsíðu Farm Journal var fjall- að um málið í lok mars og sagt að þurrkar séu að draga úr vexti í nautgriparækt. Þann 1. janúar sl. voru 94,3 milljónir nauta og kálfa í Bandaríkjunum sem er 1% aukning frá fyrra ári. Þá voru 31,7 milljónir holdakúa í landinu, sem er mesti fjöldi síðan 2008. Þetta er fyrir utan mjólkurkúastofninn. „Það er að draga úr vextinum í greininni og það lítur út fyrir að við höfum þegar náð toppnum,“ segir Randy Blach, forstjóri CattleFax. Frá 2015 hafa 2,4 milljónir naut- gripa bæst við stofninn. Það voru merki um góða tíð, sagði John Nalivka, stjórnarformaður Sterling Marketing. „En nú er farið að fjara út.“ Miklir þurrkar voru í Banda- ríkjunum í haust og fram á vetur, einkum í Texas, Oklahoma og Kansas og náðu til nær allra ríkja við Mexíkóflóa og upp til landamæranna að Kanada. Þurrkarnir náðu til FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Búast má við að stóraukið framboð af nautakjöti frá Ameríku vegna þurrka keyri niður heimsmarkaðsverð: Óheftur innflutningur á ódýru kjöti gæti stórskaðað íslenska kjötframleiðslu – Talað um hrun í nautakjötsviðskiptum í Bandaríkjunum vegna offramboðs – möguleg ógnun við fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar Kýr í útieldi fóðraðar í Kaliforníu. Fóðrunarstöð nautgripa í Brasilíu. 1 Bandaríkin 12.086.000 19,63% 2 Brasilía 9.500.000 15,43% 3 Evrópusambandið 7.875.000 12,79% 4 Kína 7.070.000 11,48% 5 Indland 4.250.000 6,90% 6 Argentína 2.760.000 4,48% 7 Ástralía 2.065.000 3,35% 8 Mexíkó 1.910.000 3,10% 9 Pakistan 1.780.000 2,89% 10 Tyrkland 1.700.000 2,76% 11 Rússland 1.310.000 2,13% 12 Kanada 1.160.000 1,88% 13 Suður-Afríka 885.000 1,44% 14 Kólumbía 825.000 1,34% 15 Nýja-Sjáland 610.000 0,99% 16 Parúgvæ 610.000 0,99% 17 Úrúgvæ 605.000 0,98% 18 Japan 460.000 0,75% 19 Kasakstan 435.000 0,71% 20 Úkraína 390.000 0,63% 21 Egyptaland 360.000 0,58% 22 Suður-Kórea 285.000 0,46% 23 Hvíta-Rússland 277.000 0,45% 24 Chile 220.000 0,36% 25 Víetnam 219.000 0,36% 26 Perú 210.000 0,34% 27 Filipseyjar 210.000 0,34% 28 Íran 200.000 0,32% 29 Nígaragúa 155.000 0,25% 30 Sviss 141.000 0,23% 31 Alsír 140.000 0,23% 32 Venesúela 115.000 0,19% 33 Angóla 113.000 0,18% 34 Dómeníska lýðveldið 100.000 0,16% 35 Costa Ríga 78.000 0,13% 36 Ísrael 75.000 0,12% 37 Guatemala 72.000 0,12% 38 Sádí-Arabía 60.000 0,10% 39 Hondúras 50.000 0,08% 40 Líbanon 48.000 0,08% 41 Malasía 28.000 0,05% 42 Óman 27.000 0,04% 43 Jórdanía 23.000 0,04% 44 El Salvador 20.000 0,03% 45 Bosnía 16.000 0,03% 46 Sameinaða arabíska furstad. 16.000 0,03% 47 Líbía 9.000 0,01% 48 Kongó 8.000 0,01% 49 Taiwan 7.000 0,01% 50 Hong Kong 6.000 1,00% 51 Makedónía 5.000 0,01% 52 Kuwait 3.000 0,00% 53 Gabon 1.000 0,00% Heimild: FAS/USDA - Magn í tonnum Hlutfall helstu framleiðsluríkja af 61.583.000 tonna framleiðslu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.