Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 21

Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 nautgriparæktarhéraðanna og jukust enn í vetur. Innan þessa svæðis eru 14 ríki þar sem um 60% nautgripahjarðanna er alinn. Þurrkarnir í haust og vetur hafa þegar haft áhrif á kjötframleiðsluna sem hefur aukist verulega með tilheyrandi verðfalli á kjöti. Bændur hafa ekki getað treyst á gresjurnar eins og áður og hafa þurft að grípa til kostnaðarsamrar fóðrunar og velja fremur þann kost að fækka í stofninum og slátra. Í janúar voru þannig 1,14 milljónir gripa á fóðurstöðvum sem er það mesta sem sést hefur síðan 2012. Spáð metframboði af nautakjöti á Bandaríkjamarkaði John Nalivka segir að slátrun og kjötframleiðsla verði 6% meiri á þessu ári miðað við 2017. Bandaríski nautakjötsiðnaðurinn skilaði 745 pundum af nautakjöti á hverja kú á árinu 2017. Nú er gert ráð að fyrir að hún aukist um 4% og fari í 774 pund á hverja kú. Það eru í heild rúmlega 24,5 milljarðar punda eða rúmlega 11 milljónir tonna af nautakjöti sem streyma inn á kjötmarkaðinn. Reyndar segir landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna að metframleiðsla verði á nautakjöti þar í landi 2018 og að hún fari í 12,6 milljónir tonna. Spáð metútflutningi á nautakjöti frá Bandaríkjunum Nautakjötsútflutningur frá Banda- ríkjunum í fyrra var sá næstmesti í sögunni, eða 1.263.456 tonn. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs jókst nautakjötsútflutningurinn úr 216.075 tonnum í 240.726 tonn frá sama tímabili í fyrra, eða um 11%. Þá var einnig um 10% aukning á útflutningi ýmissa nautakjötsafurða og nam sá útflutningur samanlagt 394.420 tonnum fyrstu þrjá mánuði ársins. Samkvæmt spá landbúnaðarráðuneytis Banda- ríkjanna mun verða metútflutningur á nautakjöti í ár og að hann muni aukast um 10% og nema 1,4 milljónum tonna. Helstu kaupendur eru Japanir, Kóreubúar, Kínverjar og Mexíkóbúar samkvæmt tölum Kjötútflutningssamtaka Bandaríkjanna (U.S. Meat Export Federation). Evrópusambandið sem slíkt hefur samkvæmt sömu upplýsingum dregið úr nautakjöts- innflutningi frá Banda ríkjunum um 19% á meðan Þjóðverjar hafa aukið innflutninginn á nautakjöti um 23% og nautakjötsafurðum um 20%. Auk þess hefur svínakjötsútflutningurinn aukist um 5% þótt dregið hafi úr útflutningi annarra svínaafurða. Flytja líka út kindakjöt Þótt fáir Íslendingar viti af því þá flytja Bandaríkjamenn út kindakjöt og sauðfjárafurðir þó í litlum mæli sé. Þannig fluttu þeir út 526 tonn af kindakjöti fyrstu þrjá mánuði þessa árs, þar af 37 tonn til ríkja Evrópusambandsins og 21 tonn til Bretlands. Er það nokkuð sérstakt þar sem breskum bændum hefur gengið illa að markaðssetja sitt eigið kindakjöt. Ekki er að sjá að bandarískt kindakjöt hafi þó verið flutt til Íslands. Tollmúrar við Kína kunna að auka þrýsting á öðrum mörkuðum Landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna segir að hækkandi tollar kunni að hafa áhrif á útflutning Bandaríkjamanna á kjöti. Er það væntanlega afleiðing af stefnu Donalds Trump forseta í viðleitni hans til að hefta innflutning með það að markmiði að auka innanlandsframleiðslu. Í sumum tilvikum verður þessu svarað með hærri tollum á bandarískar kjötvörur sem gætu hækkað úr 24,3% í 50,7%. Það útilokar bandarískan útflutning nema framleiðendur séu tilbúnir að taka á sig skellinn sem gæti leitt til gjaldþrota í greininni. Einnig eykur þetta þrýsting um sölu á öðrum mörkuðum. Kjötinnflutningur til Bandaríkjanna hefur aukist um 3% Hafa verður í huga að Bandaríkin hafa líka flutt inn mikið af nauta- kjöti og öðrum kjöttegundum. Samkvæmt tölum landbúnað- arráðuneytis Bandaríkjanna hefur orðið 3% aukning á kjötinnflutn- ingi milli ára. Á tólf mánaða tímabili nemur hann 726.542 þúsund tonnum. Mest kemur frá Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Mexíkó. 96% aukning á kjötinnflutningi frá Íslandi Til gamans má geta þess að 96% aukning hefur verið á kjötinnflutningi frá Íslandi á síðustu 12 mánuðum. Það mun þó sennilega ekki setja bandaríska kjötmarkaðinn á hliðina því innflutningurinn á íslenska kjötinu jókst einungis úr 17 tonnum í 34 tonn samkvæmt tölum USDA. Nautakjötsneysla á heimsvísu er um 6,6 kg á mann Meðalneysla á nautakjöti á heimsvísu er sögð vera 6,6 kg á hvert mannsbarn á ári. Í Bandaríkjunum og í Brasilíu er nautakjötsneyslan mun meiri, eða að meðaltali um 0,5 kg á viku. Það gerði 26 kg á mann að meðaltali á ári 2014. Hún var 14,1 kg á mann á Íslandi árið 2015. Þar við bætist kjötneysla af öðrum dýrum, eins og lambakjöt, svínakjöt og alifuglakjöt. Bandaríkjamenn hafa síðan verið að draga mjög úr neyslu á nautakjöti, eða um 19%, ef marka má tölur Natural Resourges Defense Council (NRDC). www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 CONOR HAUGSUGUR GRÆNA 12,500 lítra tankur Dæla 11,000 lítra Dekk 30,5R32 BKT690 Sjónpípa á tank Niður tekinn öxull Drifskaft með tvöföldum lið Áfyllibúnaður 6” Extra innport 6” 43” baklúga GALVANISERUÐ 12,500 lítra tankur Dæla 13,500 lítra Dekk 850/50-30,5 Sjónpípa á tank Niður tekinn öxull Drifskaft með tvöföldum lið Áfyllibúnaður 8” Extra innport 6” 43” baklúga Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar. EIGUM TIL MJÖG VEL ÚTBÚNAR HAUGSUGUR GRÆNT ALLA LEIÐ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.