Bændablaðið - 07.06.2018, Qupperneq 22

Bændablaðið - 07.06.2018, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Ný stjórn Landbúnaðarklasans var kjörin á aðalfundi hans í síðasta mánuði. Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn Véla, tekur við formannshlutverkinu af Ara Edwald, forstjóra MS. Landbúnaðarklasinn var formlega stofnaður árið 2014 en markmið hans eru fyrst og síðast að tengja saman þá aðila sem vinna í landbúnaði og matvælaframleiðslu og stuðla að aukinni arðsemi og nýsköpun innan greinarinnar. Starfsemi klasans fór hægt af stað en á síðustu misserum hafa hlutirnir komist á meiri hreyfingu. Gerður var samstarfssamningur við Sjávarklasann og Matarauð Íslands sem fólst meðal annars í aðstöðu fyrir frumkvöðla í húsnæði Sjávarklasans á Granda í Reykjavík. Fyrirtæki sem meðal annarra hafa notið góðs af því samstarfi eru Lava cheese, Pure Natura, Ljótu kartöflurnar og Gagnsjá ehf. Áfram unnið að nýsköpun Finnbogi Magnússon segist hafa miklar væntingar til nýrrar stjórnar Landbúnaðarklasans. Hann á von á því að áfram verði unnið að því að ýta undir nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í starfsemi klasans. „Persónulega er ég mjög spenntur fyrir starfinu því það er fátt skemmtilegra en að vinna með hugmyndaríku fólki og finna leiðir til að hjálpa frumkvöðlum til að þróa og þroska sínar hugmyndir þannig að úr verði arðsöm starfsemi,“ segir Finnbogi og bætir við að á síðasta starfsári hafi klasanum tekist að styðja við og aðstoða forvígismenn sjö áhugaverðra verkefna. „Það er gaman að segja frá því að eitt þeirra verkefna, Lava Cheese, er nú þegar komið í útrás til Svíþjóðar. Mín sýn er að á næstu árum munum við sjá mikla nýsköpun í landbúnaði þar sem áhersla verður lögð á að auka verðmæti bæði grunn- og hliðarafurða framleiðslunnar.“ Leysum krafta úr læðingi Finnbogi segir að ferðamanna- straumurinn til Íslands skapi gríðarleg tækifæri fyrir innlenda matvælaframleiðslu og þróun ýmiss konar sérvara. „Við höfum á undanförnum árum séð hvers konar grettistaki Sjávarútvegsklasinn hefur lyft fyrir sjávarútveginn og draumur okkar í stjórninni er að hjálpa til við að leysa úr læðingi svipaða orku innan landbúnaðarins,“ segir hann. Til sjávar og sveita Það sem er fram undan hjá Landbúnaðarklasanum, að sögn Finnboga, er mótun starfseminnar og fjármögnun. Þá hefur Landbúnaðarklasanum verið boðið að taka þátt í viðskiptahraðli á vegum Startup Iceland. „Við í stjórninni erum þessa dagana að vinna að því að tryggja klasanum aukið fjármagn þannig að við getum m.a. ráðist í gríðarlega spennandi verkefni í samstarfi við Startup Iceland sem nefnist Til sjávar og sveita. Það gengur út á að leita uppi frumkvöðla með áhugaverðar hugmyndir á sviði nýsköpunar í landbúnaði og sjávarútvegi. Hugmyndin er að halda kynningarfundi um allt land í haust og áhugasamir aðilar senda í kjölfarið inn umsóknir. Tíu hugmyndir verða valdar til þátttöku í þessu verkefni og munu þeir aðilar fá handleiðslu sérfróðra aðila við þróun sinna hugmynda sem endar síðan með kynningu fyrir fjárfestum ef menn vilja.“ Starfið fjármagnað með árgjöldum Finnbogi segir að bæði fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í starfsemi Landbúnaðarklasans. Klasastarfið er fjármagnað með árgjöldum sem eru sniðin að stærð fyrirtækja. Sem þátttakendur í Landbúnaðarklasanum gefst fyrirtækum tækifæri á að taka þátt í spennandi starfi og stuðla að nýsköpun og framþróun landbúnaðarins. „Efling og áframhaldandi uppbygging íslensks landbúnaðar er mikilvæg fyrir íslenska þjóð og með því að greiða árgjald klasans eru fyrirtæki og einstaklingar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og verða þannig óbeint þátttakendur í þeirri uppbyggingu,“ segir Finnbogi að lokum. Áhugasamir um starfsemi Landbúnaðarklasans geta haft samband í netfangið landbunadarklasi@gmail.com og séð upplýsingar á vefsíðunni www. landbunadarklasinn.is /TB Finnbogi Magnússon er nýr stjórnarformaður Landbúnaðarklasans: „Munum sjá mikla nýsköpun í land- búnaði á næstu árum“ Mynd / TB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.