Bændablaðið - 07.06.2018, Page 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Þrír lokaársnemar í skrúð-
garðyrkju við Garðyrkju skóla
Landbúnaðar háskóla Íslands unnu
í vor að gerð matjurtagarðs í Viðey
í samvinnu við Borgarsögusafn
Reykjavíkur. Garðurinn er
í anda matjurtagarðs Skúla
Magnússonar landfógeta, sem
var frumkvöðull og hvatamaður
matjurtaræktunar á Íslandi.
Um miðja 18. öld urðu tímamót
í sögu Íslands með tilraunum til að
reisa við og nútímavæða atvinnuvegi
þjóðarinnar. Á tímabilinu sem kennt
er við Innréttingarnar var reynt
við ullarvinnslu, veiðarfæragerð,
útgerð og vinnslu á brennisteini.
Auk þess sem stundaðar voru
jarðræktartilraunir.
Skúli Magnússon landfógeti var
helsti boðberi upplýsingarinnar
hér á landi og helsti drifkrafturinn
á bak við stofnun Innréttinganna.
Skúli hafði aðsetur í Viðey eftir að
hann tók við stöðu landfógeta og
reyndi fyrir sér með ræktun ýmissa
matjurta.
Garður í anda garðs Skúla
Lokaverkefni skrúðgarðyrkju-
nemanna Einars Arnar Jónssonar,
Kristínar Snorradóttur og
Jóhanns Böðvars Skúlasonar við
Garðyrkjuskóla Landbúnaðar-
háskóla Íslands var að setja
upp matjurtagarð í Viðey í
anda garðs Skúla Magnússonar.
Verkefnið er unnið í samvinnu við
Borgarsögusafn Reykjavíkur. Helga
Maureen Gylfadóttir, starfsmaður
safnsins, átti hugmyndina en
tengiliður við safnið var Guðmundur
D. Hermannsson, verkefnastjóri
Viðeyjar.
Garðurinn er annars vegar
hugsaður til að heiðra minningu
frumkvöðlastarfs Skúla og halda á
lofti þeim gróðurtilraunum sem hann
stóð fyrir og á garðurinn í framtíðinni
að vera hluti af sýningunni sem
tengist Viðeyjarstofu.
Einar segir að ekki sé vitað með
vissu hvernig garður Skúla leit út í
raun eða hvaða efnivið hann notaði
í garðinn og því hafi verið notað-
ur nútíma efniviður í hann, borð í
karma og akríldúkur til að skýla
plöntunum. „Við vitum aftur á móti
hvað hann ræktaði vegna þess að
það liggur eftir hann plöntulisti og
við miðuðum okkar plöntuval við
þann lista.
Listi Skúla er ekki endanlegur
en við vitum að hann ræktaði
talsvert af kartöflum, sjö
mismunandi tegundir af káli,
tvær tegundir af radísum,
rófur, kryddjurtir og tóbak.
Kúmen, sem nú vex villt í
eyjunni, er einnig frá Skúla
komið og í eyjunni er örnefnið
Tóbakslaut sem ber bjartsýni
landfógetans gott vitni og talið
að hann hafi ræktað tóbaks-
jurtina þar.
Við fylgjum listanum laus-
lega og þar sem ekki er vitað
hvaða yrki Skúli var að reyna
ræktum við nútímasortir og við rækt-
um þrjár tegundir af káli en ekki sjö.“
Hugmyndin komin frá
Borgarsögusafninu
„Hugmyndin að gerð garðsins
kom frá Borgarsögusafni og
er í anda hugmyndar þar sem
nemar í skrúðgarðyrkju við
Garðyrkjuskólann settu upp
sögugarð á Árbæjarsafninu fyrir
nokkrum árum.
Borgarsögusafnið greiddi fyrir
aðföng og það efni sem þurfti til að
gera garðinn og flutning þess út í
Viðey en við hönnuðum garðinn og
lögðum til vinnuna við gerð hans
sem nemendaverkefni.
Við þurftum að flytja talsvert af
efni út í Viðey vegna garðsins. Mig
minnir að það hafi verið átta stórir
sekkir af mold auk smíðatimburs og
það tók meiri tíma en við höfðum
ætlað í upphafi. Í stíga og undir
ræktunarkarmana notuðum við
fjörugrjót sem þurfti að sortera
talsvert til að fá réttar stærðir.
Við hönnun garðsins höfð-
um við lækningajurtagarðinn á
Seltjarnarnesi til hliðsjónar og
hugmyndir manna um það hvernig
garðar litu út um miðja átjándu öld.
Upphaflega stóð til að framlengja
mön sem er ekki langt frá garðinum
og nota hana sem skjólgjafa en það
reyndist ekki gerlegt þar sem erfitt
er að komast í gott jarðefni í eynni
án þess að valda óþarfa raski.
Í staðinn kom upp sú hugmynd að
byggja skjólgrindur úr trjágreinum
og stofnum sem féllu til við grisjun
garða og átti Kristín heiður að
endanlegri útfærslu og gerð hennar.
Grindurnar eru þannig gerðar að
reknir eru niður staurar hlið við hlið
og greinar lagðar á milli þeirra og
girðingin var ekki fyrr komin upp en
hún sannaði ágæti sitt í vestanhríð
sem skall á.
Okkar aðkoma að garðinum
er lokið sem slíkri nema hvað við
gerðum umhirðuáætlun fyrir safnið
til að auðvelda starfsfólki þess
framhaldið.“
Frumkvöðull og forgöngumaður
Rennandi vatn
allt árið - í garðinum
• Garðhanann þarf að setja upp á frostfríu svæði, 80cm niður í jörðina.
• Allar leiðslur að honum verður að leggja undir frostlínu.
• Við tæmingu á vatni úr Garðhananum, skal láta vatn renna út í jarðveg-
inn. Hentugur jarðvegur í kringum vatnstæmingarboxið er möl sem tekur
vel við vatni.
• Áður en frosta-tími hefst skal snúa Garðhana lokanum í „closed” stöðu
til að tæma leiðslur niður í frostfrítt svæði.
• Á frost-tíma, eða ef frosthætta er, skal snúa Garðhana lokanum í
„closed” stöðu eftir hverja notkun. Þessi aðferð gerir þér kleift að nota
rennandi kranavatni í frosti - allan veturinn.
• Til þess að afrennsli sé virkt, skal aftengja slöngur og aðra tengihluti sem
geta komið í veg fyrir vatnstæmingu.
Garð hani
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Söguminjagarður í Viðey:
Matjurtagarður í anda Skúla fógeta
Lokaverkefni skrúðgarðyrkjunemanna Jóhanns Böðvars Skúlasonar, Einars Arnar Jónssonar og Kristínar Snorradóttur við Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla
Íslands var að setja upp matjurtagarð í Viðey í anda garðs Skúla Magnússonar frá 1753. Mynd / Ágústa Erlingsdóttir.
Flytja þurftir mikið af ræktunarmold, timbri,
grisjunarviði og verkfærum út í Viðey til þess
að hægt væri að búa garðinn til.
tóbak.
Tegundir í matjurtagarði Skúla fógeta
Berjarunnar
Stikilsber Ribes uva crispa
Rauðrifs/Garðarifs Ribes rubrum‘Jonkheer Van Tetz’
Grænmeti
Hvítkál Brassica oleracea var. capitata f. alba
Grænkál Brassica oleracea var. acephala
Mizuna-kál Brassica napa var. nipposinica.
Rauðrófa Beta vulgaris esculenta
Gulrófa Brassica napus var. Napobrassica
Radísur/hreðkur Raphanus sativus radicula (2-3 teg)
Kartöflur Solanum tuberosum
Krydd
Sellerí Apium graveolens
Karsi Lepidium sativum
Timían Thymus vulgaris
Dill Anethum graveolens
Tóbak Nicotiana rustica