Bændablaðið - 07.06.2018, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Geysimikið sandveður í Mývatnssveit:
Heilmikið rof, sandskaflar á
girðingum og tjón á bílum
AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL
Sandfok í Mývatnssveit 20. maí 2018. Mynd / Daði Lange Friðriksson
Geysimikið sandveður gekk yfir
Mývatnssveit á hvítasunnudag,
20. maí síðastliðinn, hið mesta í
mörg ár. Afleiðingarnar eru ekki
að fullu komnar í ljós, en vitað
að töluvert var um skemmdir á
bílum, ferðalangar gátu
ekki barið náttúruperl-
ur augum og líkur eru á
að nýjar sáningar hafi að
hluta til misfarist.
Daði Lange Friðriks-
son, héraðsfulltrúi
Landgræðslunnar á
Norðurlandi eystra, segir
að gríðarlegt magn af efni
hafi verið á ferðinni þennan
sunnudag og rofmátturinn
svakalegur.
„Gróður var á þess-
um tíma rétt að byrja að
kvikna, hann er á þeim tíma
afar viðkvæmur og hefur
enga burði til að takast á
við veður af þessu tagi.
Mikið er af lausum efnum
á yfirborði eftir veturinn.“
Álíka mikið rof og
heildarrof undanfarinna
5 til 6 ára
Daði metur það svo að rofið
í þessu eina veðri sé álíka mikið og
heildarrof undanfarinna 5 til 6 ára.
Hann nefnir einnig að í veðrinu
hafi orðið mikil losun á kolefni og
fylgdi því mikil mengun. Þó nokkuð
er um að heilmiklir sandskaflar hafi
hrúgast upp á girðingar og þá telur
Daði líklegra en ekki að melsán-
ingar, m.a. í Grænavatnsbruna og
á Miðfjöllum, hafi misfarist að hluta
til. „Við eigum eftir að fara um þau
svæði og skoða hvernig veðrið hefur
leikið sáningarnar. Okkur hefur enn
ekki gefist tími í það,“ segir hann.
Silungur gæti hafa drepist i
vatninu
Íbúar á svæðinu minnast þrálátra
suðvestanátta t.d. í kringum árið
1980 og veðurfar var með svipuðum
hætti árið 1992, en það ár var áttin
suðvestanstæð í 4 til 6 vikur nánast
samfellt. Daði vitnar í svartsýnan
eldri bónda í Mývatnssveit sem hafði
á orði að silungur í vatninu gæti hafa
drepist í veðrinu. Vatnsgangurinn
hafi verið slíkur að efni á botninum
rótaðist upp, gruggið gæti hafa sest í
tálknin á silungnum og hann drepist.
„Eitthvað hefur veiðst af silungi
í Mývatni eftir að veðrið gekk yfir,
svo hann hefur að minnsta kosti ekki
allur drepist,“ segir Daði.
Þurrt land og auðvelt
að komast um
Óvenjusnjólétt er á svæðinu
umhverfis Mývatnssveit þetta
vorið og segir Daði að oft hafi verið
skroppið á vélsleða á Kröflusvæðinu
um mánaðamótin maí-júní en núna
sé það útilokað. Landið er þurrt og
auðvelt að komast um. Hólasandur
er t.d. orðinn nánast snjólaus sem er
mjög óvanalegt.
„Við munum líka eftir því að
vorið 2006 byrjaði að snjóa 17. maí
og það var úrkoma samfellt í heila
viku, þannig að staðan núna er frekar
óvenjuleg,“ segir hann. /MÞÞ
OPIÐ:
Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18
Föstudaga kl. 9 - 17
Lokað á laugardögum í sumar
GASELDAVÉLAR
HÁGÆÐA
3ja ára ábyrgð
ELBA Í YFIR
60 ÁR
Þessi mynd frá NASA sýnir umfang
sandfoksins 20. maí síðastliðinn.
Sandfok er greinilega ekki óalgengt í
Mývatnssveit. Þessi mynd var tekin af
nauðausturhorni Íslands úr gervihnetti NASA
þann 17. september 2008.
Þarna má vel greina sandstorminn í bakgrunni.
Jarðböðin í Mývatnssveit. Mynd / HKr.
Skútustaðahreppur selur hlut sinn
í Jarðböðunum í Mývatnssveit
Skútustaðahreppur hefur selt
hlut sinn og nýtir hagnað til
brýnna verkefna.
Salan á sér nokkra forsögu,
en vorið 2015 barst óformlega
fyrirspurn til sveitarstjórnar þar
sem spurt var um vilja þess til
sölu á tæplega 6% hlut sínum í
Jarðböðunum og boðnar 50 til 70
milljónir króna fyrir. Því tilboði
var af hálfu sveitarstjórnar hafnað.
Erindið hreyfði hins vegar við
málinu á vettvangi sveitarstjórnar
enda er eignarhald á hlut í slíku
félagi og rekstur slíks fyrirtækis
ekki hluti af kjarnastarfsemi
sveitarfélagsins. Þar að auki lá fyrir
að ýmis brýn uppbyggingarverkefni
biðu sveitarfélagsins á næstu
misserum. Á fundi sveitarstjórnar
Skútustaðahrepps í desember
árið 2016 var samþykkt
bókun þess efnis að hlutabréf
Skútustaðahrepps í Jarðböðunum
yrðu seld ef viðeigandi verð
fengist fyrir.
Tvö tilboð
Tvö tilboð bárust í allan hlut
sveitarfélagsins og tvö tilboð í
minni hlut. Sveitarstjórn samþykkti
að taka hæsta tilboðinu, en það
hljóðaði upp á 263,7 milljónir króna
fyrir 5,86% hlut sveitarfélagsins.
Tilboðið kom frá aðila sem ekki
var hluthafi í félaginu og reyndist
það 27% hærra en verðmatið sem
sveitarfélagið hafði látið gera og
56,7% hærra en verðmatið sem
stjórn Jarðbaðanna lét vinna.
Þrír hluthafar nýttu forkaupsrétt
Stjórn félagsins hefur forkaupsrétt
að fölum hlutum í hlutföllum
við hlutafjáreign sína, hún féll
frá sínum forkaupsrétti en þrír
hluthafar, Tækifæri hf., Íslenskar
heilsulindir ehf. og Landsvirkjun,
nýttu sér forkaupsréttinn og gengu
því inn í tilboð hæstbjóðanda í
hlutfalli við hlutafjáreign sína.
Sveitarstjórn hefur lýst yfir
ánægju sinni með niðurstöðuna og
hversu vel tókst til með söluferlið.
Söluverðmætið nam sem fyrr segir
tæplega 264 milljónum króna, en að
frádregnum fjármagnstekjuskatti
og söluþóknun var hreinn
söluhagnaður 195 milljónir króna.
Hagnaður nýttur til brýnna
verka
Á minnisblaði sem lagt var fram
á fundi sveitarstjórnar í október
2017 var lagt til að söluhagnaði
yrði ráðstafað m.a. til að greiða
upp skuldir sveitarfélagsins,
að fara í nauðsynlegar
gatnagerðarframkvæmdir og
frekara viðhald á fasteignum. Þá
kemur fram á blaðinu að hagnaður
verði einnig notaður til að hefja
uppbyggingu Þekkingar- og
menningarseturs við Skjólbrekku,
hefja undirbúning við byggingu
sundlaugar, en einnig var
hluti hagnaðar eyrnamerktur
Umbótaáætlun sveitarfélagsins
í fráveitumálum. Um fjórðungur
fjárins fer í varasjóð. /MÞÞ