Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Kókospálmar eru til margs nyt- samlegir og stundum kallaðir tré lífsins. Auk þess sem kókoshnetur eru hluti af daglegri fæðu millj- óna manna er plantan nýtt til hús- byggingar, til að búa til nytjahluti og listmuni. Fjöldi manna deyr á hverju ári þegar það verður fyrir kókoshnetu sem fellur af kókospálmum. Heimsframleiðsla á kókoshnetum hefur aukist úr 51 milljón tonna aldamóta árið 2000 í um 60 milljón frá 2007. Samkvæmt áætlun FAOSTAD var heimsframleiðsla á kókoshnetum árið 2016 rétt rúm 59 milljón tonn en mest var hún árið 2013, rúm 62 milljón tonn. Kókospálmar eru ræktaðir til framleiðslu á kókoshnetum í um 90 löndum. Indónesía er stærsti ræktandi kókoshneta í heiminum og framleiðir um 18,3 milljónir tonna á ári. Filippseyjar eru í öðru sæti og framleiða rúm 15, 3 milljónir tonna, í þriðja sæti er Indland með framleiðslu upp á tæp 12 milljón tonn. Í fjórða sæti er Brasilía með tæp 2,9 milljón tonn og í fimmta er Srí Lanka sem framleiðir rúmar 2,5 milljónir tonna af kókoshnetum á ári. Löndin þrjú sem rækta mest af kókoshnetum flytja einnig mest út af þeim. Kína, Malasía, Taíland, Bandaríki Norður-Ameríku, Evrópusambandið sem heild og Sameinuðu arabísku furstadæmin eru aftur á móti þau lönd sem mest flytja inn af kókoshnetum. Aftur á móti flytja lönd Evrópusambandsins, Bandaríki Norður-Ameríku, Kína, Malasía og Kína mest inn af kókosolíu. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn rétt rúm 27,8 tonn af heilum kókoshnetum árið 2017. Mestur var innflutningurinn frá Indónesíu 11,8 tonn, Taílandi rúm 5,8 tonn, Fílabeinsströndinni rúm 5,6 tonn og Bandaríkjum Norður-Ameríku rétt rúm tvö tonn. Innflutningur á hrárri kókos- hnetuolíu til matvæla framleiðslu var rúm 53 tonn, mest frá Srí Lanka, rúm 18,4 tonn og Bretlandseyjum, rúm 13,5 tonn. Af því sem kallast önnur hrá kókosolía voru flutt inn rúm 16,3 tonn árið 2017 og þar af 15,1 tonn frá Ítalíu. Alls gera þetta um 96 tonn af kókosnetum og kókoshnetuafurðum fyrir utan það magn sem er flutt inn í tilbúinni matvöru, drykkjum, sælgæti og snyrtivörum svo dæmi séu tekin. Eina tegundin í ættkvíslinni Cocos Kókospálmar, Cocos nucifer, eru af pálmaætt og eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cocos. Þeir eru sígrænir og geta orðið allt að 30 metrar að hæð þrátt fyrir að trefjaríkur stofninn sé sjaldnast meira en 30 sentímetrar að þvermáli. Afbrigði í ræktun eru yfirleitt lægri og til er dvergvaxið afbrigði kókospálma sem er vinsæl skraut- og stofuplanta. Vaxtarbroddur kókospálma er á toppi þeirra og þar vaxa 25 til 35 margskipt blöð, á löngum blaðstilkum, sem eru fjórir til sex metrar að lengd og allt að tíu kíló að þyngd. Eldri blöð detta af eftir því sem plantan hækkar og er stofninn hrufóttur og blaðlaus nánast upp í topp. Plantan hefur öflugar trefjarætur sem eru án rótarhára og ná nokkrar þeirra allt að fimm metra niður og halda trénu stöðugu. Rætur sem liggja ofarlega í jarðveginum ná sjaldnast út fyrir ystu blaðenda. Þær eru yfirleitt innan við 75 millimetrar að ummáli og halda sama ummáli frá stofni út í rótarenda. Nýjar rætur vaxa frá stofni kókospálma svo lengi sem tré lifir og hafa talningar sýnt að 70 ár gömul tré geta hafa myndað 3600 rætur. Kókospálmar bera þúsundir smárra blóma í stórum blómklösum sem hanga niður úr blaðhvirfingunni. Blómgun á sér stað á öllum árstímum. Plantan er tvíkynja en fræflar og frævur hvort í sínu blóminu. Kvenblómin eru töluvert stærri en karlblómin sem aftur á móti eru mun fleiri. Plantan er vind- og sjálffrjóvgandi en þar sem karl- og kvenblóm á sama tré opnast sjaldan á sama tíma er yfirleitt um frjóvgun milli nálægra einstaklinga að ræða. Vegna fjölda blóma er jörðin þakin krónublöðum eftir frjóvgun og blómfall. Kókoshnetur eru samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar steinaldin sem geta fullvaxið vegið allt að 1,5 kíló. Aldinið skiptist í þrjá hluta, fræskurn, fræhvítu og kími. Að utan er aldinið, sem er slétt, þakið trefjalagi. Innan í aldininu er fræhvítan, hinn eiginlegi kókos, og innan við hana er holrúm með vökva sem kallast kókosmjólk. Þrátt fyrir að stofnar kókospálma halli iðulega undan ríkjandi vindátt sveiflast stofninn sjaldnast til að nokkru ráði, ekki einu sinni í fárviðrum, þrátt fyrir að blöðin sláist hressilega til. Kjöraðstæður villtra kókospálma er í sendnum jarðvegi og þeir þola vel saltrík sjávarloft. Þeir kjósa mikla sól, reglulega úrkomu, milli 1500 og 2000 millimetra á ári, og loftraka milli 70 og 80%. Kjörhitastig á sumrin er um 32° á Celsíus en þeir geta lifað af við 4° Celsíus en þola ekki frost. Það tekur kókospálma í góðri ræktun sex til tíu ár að gefa af sér aldin og 15 til 20 ár að ná hámarksuppskeru sem er um 75 aldin á ári. Umdeildur uppruni Elstu steingervingar kókoshneta eru um 45 milljón ára gamlir og hafa fundist bæði í Ástralíu og á Indlandi. Elsti steingervingur af aldini pálma, Nypa fruticans, sem fundist hefur fannst aftur á mót í Suður-Ameríku. Þrátt fyrir fjölmargar tilgátur er ekki vitað með vissu um hvar uppruni kókospálma er. Almennt Myndatexti Myndakredit HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Fram undir miðja síðustu öld var kókosolía vinsælasta og mest notaða jurtaolía í heimi og meðal annars notuð í smjörlíki. heiminum. Mynd / VH að sækja kókoshnetu. Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.