Bændablaðið - 07.06.2018, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
TÆKNI&VÍSINDI
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018:
Flugvéladekkjaskeið, sturtuhandklæðaskápur
og hjálmalás skoruðu hæst
Nýsköpunarkeppni grunn skólanna
(NKG) var haldin í Háskólanum í
Reykjavík laugardaginn 26. maí.
Þetta er keppni í nýsköpun fyrir 5.–
7. bekk grunnskólanna en keppnin
var haldin í fyrsta skipti árið 1991
og er nú haldin í 28. sinn. Yfir 1.200
hugmyndir, frá 38 skólum víðs vegar
að af landinu, bárust að þessu sinni.
Dómnefnd valdi 26 hugmyndir,
sem 40 nemendur standa að baki, í
vinnusmiðjuna, þ.e. úrslitakeppni NKG
2018, sem fór fram í Háskólanum í
Reykjavík, dagana 24. og 25. maí.
Þrjár hugmyndir verðlaunaðar
Þrjár hugmyndir skoruðu hæst
í nýsköpunarkeppninni og voru
aðalvinningshafar eftirfarandi:
Fyrsta sæti
Guðjón Guðmundsson og Sölvi Páll
Guðmundsson í Rimaskóla, með
hugmynd sína flugvéladekkjaskeið,
en það er vindskeið sem sett er á
flugvéladekk, svo þau fara að snúast
fyrir lendingu. Viðurkenninguna fá þeir
fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu
hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi
í vinnustofu. Verðlaun: Acer Swift 3
SF314 14” fartölva að verðmæti 120
þús., í boði ELKO
Annað sæti
Jóakim Uni Arnaldsson í Vestur-
bæjarskóla, með hugmynd sína
Sturtuhandklæðaskápur, en það er
lítill skápur til að geyma handklæði,
síma o.fl. í sturtuklefunum sjálfum.
Viðurkenninguna fær hann fyrir
nýsköpun, raunsæi og útfærslu
hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi
í vinnustofu. Verðlaun: Samsung A8
farsími að verðmæti 70.000 kr. í boði
ELKO
Þriðja sæti
Salka Nóa Ármannsdóttir í
Vesturbæjarskóla, með hugmynd sína
Hjálmalás, en það er hjólreiðahjálmur
sem hægt er að nota til að læsa
reiðhjólinu. Viðurkenninguna fær hún
fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu
hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi
í vinnustofu. Verðlaun: Samsung J5
farsími að verðmæti 35.000 kr. í boði
ELKO
Sigurvegarar
í vinningsflokkum NKG
Fjármálabikar Arion banka:
Saga Líf Ágústdóttir og Ásdís Ósk
Brynjarsdóttir í Grunnskólanum á
Ísafirði sem hljóta „viðurkenningu
fyrir bestu fjármálalausnina“
með hugmynd sína Vasapeningar.
Verðlaun: Samsung J5 farsími í
boði ELKO.
Tæknibikar Pauls Jóhannssonar:
Trausti Helgi Atlason og Trausti
Ingólfsson í Varmahlíðarskóla í
Skagafirði hljóta viðurkenningu
fyrir framúrskarandi tæknilega
útfærslu með hugmynd sína
Rúlluendastimpill. Verðlaun:
Samsung J5 farsími að verðmæti
35.000 kr. í boði ELKO.
Samfélagsbikar NKG:
Sunneva Dís Freysdóttir og Lilja
Petrea Líndal í Brekkubæjarskóla
hljóta viðurkenningu fyrir
framúrskarandi samfélagslega
nýsköpun með hugmynd sína
Lestrarhjálp. Verðlaun: Samsung
J5 farsími að verðmæti 35.000 kr.
í boði ELKO.
Forritunarbikar NKG:
Ylfa Sól Þorsteinsdóttir í
Foldaskóla hlýtur viðurkenningu
fyrir framúrskarandi nýsköpun
þar sem forritunar er þörf með
hugmynd sína Fjölskyldutími.
Verðlaun: Samsung J5 farsími að
verðmæti 35.000 kr. í boði ELKO.
Hönnunarbikar NKG:
Katrín Angela Jónsdóttir í
Laugalækjarskóla hlýtur viður-
kenningu fyrir framúrskarandi
hönnun með hugmynd sína
Kúlukoddar. Verðlaun: Samsung
J5 farsími að verðmæti 35.000 kr.
í boði ELKO.
Örforritun Kóðans:
Vignir Gauti Guðjónsson og
Björn Darri Ásmundsson í
Brekkubæjarskóla, sem hljóta
viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi tæknilega nýsköpun þar sem
forritunar er þörf, með hugmynd
sína Svefnvaki.
Umhverfisverðlaun
Einkaleyfisstofu:
Freyja Gísladóttir og
Telma Rut Þorsteinsdóttir í
Grunnskóla Reyðarfjarðar,
sem hljóta viðurkenningu fyrir
framúrskarandi nýsköpun á sviði
umhverfismála með hugmynd sína
Plastleysari.
Fengu gjafabréf frá Fab lab
Eftirfarandi fá viðurkenn-
ingarskjal fyrir að komast í úrslit
Nýsköpunarkeppninnar ásamt gjafabréfi
í FAB LAB að verðmæti allt að 50.000
kr. Um er að ræða tveggja daga ferð í
Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands í Vestmannaeyjum. Innifalið
eru ferðir með Herjólfi, kennsla, efni,
matur og gisting:
Kristófer H. Kjartansson í
Hofsstaðaskóla með hugmynd sína
Regnshaldir (kápa).
Ásdís Ólafsdóttir í Hofstaðaskóla
með hugmynd sína Langur sópur.
Katrín Angela Jónsdóttir í
Laugalækjarskóla með hugmynd
sína Kúlukoddar.
Eyrún Hjálmarsdóttir og Valdís Una
Guðmannsdóttir í Flúðaskóla með
hugmynd sína SiliGos.
Þátttakendur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018.
Guðjón Guðmundsson og Sölvi Páll Guðmundsson í Rimaskóla, með
Jóakim Uni Arnaldsson í Vestur bæjarskóla, með hugmynd sína Sturtu-
handklæðaskáp.
Salka Nóa Ármannsdóttir í Vesturbæjarskóla, með hugmynd sína Hjálmalás.
Katrín Angela Jónsdóttir í
Laugalækjarskóla með hugmynd
sína Kúlukodda.
Sunneva Dís Freysdóttir og Lilja
Petrea Líndal í Brekkubæjarskóla
með hugmynd sína Lestrarhjálp.
Freyja Gísladóttir og Telma Rut Þor-
steinsdóttir í Grunnskóla Reyðar-
fjarðar með hugmynd sína Plast-
leysari.
Saga Líf Ágústdóttir og Ásdís Ósk
Brynjarsdóttir í Grunnskólanum
á Ísafirði með hugmynd sína
Vasapeningar.