Bændablaðið - 07.06.2018, Qupperneq 42

Bændablaðið - 07.06.2018, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 TÆKNI&VÍSINDI Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018: Flugvéladekkjaskeið, sturtuhandklæðaskápur og hjálmalás skoruðu hæst Nýsköpunarkeppni grunn skólanna (NKG) var haldin í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. maí. Þetta er keppni í nýsköpun fyrir 5.– 7. bekk grunnskólanna en keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og er nú haldin í 28. sinn. Yfir 1.200 hugmyndir, frá 38 skólum víðs vegar að af landinu, bárust að þessu sinni. Dómnefnd valdi 26 hugmyndir, sem 40 nemendur standa að baki, í vinnusmiðjuna, þ.e. úrslitakeppni NKG 2018, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík, dagana 24. og 25. maí. Þrjár hugmyndir verðlaunaðar Þrjár hugmyndir skoruðu hæst í nýsköpunarkeppninni og voru aðalvinningshafar eftirfarandi: Fyrsta sæti Guðjón Guðmundsson og Sölvi Páll Guðmundsson í Rimaskóla, með hugmynd sína flugvéladekkjaskeið, en það er vindskeið sem sett er á flugvéladekk, svo þau fara að snúast fyrir lendingu. Viðurkenninguna fá þeir fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi í vinnustofu. Verðlaun: Acer Swift 3 SF314 14” fartölva að verðmæti 120 þús., í boði ELKO Annað sæti Jóakim Uni Arnaldsson í Vestur- bæjarskóla, með hugmynd sína Sturtuhandklæðaskápur, en það er lítill skápur til að geyma handklæði, síma o.fl. í sturtuklefunum sjálfum. Viðurkenninguna fær hann fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi í vinnustofu. Verðlaun: Samsung A8 farsími að verðmæti 70.000 kr. í boði ELKO Þriðja sæti Salka Nóa Ármannsdóttir í Vesturbæjarskóla, með hugmynd sína Hjálmalás, en það er hjólreiðahjálmur sem hægt er að nota til að læsa reiðhjólinu. Viðurkenninguna fær hún fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi í vinnustofu. Verðlaun: Samsung J5 farsími að verðmæti 35.000 kr. í boði ELKO Sigurvegarar í vinningsflokkum NKG Fjármálabikar Arion banka: Saga Líf Ágústdóttir og Ásdís Ósk Brynjarsdóttir í Grunnskólanum á Ísafirði sem hljóta „viðurkenningu fyrir bestu fjármálalausnina“ með hugmynd sína Vasapeningar. Verðlaun: Samsung J5 farsími í boði ELKO. Tæknibikar Pauls Jóhannssonar: Trausti Helgi Atlason og Trausti Ingólfsson í Varmahlíðarskóla í Skagafirði hljóta viðurkenningu fyrir framúrskarandi tæknilega útfærslu með hugmynd sína Rúlluendastimpill. Verðlaun: Samsung J5 farsími að verðmæti 35.000 kr. í boði ELKO. Samfélagsbikar NKG: Sunneva Dís Freysdóttir og Lilja Petrea Líndal í Brekkubæjarskóla hljóta viðurkenningu fyrir framúrskarandi samfélagslega nýsköpun með hugmynd sína Lestrarhjálp. Verðlaun: Samsung J5 farsími að verðmæti 35.000 kr. í boði ELKO. Forritunarbikar NKG: Ylfa Sól Þorsteinsdóttir í Foldaskóla hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun þar sem forritunar er þörf með hugmynd sína Fjölskyldutími. Verðlaun: Samsung J5 farsími að verðmæti 35.000 kr. í boði ELKO. Hönnunarbikar NKG: Katrín Angela Jónsdóttir í Laugalækjarskóla hlýtur viður- kenningu fyrir framúrskarandi hönnun með hugmynd sína Kúlukoddar. Verðlaun: Samsung J5 farsími að verðmæti 35.000 kr. í boði ELKO. Örforritun Kóðans: Vignir Gauti Guðjónsson og Björn Darri Ásmundsson í Brekkubæjarskóla, sem hljóta viðurkenningu fyrir framúrskar- andi tæknilega nýsköpun þar sem forritunar er þörf, með hugmynd sína Svefnvaki. Umhverfisverðlaun Einkaleyfisstofu: Freyja Gísladóttir og Telma Rut Þorsteinsdóttir í Grunnskóla Reyðarfjarðar, sem hljóta viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun á sviði umhverfismála með hugmynd sína Plastleysari. Fengu gjafabréf frá Fab lab Eftirfarandi fá viðurkenn- ingarskjal fyrir að komast í úrslit Nýsköpunarkeppninnar ásamt gjafabréfi í FAB LAB að verðmæti allt að 50.000 kr. Um er að ræða tveggja daga ferð í Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum. Innifalið eru ferðir með Herjólfi, kennsla, efni, matur og gisting: Kristófer H. Kjartansson í Hofsstaðaskóla með hugmynd sína Regnshaldir (kápa). Ásdís Ólafsdóttir í Hofstaðaskóla með hugmynd sína Langur sópur. Katrín Angela Jónsdóttir í Laugalækjarskóla með hugmynd sína Kúlukoddar. Eyrún Hjálmarsdóttir og Valdís Una Guðmannsdóttir í Flúðaskóla með hugmynd sína SiliGos. Þátttakendur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018. Guðjón Guðmundsson og Sölvi Páll Guðmundsson í Rimaskóla, með Jóakim Uni Arnaldsson í Vestur bæjarskóla, með hugmynd sína Sturtu- handklæðaskáp. Salka Nóa Ármannsdóttir í Vesturbæjarskóla, með hugmynd sína Hjálmalás. Katrín Angela Jónsdóttir í Laugalækjarskóla með hugmynd sína Kúlukodda. Sunneva Dís Freysdóttir og Lilja Petrea Líndal í Brekkubæjarskóla með hugmynd sína Lestrarhjálp. Freyja Gísladóttir og Telma Rut Þor- steinsdóttir í Grunnskóla Reyðar- fjarðar með hugmynd sína Plast- leysari. Saga Líf Ágústdóttir og Ásdís Ósk Brynjarsdóttir í Grunnskólanum á Ísafirði með hugmynd sína Vasapeningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.