Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 50

Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Kýr og nautgripir almennt drekka mikið magn af vatni og vatn er jafnframt mikið notað við kúabúskap s.s. við þrif mjaltakerfa. Þá er vatnsnotkun við afurðavinnsluna einnig mikil og segja má að gott aðgengi að vatni sé ein grunnforsendan fyrir því að hægt er að stunda mjólkurframleiðslu. Við búum við þá einstöku auðlind að hafa aðgengi að góðu drykkjarvatni bæði fyrir menn og kýr um nánast allt land. En vatn er ekki ótakmörkuð auðlind og þó svo að hér á landi sé eftilvill gnótt vatns, er ástæðulaust að nota meira vatn en raunverulega er þörf á. Erlendis hefur vatnsnotkun í nautgriparækt notið vaxandi athygli og auknar áherslur á að draga úr vatnsnotkun í nautgriparækt hefur leitt til stórbættrar þekkingar á vatnsnotkuninni og þróunar á leiðum til betri nýtingar á vatni. 10 fötur af vatni Hvað sem sagt er um vatn og nýtingu á vatni þá er dagljóst að vatn á ekki að spara þegar kýrnar eru annars vegar. Vatn er mikilvægasta fóðrið sem við bjóðum kúnum okkar upp á og því betra og meira aðgengi sem við gefum kúm að vatni, því betur tryggjum við grunnforsendurnar til mikillar mjólkurframleiðslu. Kýr í góðri nyt þarf í kringum 10 fötur af vatni á dag eða um 100 lítra, til þess að halda uppi framleiðslunni og hafa þarf sérstaklega hugfast að kýr eru mest þyrstar eftir mjaltir og eftir fóðrun og því þarf að haga staðsetningu drykkjarkerja með þetta í huga. Þá eru kýr almennt latar og drekka einfaldlega minna, og framleiða þá minna af mjólk, ef þær fá ekki nóg vatn þegar þær vilja drekka. Það er því ekki bara nóg að hafa rétta staðsetningu á drykkjarkerjum, heldur þarf að vera nóg pláss fyrir kýrnar svo þær komist að. Aðrir gripir þurfa einnig gott aðgengi að vatni en vatnsflæðið og aðgengið skiptir hér minna máli. Tryggja þarf þó að allir gripir geti haft val um að drekka á tveimur stöð- um, þar sem annar staðurinn getur spillst eða teppst af grip sem er hærra í virðingarröðinni. Smákálfarnir braggast betur Vatn er einnig afar mikilvægt smákálfum sem eru fóðraðir á mjólk en ég sé þó enn smákálfastíur þar sem ekki er gott aðgengi að vatni og úr því þarf að bæta. Margir þeirrra bænda sem ég hef verið að vinna fyrir erlendis hafa talið að mjólkurdrykkjan væri einfaldlega nóg fyrir smákálfana. Það er að mörgu leyti rétt en þar sem við viljum ná sem mestum og bestum þroska í kálfana okkar þarf að bjóða þeim upp á aðengi að vatni líka. Þegar kálfarnir drekka vatn, fer það í vömbina en ekki aftur í vinstur eins og mjólkin, og þar hjálpar vatnið til við að skapa örverum heppilegt umhverfi og vambarstarfsemi kálfanna fer því fyrr og betur í gang. Þegar svo er, geta þeir fyrr tekið til við að éta fóðurbæti og gróffóður og þroskast því betur. Hreint vatn Rétt er að minna á mikilvægi þess að drykkjarvatnið sé alltaf af góðum gæðum og hreint og gildir það auð- vitað fyrir alla gripi en það er sér- staklega mikilvægt hjá smákálfunum þar sem þeir eru mun viðkvæmari fyrir smiti en eldri gripir. Þá hefur verið sýnt fram á að hin skæða bakt- ería E. coli getur dreifst út frá drykkj- arstöðum og því er enn mikilvægara að huga sérstaklega vel að þrifum á þeim. Þegar heitt er í fjósi þarf og á að þrífa alla drykkjarstaði daglega en þegar kaldara er má draga úr tíðninni niður í annan hvern dag. Mjaltakerfin nota mikið vatn Mjaltakerfin nota töluvert mikið af vatni bæði til forkælingar á mjólk sem og til kerfisþvottar og þá þarf auðvitað að nota vatn við almenn þrif á mjaltaaðstöðunni. Það er helst á þessum vettvangi sem kúabændur geta sparað vatnsnotkunina og eru nokkrar leiðir færar: Vatn er ódýrasti og umhverfis- vænsti kælimiðillinn sem völ er á fyrir mjólk og til þess að kæla niður einn lítra af mjólk þarf um 2-2,5 lítra af vatni. Á búi sem framleiðir eitt tonn af mjólk á dag þarf því að nota í kringum tvö til tvö og hálft tonn af vatni á dag og þó svo að þetta sé mikið magn af vatni, þá er þetta þó mun minna en það drykkjarvatn sem kýrnar drekka á degi hverjum. Því er upplagt að senda vatnið frá forkælinum inn á brynningarkerfið og t.d. í vatnsforðaker. Frá því má svo leiða lögn í bæði drykkjarkerin eða nýta til þess að spúla mjaltaaðstöðuna. Þessi ker eiga það reyndar til að safna í sig óhreinindum og því er mikilvægt að tryggja að vatnsforðaker séu tæmd Gríðarlegt tap hjá kanadískum býflugnabændum: Hafa tapað allt að 70% af býflugnastofninum í vetur Býflugnabændur í Onario-fylki í Kanada greina frá skelfilega mikl- um býflugnadauða eftir veturinn. Þriðjungur býflugnabænda segist hafa tapað 70% af stofni sínum samkvæmt fréttum frá Ontario Beekeepers’ Association (OBA). Samtök býflugnabænda létu gera könnun meðal 900 býflugnabænda eftir þann kalda vetur sem ríkti í Kanada. Um sjö af hverjum tíu sögðust hafa tapað að minnsta kosti 20% af sínum býflugnastofni og um 45% bændanna höfðu tapað að minnsta kosti 50% stofnsins. Ef tapið er yfir 50% er hægt að tala um hrun að sögn talsmanna OBA. Samkvæmt könnuninni kenna 43% bændanna löngum og köldum vetri um ástandið. Um 20% bænda kenna hins vegar mikilli notkun á skordýraeitri um býflugnadauðann. „Býflugnabúin verða í upp- byggingarfasa í allt sumar ef frjóvgun verður léleg og bændur munu lítið uppskera og tekjur því verða litlar sem engar af hunangsframleiðslu.“ Á vefsíðu Farmers Forum er rætt um stöðuna við býflugnabóndann Hugh Simpson í Singhamton í Grey County í Ontario. Hann segir að könnunin virðist gefa nokkuð nákvæma mynd af ástandinu miðað við viðtöl sem hann hafi átt við aðra bændur. Sagði hann að vorið 2017 hafi verið lélegt sem og fyrri hluti sumars. Aðeins þrír af 18 síðustu mánuðum hafi verið hagstæðir fyrir býflugur. „Þetta kemur mörgum á óvart og þegar ég segist vera vonsvikinn, þá meina ég að ég sé verulega vonsvikinn,“ segir Simpson. Tómstundabóndi sem glatar 50% af bústofninum er að tapa 10 til 20 búum. Atvinnubændur sem eru að tapa 50% gætu verið að missa um 1.000 bú. Samtök býflugnabænda hafa óskað eftir fjárhagsaðstoð til handa býflugnabændum svo þeim auðnist að byggja upp bú sín að nýju. Bændur sem eru með 50 bú eða fleiri eiga rétt á uppskerutryggingu frá Agricorp insurance til að mæta sínu tjóni af völdum veðurs, sjúkdóma og faraldra. Hugh Simpson segir að bændur þekki þó lítið til þessa kerfis og fáir skilji hvernig það virkar. /HKr. Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Samdráttur í tekjum kanadískra bænda Nettótekjur kanadískra bændabýla dróst saman um 2,5% samkvæmt opinberum tölum. Minnkuðu nettótekjur búanna úr 8,5 milljörðum Kanadadollara 2016 í 8,3 milljarða 2017 (660 milljarðar ísl. kr.). Er þetta í fyrsta skiptið síðan 2013 sem innkoma dregst saman í kanadískum landbúnaði. Mestur samdráttur varð í Ontario- fylki og í Saskatchewan. Er þetta samfara verulegri kostnaðaraukningu í kanadískum landbúnaði sem fer vaxandi. Heildar rekstrarkostnaður í kanadískum landbúnaði jókst á síðasta ári um 2,4% og nam aukningin 46,2 milljörðum Kanadadollara. Þetta kemur í kjölfar 0,5% kostnaðaraukningar á árinu 2016 og var þetta sjöunda árið í röð sem rekstarkostnaður hækkar. Þá jókst eldsneytiskostnaður á síðasta ári um 11,5%. Nokkuð misjafnt er milli búgreina hvernig staðan er. Þannig jókst sala á hinni olíuríku jurt canola um 7,3% og velta í þeirri ræktun jókst um 13,2%. /HKr. Betri nýting vatns í nautgriparækt RHFhjól ehf. Sími: 555 0595 Hljóðlát rafmagnshjól Tilvalin fyrir hestamenn og hestamanna- mót UTAN ÚR HEIMI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.