Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær
480-0000 - sala@aflvelar.is - www.aflvelar.is
i-vac 6 ryksugan er fyrir
mikla notkun. Hún er
hönnuð með fagfólki sem
gerir þessa ryksugu að
frábæru vinnutæki
i-mop XL gólfþvottavélin
auðveldar þrif, sparar
tíma og léttir lífið.
Hentar fyrir fyrirtæki
og stofnanir
www.i-
Bylting í
hreinlæti!
Hringhella 12, 221 Hafnarfjörður · Sími 565 1489 · isror@isror.is · www.isror.is
Hjá Ísrör færðu einangruð
hitaveiturör frá LOGSTOR
– Stálrör
– Stálfittings og samsetningar
– Pexrör
– Pexfittings og samsetningar
– PexElextra sveiganlegri plaströr
– Pexfittings og samsetningar
Og svo allt annað sem þarf til
hitaveitulagna
Nýtt hjá ÍSRÖR
Bjóðum nú kaldavatnslagnir
PE-100 og PE-80 ásamt
tilheyrandi fittings
Bjóðum einnig snjóbræðslurör
PP og PE
Jarðvinnsluvélar, áburðardreifarar og sáningarvélar
frá Sulky komnar í sölu hjá Vélavali.
Sulky er með söluhæstu tækjum á sínu sviði í vestur
Evrópu enda mjög virt og þekkt vörumerki.
S. 453 8888 - velaval@velaval.is
SULKY - NÝTT MERKI!
daglega eða tryggja
það mikla vatnsnotkun
að vatnið nái daglega
að endurnýja sig í
kerinu.
Varðandi kerfis-
þvottinn má einnig spara vatn með
því að nota eingöngu þriggja þrepa
þvott þ.e. forskolun, þá basískan eða
súran þvott til skiptis og svo skol
eftir þvottinn. Þvottur sem þessi,
með þeim þvottaefnum sem þekkjast
í dag, er nógu öflugur til þess að
halda líftölunni niðri og um leið
er þetta það þvottakerfi sem notar
minnst magn af vatni.
Að síðustu má nefna að þó svo að
ekki sé hægt að nýta forskolsvatnið
þar sem það inniheldur mjólkurleifar
þá má safna saman í ker bæði
þvottavatninu og skolvatninu frá
kerfisþvottinum. Þetta vatn er
svo hægt að nota til þess að spúla
mjaltakerfið með og þannig spara
vatn. Þeir sem eru með mjaltaþjóna
ættu einnig að geta gert þetta og nýtt
þannig vatnið betur.
Mikil vatnsnotkun erlendis
Ef við horfum út fyrir landsins
steina þá er víða gríðarlega mikil
notkun á vatni í nautgriparæktinni.
Þannig hefur t.d. verið reiknað út að
vatnsnotkun í nautakjötsframleiðslu
sé að jafnaði í kringum 15,5 tonn
á hvert einasta kíló af nautakjöti,
þegar það er komið til neytenda!
Er þá allt talið með þ.e. bæði vatn
sem þarf til vökvunar á akra og tún
vegna gróffóðurframleiðslunnar,
drykkjarvatn nautgripanna,
vatnið sem notað er við hreinsun
í sláturhúsum og kjötvinnslum og
þar fram eftir götunum. Þetta eru
margir vatnsdropar og því hefur
verið lögð á það áherslu að finna
leiðir til þess að draga úr þessari
miklu vatnsnotkun og það er hægt
með því að bændur, afurðastöðvar
og vinnsluaðilar kjöts gera það
sameiginlega.
Dæmi um þetta má nefna frá
Ítalíu þar sem sérstaklega var
horft til vatnsnotkunarinnar og
reynt að draga úr henni eins víða í
framleiðsluferlinu og mögulegt var
án þess að draga úr afkastagetunni
og með sameiginlegu átaki
framangreindra aðila tókst að draga
úr vatnsnotkuninni um 25% að
jafnaði á hvert selt kíló nautakjöts.
Afurðafyrirtækin leiðandi
Undanfarin ár hafa mjalta tækja-
framleiðendur komið
með margskonar
nýjungar og endurbætur
sem spara vatn við notkun
mjaltakerfanna og þá sér í
lagi dregið úr vatnsnotkun
mjaltaþjónanna. Það eru þó
afurðafyrirtækin í mjólkurvinnslu í
heiminum sem hafa leitt þróunina í
nautgriparæktinni þegar horft er til
minnkandi vatnsnotkunar.
Vatnsnotkun við afurðavinnslu
mjólkur, s.s. vegna þrifa og kælingar,
er oft þrisvar til fjórum sinnum
meira en mjólkurmagnið sjálft og
nýverið kom fram í Bretlandi að oft
er þessi vatnsnokun miklu meiri og
í raun óþarflega mikil.
Á þeim svæðum í heiminum, þar
sem vatn er nú þegar af skornum
skammti, hafa afurðastöðvarnar
neyðst til að leita leiða til
vatnssparnaðar og eru í dag til
dæmi um að hægt er að starfrækja
afurðastöðvar í mjólkuriðnaði
án þess að nota utanaðkomandi
vatn! Skýringin felst í margkonar
hreinsiferlum og endurnýtingu,
en þó aðallega í mjólkinni sjálfri!
Langstærsti hluti mjólkur er í
raun vatn og þegar mjólkin er
unnin fellur hluti af þessu vatni til
í afurðastöðinni og eftir síun og
hreinsun þess er þá hægt að nota
það rétt eins og annað vatn.
Heimildir úr ýmsum áttum
V
ið búum við þá einstöku auðlind að hafa aðgengi að góðu
drykkjarvatni bæði fyrir menn og kýr um nánast allt land.
En vatn er ekki ótakmörkuð auðlind og þó svo að hér á landi
sé ef til vill gnótt vatns, er ástæðulaust að nota meira vatn en
raunverulega er þörf á. Brúarforss - Mynd / HKr.
fra áHa hf i