Bændablaðið - 07.06.2018, Síða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Hitabeltisgróðurhúsið í Kew-
grasagarðinum í London er
nú aftur opið eftir að hafa
verið lokað í fimm ár vegna
endurbóta. Hítabeltishúsið
er stærsta gróðurhús í heimi
frá Viktoríutímabilinu og
endur bæturnar á húsinu þær
flóknustu sem gerðar hafa verið
á gróðurhúsi til þessa.
Hitabeltishúsið í Kew var
opnað almenningi árið 1863 og
þótti gríðarlegt undur og hámusteri
grasafræðinnar á þeim tíma þar
sem almenningur gat gengið um
og skoðað margs konar framandi
gróður, pálma, bananaplöntur,
vanillu og kakótré.
Húsið hafði staðið nánast
óbreytt í 150 ár þar til fyrir fimm
árum þegar hafist var handa við
endurgerð þess. Verkefnið var
flókið og þurfti meðal annars
að flytja um 10.000 plöntur í
geymslu, sinna þeim meðan á
endurbótunum stóð og koma þeim
aftur fyrir í húsinu að endurbótum
þess loknum. Endurbyggja þurfti
stóran hluta stálgrindar hússins og
skipta um hátt í 15.000 gler.
Mest einmana tré í heimi
Í húsinu er að finna margar
sjaldgæfar plöntur og plöntur
sem hafa staðið í húsinu frá
því að það var byggt. Þar er
meðal annars að finna pálma af
tegundinni Encephalartos woodii
og kallaður er mest einmana tré
í heiminum enda með þeim allra
sjaldgæfustu. Tréð þekkist ekki
lengur í náttúrunni og öll tré í
ræktun eru karlkyns.
Önnur sjaldgæf planta í húsinu
kallast Dombeya mauritiana. Tré
sem talið var útdautt þar til það
fannst í plöntuleitarleiðangri
grasafræðinga frá Kew á eyjunni
Máritíus út af Madagaskar fyrir
fáeinum árum.
Rannsóknir sem tengjast
plöntunum í hitabeltishúsinu
eru margar hluti af alþjóðlegu
samstarfi sem felst í endurheimt
gróðurs á svæðum sem eru illa
farin af mannavöldum.
Endurreist til fyrri fegurðar
Sir David Attenborough sagði við
opnun hússins að það hafi verið
endurgert til fyrri fegurðar og að
hann hlakkaði til að heimsækja
það í framtíðinni. Auk þess sem
Attenborough minnti á að Kew-
garðurinn væri mikilvægasti
rannsóknargrasagarður í heimi
og starfið þar ómetanlegt.
Auk þess sem garðurinn er
lifandi plöntusafn er þar að
finna eitt stærsta safn í heimi af
þurrkuðum plöntusýnum. Margar
af þurrkuðu plöntunum eru
svokölluð frumeintök sem notuð
eru þegar kemur að greiningu
plantna í tegundir. Þar er meðal
annars að finna plöntusafn
Darwins sem hann hafði með sér
heim eftir að hafa siglt umhverfis
jörðina á HMS Beagle.
Plöntur endurnýjaðar
Við endurgerð hússins voru
margar af hæstu plöntunum
klipptar niður eða ný og
lágvaxnari eintök sett í staðinn
fyrir þau gömlu. Með þessu
fæst meiri birta inn í húsið og
auðveldara er fyrir gesti að skoða
plönturnar þar sem krónur margra
þeirra eldri náðu orðið alveg upp
í loft gróðurhússins.
Dýr viðgerð
Upphafleg kostnaðaráætlun gerði
ráð fyrir að viðgerðin myndi kosta
34,3 milljónir sterlingspunda.
Endanlegur kostnaður var nokkuð
hærri, eða 41 milljón sterlingpund,
sem jafngildir 5,7 milljörðum
íslenskra króna. Viðgerðin var
að stórum hluta fjármögnuð með
ágóðanum af lottómiðasölu og
opinberum fjárveitingum. /VH
Kew-grasagarðurinn:
Hitabeltishúsið opnað eftir miklar endurbætur
Stóðhestarnir Rauðskeggur
og Kolskeggur frá Kjarnholtum
1 munu taka á móti hryssum í
Kjarnholtum 1 frá og með 10. júlí.
Rauðskeggur hefur hlotið 8,76
í aðaleinkunn, þ.e. 8,68 fyrir
sköpulag og 8,80 fyrir kosti.
Kolskeggur hefur hlotið 8,86 í
aðaleinkunn, þ.e. 8,74 fyrir
sköpulag og 8,94 fyrir kosti.
Heildarverð undir hvorn hest er
150 þús. kr. með vsk.
Innifalið er girðingargjald og ein
sónarskoðun.
Bókanir fara fram í gegnum netfangið kjarnholt01@gmail.com
og í síma 862 2847 eða 486 8932.
RAUÐSKEGGUR & KOLSKEGGUR FRÁ KJARNHOLTUM 1
SÖGUR & SAGNIR ÚR SVEITINNI
Jarpur Magnúsar Ketilssonar
Bókaútgáfan Sæmundur sendi
nýlega frá sér endurútgáfu á
bókinni Forystu-flekkur og fleiri
sögur sem kom fyrst út árið 1950. Í
bókinni er að finna fjölbreytt úrval
sagna um menn og málleysingja
sem flestar eru frá því um og fyrir
aldamótin 1900.
Bændablaðið mun í samvinnu við
Bókaútgáfuna Sæmund birta hluta
þessara sagna í næstu tölublöðum.
Meðan Magnús sýslumaður
Ketilsson (d. 1803) bjó í Búðardal
var það vani hans að láta stóðhross
sín ganga inni í Saurbæ sumar
og vetur. Einu sinni tók hann
þaðan úr stóðinu jarpan hest,
sex vetra gamlan, og hafði aldrei
mannshönd á honum tekið fyrr.
Fóru þá vinnumenn að temja hann
eins og sýslumaður hafði sagt þeim.
Var hann þeim baldinn, en þeir lítt
vandaðir, og fluttu þeir einn dag á
honum kaupstaðarvöru frá morgni
til nóns. Vissi sýslumaður ekkert
um meðferðina á hestum sínum. Var
þá sprett af hestunum og Jarpi með
þeim og þeir reknir út fyrir tún, en
fólkið fór inn að snæða.
Rétt á eftir kom stúlka út og sá
þá Jarp standa við bæjardyrnar. Hún
fór inn og segir það piltunum, en
þeir skipuðu henni að reka klárinn
út fyrir tún, og það gerði hún. Síðan
fór hún inn og út aftur eftir skamma
stund og sér þá Jarp á sömu hellunni
og áður. Segir hún pilt unum frá því,
og rekur þá einn þeirra hann út fyrir.
En óðara en maðurinn var kominn
inn úr bæjar dyr unum var Jarpur
kominn á sömu helluna og hann
var áður.
Sýslumaður var í baðstofuhúsi
og hafði heyrt um allt sem við
hafði borið. Gekk hann þá út og
sagði að Jarpur mundi vilja finna
sig. Kallar hann nú á vinnumenn
sína og ganga þeir allir út. Rennir
þá Jarpur augunum raunalega upp á
sýslumann og röltir síðan af stað út
á slétta flöt, leggst þar og réttir frá
sér höfuð og fætur, og á skammri
stundu var hann steindauður. Spyr þá
Magnús vinnumenn sína hvað þeir
haldi að Jarpur hafi meint, en þeir
þögðu. Sagðist hann þá skyldu segja
þeim það sjálfur: Jarpur hefði verið
að klaga þá fyrir með ferð þeirra á
honum. Talaði hann þannig við þá
að þeir gengu sumir grátandi á brott.
UTAN ÚR HEIMI