Bændablaðið - 27.06.2019, Page 23

Bændablaðið - 27.06.2019, Page 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 23 Stærsta hótel Clarion-keðjunnar á Norðurlöndunum var opnað 1. mars síðastliðinn á besta stað í Osló í Noregi með rúmlega 800 herbergi. Það sem hefur einna helst vakið athygli er sú nýbreytni að á þaki hótelsins verður ræktað grænmeti og kryddjurtir ásamt ávöxtum fyrir dvalargesti hótelsins. Það er bæjarbóndi Oslóarborgar, Andreas Capjon, sem sér um garðinn á þakinu á 13. hæð hótelsins sem þjónar eldhúsi hótelsins. Sænski stjörnukokkurinn Marcus Samuelsson, sem meðal annars hefur unnið á frægum veitingastöðum eins og Aquavit og Red Rooster í New York og er uppáhaldskokkur Barack Obama vel að merkja, vinnur verkefnið í samstarfi við bæjarbóndann. Andreas hefur unnið ýmsar tilraunir áður en sjálf ræktunin á þakinu hófst, meðal annars með að rækta í rigningarvatni og vikurmold. Einnig hefur Andreas kannað hvort hann geti notað matarafganga sem áburð á það sem ræktað er. Markmiðið er að matarafgangar geti gagnast fyrir veitingastað hótelsins sem er á efstu hæð. Nú er verkefnið komið vel af stað og lofar góðu þar sem gestir hótelsins fá hluta af næringu sinni með matvælum sem ferðast um afar stuttan veg. Ef vel gengur í sumar mun hótelkeðjan einnig þróa hugmyndina á öðrum hótelum sem hafa slíka möguleika. /ehg Hótelkeðja ræktar matvæli á húsþaki í miðborg Oslóar Bæjarbóndi Oslóar ásamt forsvarsmönnum Clarion-Hub hótelsins í Osló skoða hvernig til hefur tekist með ræktun á þakinu en verkefnið nefnist Grow-Hub. Beint af þakinu og á disk gestanna. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is McHale & Pöttinger setja ný og hærri viðmið þegar kemur að heyvinnutækjum. McHale samstæður og 5500 rúlluvélar til á lager Orbital pökkunarvélar er á leiðinni Leitið upplýsinga hjá sölumönnum Pöttinger tveggjastjörnu rakstrarvélar ásamt ýmsum stærðum af heyþyrlum til á lager. Einnig fram og aftur sláttuvélar í ýmsum stærðum til á lager.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.