Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 38

Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201938 MENNING&SAGA Presturinn Stefán sterki Stephensen, sem var uppi 1832 til 1922, var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Stefán var ann­ álaður kraft amaður, stórhuga hugsjónamaður og dugnaðar­ forkur sem skilaði merku ævistarfi. Stefán er einn þeirra sem lagði grunninn að stofnun Búnaðarfélags Íslands. Hann var einnig breyskur drykkjumaður og á köflum fljótfær og mistækur. Í bókinni Stefán sterki, myndbrot úr mannsævi, segir Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og sonarsonur Stefáns, ítarlega frá ævi afa síns og samtíð hans. Framfaramaður í landbúnaði Stefán var af fátæku fólki kominn en honum tókst með dugnaði og forsjá að koma traustum fótum undir efnahag sinn. Af mikilli hörku hóf hann sig yfir ótrúlegar raunir í fjölskyldumálum og varð sterkur og framsýnn athafnamaður í öllu er að búskap lýtur. Hann varð ótrúlega fundvís á nýjungar, sem skiptu miklu máli fyrir þjóðarhag. Má þar nefna Skeiðaáveituna og framkvæmdir hans á Ólafsvallaengjunum, tilraunir til svínaræktar, framkvæmdir Búnaðar­ félags Grímsneshrepps undir hans stjórn og tillögur sem lögðu grundvöllinn að Búnaðarfélagi Íslands. Hér má einnig nefna tillöguflutning hans í sýslunefnd, sem leiddi til stofnunar Sláturfélags Suðurlands og síðar Kaupfélags Árnesinga. Stefán var lengstum prestur í Árnesþingi, fyrst á Ólafsvöllum á Skeiðum og síðar á Mosfelli. Um leið og hér er rakin lífssaga sveitaprests fáum við innsýn í merka atburði Íslandssögunnar og ættarsögu Stefánunga eins og lesa má í eftirfarandi brotum úr bókinni. Hefðbundinn búskapur Fráfærur voru hluti hins hefðbundna búskapar á þessum árum. Sauðamjólkin var mest nýtt til skyrgerðar. Nautgriparæktin var undirstaða smjörframleiðslunnar, en þar varð líka til undanrenna til skyrgerðar. Aukaafurðir þar voru áfir, sem mest voru gefnar kálfum, og mjólkursýra, sem mikið var notuð til drykkjar, en varðveitti svo líka súrmatinn. Á seinni hluta 19. aldar bættust við sauðfjárræktina búdrýgindi í formi sauðasölu til Englands. Hross voru ræktuð til reiðar og áburðar, þ. e. fólks­ og vöruflutninga. Allar húðir voru verkaðar og nýttar heima í skæði og klæði, kjöt allt til fæðu. Þar var þó ein stór undantekning. Hrossakjötið, sem áður var notað til fórna handa hinum heiðnu goðum, þótti ekki við hæfi á betri heimilum og alls ekki á prestssetrum, sbr. þáttinn um veru séra Stefáns í Görðum. Sjávarfangs var aflað með því að senda vinnumenn til útróðra á vertíðum. Þannig var aflað matar fyrir heimilið, en einnig til innleggs á Eyrarbakka í verslunarreikninginn þar. Séra Stefán þurfti að láta sauma skinnklæði á vermenn sína og frú Sigríður að útbúa þá með góðan skrínukost, sem þeir höfðu gjarnan í koffortum eða skrínum. Þau hjón tóku við tveimur kálgörðum, er þau fluttu að Ólafsvöllum. Enginn vafi er á því, að þar hafa verið ræktaðar kartöflur eins og heimilið þurfti og jafnvel eitthvað fleira. Engjaheyskapur var mikill og var það algengt, að bændur úr nágrannasveitum keyptu slægjur hjá Skeiðabændum. Eitt sinn fékk Helgi Magnússon í Birtingaholti leyfi hjá sr. Stefáni til að senda vinnumann sinn, Helga nokkurn Eyjólfsson, til eins dags sláttar á engjum hans. Sló hann þá 40 hestburði á þessum eina degi. Séra Stefán mun hafa skrifað Birtingaholtsbónd anum bréf með vinnu manninum, er hann hélt heim á leið, og sagt, að ekki hefði hann leyft honum slægjurnar, hefði hann vitað, að hann mundi senda „sjálfan árann“ til sláttarins. Hinn hagsýni framkvæmdamaður Kaflarnir tveir hér að framan um bóndann og búnaðarfélags manninn séra Stefán segja sögu, sem víða er hægt að finna líkindi við. Séu aftur á móti lesnar tvær merkustu blaðagreinar hans um búnaðarmál, er ekki margt að finna eftir íslenskan prest og bónda á hans tíma, sem jafnist á við þær. Önnur þeirra, S u ð u r a m t s ­ b ú n a ð a r ­ félagið og sveitabúnaðar­ félögin, er skrifuð 25. júlí 1894, árið sem séra Stefán var kosinn forseti félagsins. Það hefur trúlega verið ástæða þess, að hann fór á þar umræddan fund Búnaðarfélags Suðuramtsins. Það var stofnað 1837 að nokkru leyti að tilhlutan stjórnvalda og naut ríkisstyrks. Félagið notaði hann til að verðlauna umbætur í landbúnaði, styðja menn til búnaðarnáms erlendis, fá hingað erlenda áveitufræðinga og launa ráðunauta. Þetta var nokkurs konar ríkisstofnun. En á aðalfundi 1894 lagði séra Stefán fram róttækar og reyndar nútímalegar tillögur um breytt skipulag félagsins. Þeim var í fyrstu tekið með tortryggni, en séra Stefán kom sínu fram, íslenskum landbúnaði til mikilla hagsbóta. Skemmtilegar sögur og þjóðlífsmyndir Ævisaga Stefáns Stephensen er vönduð ævisaga þar sem fjallað er á áhugaverðan hátt um Stefán sterka og samtíð hans. Bókin er ríkulega myndskreytt og í henni er að finna bæði skemmtilegar sögur og áhugaverðar þjóðlífsmyndir sem gera hana að áhugaverðri lesningu um líf og starf framfarasinnaðs landsbyggðarprests um miðja nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu. Útgefandi er Þórir Stephensen. /VH Sigríður Stephensen, eiginkona Stefáns. Prestsskurðurinn sem Stefán lét grafa úr Vatnsstæðum norðan Ólafsvalla upp í Baulubotna. Stefán 78 ára gamall.Mosfellskirkja í Grímsnesi. Stefán Stephensen um sextugt.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.