Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 7
I Lækjarási er listin mörg iðkuð vel og af áhuga. Hrefna kvað það algjört mottó að engir væru útskrifaðir án þess að önnur tilboð gætu tekið við. Eins og áður er að vikið er hér um afar breiðan hóp að ræða og þjálfun því eðlilega mjög margvísleg. I raun sagði Hrefna að þau væru alveg á mörkum umönnunar og hjúkrunar og undir það skal tekið. Hún kvað frumörvun ýmiss konar einn hinn mikilvægasta þátt þjálfunarinnar þ.e. sjón- heyrnar- og skynörvun almennt. Hins vegar nyti sami einstaklingur margvíslegrar þjálfunar. Sjúkraþjálfari kæmi tvisvar í viku, stoðtækjasmiður einu sinni til tvisvar í viku, læknir kæmi vikulega af Landspítala og mynduðust mikil- væg tengsl við þá merku stofnun, félagsráðgjafi kæmi vikulega og svo er ráðgjöf keypt í sérstökum vanda- málum. Hún kvað einnig farið í sjúkraþjálfun hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Vel væri haldið utan um ráðgjöf til foreldra, enda full þörf þess þegar um svo erfiðar og margvíslegar fatlanir væri að ræða og mismunandi hjá hverjum og einum. Hrefna minnti á að Lyngás starfaði allt árið - engin sumarlokun væri. Hún kom inn á dýrmæti Reykjadals, sem ómetanlegur væri svo mörgum. I þessu sambandi sagði Hrefna það sína eindregnu skoðun, að félagsmál og tryggingamál ættu heima í sama ráðuneyti og undir það skal heils hug- ar tekið hér. Inn í þetta skaut Tómas því við ritstjóra að á Lyngási væru afskaplega erfiðir einstaklingar, en staðurinn nyti þess að búa að mjög góðum kjama starfsfólks, sem hrein- lega helgaði sig þessum störfum. Þar færi Hrefna fremst í fararbroddi. au kváðu bæði þessa stofnun hafa meira breytzt en nokkrar aðrar slíkar stofnanir. Aður voru tiltölulega duglegir einstaklingar, nú mest fötl- uðu einstaklingarnir með mikla sérhæfingu í allri þjálfun og í raun væri hér í mörgu þróun málefna fatl- aðra í hnotskurn. Ekki er það á færi ritstjóra að fara náið ofan í þann fróð- leik sem fyrir augu og eyru bar. Hver og einn er með sína stundaskrá, myndir afar mikið notaðar til að skýra allar daglegar athafnir, þar sem tján- ingu skortir. Myndaaðferðin reynist mjög vel að sögn, og er í raun ómet- anleg. Okkur var svo sýnt inn í hvern krók og kima, allt rými er gjömýtt sem bezt getur verið. Hrefna sagði okkur að góðar gjafir hefðu oft komið sér vel, klúbbar og félagasamtök reynzt þeim vel, svo sem væri um fleiri stofn- anir Styrktarfélagsins. Við gengum um stelpustofuna og strákaherbergið, en þar er matast á matmálstímum vegna mikilla þrengsla í eiginlegri matstofu, gengum um þjálfunarher- bergi, alls staðar var að verki verið, reynt að virkja hvem sem allra bezt til þeirra athafna sem mögulegar gætu verið. Við sáum dapurleg dæmi um ofurfötlun, en sáum einnig að allt var gert til að vinna svo með hvem og einn sem helzt hæfði. Við héldum frá Lyngási með þá hugsun helzta, að ekki mætti þess bíða lengur að bætt væri við stöðugildum, enda álag greinilega afar mikið og ekki þarf að því að spyrja, hversu laun öll eru í lágmarki. Hrefna kvað útisvæðið og veröndina afar dýrmæt, þegar hún kvaddi okkur í útidyrum og þökk okkar fylgdi henni inn til anna sinna. Næst lá leiðin svo í Lækjarás, sem tók til starfa 1981, á ári fatl- aðra, en áður hafði starfsemin farið fram í litlu húsi, Læk, þar sem nú er leikskóli fyrir börn starfsmanna. Þar tók Erna Einarsdóttir forstöðumaður á móti okkur og leiddi okkur um húsakynni og greindi okkur frá miklum fróðleik, sem hér er endursagður að hluta. Þarna njóta þjónustu 38 einstaklingar, flestallir eru allan daginn. Af þessum 38 búa 30 á sambýlum. Aldursbreidd er mikil þ.e. frá 20 ára aldri til sjötugs. Þar er deild þeirra sem eru á aldrinum 45 - 70 ára með hægum takti í þjálfun allri. Föst sjúkraþjálfun hófst fyrir um fjórum árum og við hittum sjúkra- þjálfara tvo sem í hlutastörfum eru, enda sögðu þær þessa einstaklinga afar erfiða í þjálfun allri, streittust gjaman á móti og örðugt að aðlaga þá að oft einföldustu æfingum. Góðan árangur mætti þó óneitanlega sjá. Annars sagði Erna að þarna færi fram hvers konar æfingameðferð til styrkt- ar og aukins þols og örvunar af ýmsu tagi. Eins og í Lyngási hafa félaga- samtök og klúbbar verið gjöfulir vel og þeirra aðstoð oft komið sér einkar vel. Hvor sjúkraþjálfari er í 50 - 60 % stöðugildi, en í raun þyrfti að lágmarki tvö stöðugildi. Sjúkraþjálfun ferfram í sal, inni á herbergjum, gangar nýttir til gönguþjálfunar og svo farið í sund bæði til Sjálfsbjargar í Hátúnslaugina og svo á Kópavogshælið í laugina þar. Ema kvað einstaklinga inni á Lækjar- ási miklu þyngri en áður hefði verið og mikið um hjólastólafólk eða mikið fatlað fólk. Hópurinn eldist og þyng- ist. Þarna færi t.d. fram leikræn tján- ing, sem margir nytu góðs af. Þarna er heitur pottur með lyftubúnaði við, mikið þarfaþing. Allir gangar voru yfirfullir af hjálpartækjum, svo nýtingin á húsnæðinu er rúmlega 100%. Málörvun er mikið stunduð og til þess sem margs annars notað myndakerfi. Hegðunarþjálfun FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.