Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 16
Af vettvangi starfsins. Framtíðarþróun Samskiptamiðstöðin hefur þróast talsvert í þessi fjögur ár sem hún hefur starfað og á mikla möguleika á áfram- haldandi þróun því verkefnin sem þarf að takast á við í heimi þeirra sem hafa skerta heyrn eru óendanlega mörg. Við sem vinnum við Samskipta- miðstöðina viljum líta á hana sem þekkingarmiðstöð sem þjónar heyrn- arlausum, heyrnarskertum og dauf- blindum og umhverfi þeirra um allt er lýtur að samskiptum við þá eða fræðslu um sérstöðu þeirra. En í starfi okkar verðum við vör við að heyrnarlausir eiga langt í land með að eiga nógu greiðan aðgang að samfélaginu. Almenn réttindi og skyldur sem eiga að gilda um alla eiga oft ekki við heyrnarlausa og sérstök lög og reglugerðir taka ekki til þessarar fötlunar hvort heldur um er að ræða heyrnarskerðingar, heyrnar- leysis eða daufblindu og tryggja þar af leiðandi ekki með skýrum hætti réttindi þessara hópa. Túlkar Samskiptamiðstöðvarinnar hafa oft bent á að í mörgum tilvikum þurfi heyrnarlausir á ráðgjafa að halda auk túlksins í viðskiptum sínum við heyrandi samfélag. Túlknum er ekki leyfilegt að blanda sér inn í mál, ein- asta hlutverk hans er að þýða á milli tveggja tungumála. Oftast eru mál þannig vaxin að til þess að geta unnið að lausn þeirra með heyrnarlausum er nauðsynlegt að þekkja vel til að- stæðna þeirra. Uti í samfélaginu er lítil þekking á þessum þáttum og eftir langvarandi einangrun kunna fáir heymarlausir á leiðir og siði innan samfélags heyr- andi fólks. Hjá Félagi heyrnarlausra er starfandi ráðgjafi en hann getur aðeins sinnt hluta af þeim verkefnum sem þyrfti. Þá starfsemi þarf að stór- efla og auka samvinnu milli ráðgjafa og túlkanna. Víða erlendis er félags- lega þjónustan og túlkaþjónusta rekin af sömu stofnun undir stjórn félaga heymarlausra Mikið af þeim upplýsingum sem fólk býr yfir eru bara á sveimi í þjóðfélaginu, koma fram í útvarpi, sjónvarpi og þar sem heyrandi menn meðtaka þær fyrirhafnarlaust. Heyrn- arlausir eru lokaðir frá þessum upp- lýsingum. Sama má segja um bækl- inga sem ætlað er að veita upplýsing- ar. Flest heyrnarlaust fólk sem fékk menntun á þeim tíma, sem táknmál var ekki notað við kennslu, kann íslensku ekki nógu vel til þess að nýta sér þá. Þeir þurfa því miklu öflugri aðstoð ráðgjafa sem getur beint mál- urn þeirra á rétta staði í kerfinu, veitt andlegan stuðning í gegnum það ferli, útskýrt sérstöðu og menningarmun, veitt sálræna aðstoð, stuðning í at- vinnulífi. Einnig þarf að þróa úrræði sem henta heyrnarlausum til þess að efla persónuþroska og menntun. Þörfin fyrir þessa þjónustu kemur til vegna þess að heymarlausir hafa verið einangraðir frá samfélaginu frá þeim tíma er reynt var að banna þeim að nota táknmál og þangað til fyrir örfá- um árum. Þessa einangrun ber okkur skylda til þess að rjúfa og á meðan verið er að bæta upp það sem heymar- lausir hafa farið á mis við verður að koma til aukið framlag á mörgum sviðum. Fullorðið heyrnarlaust fólk hefur lítinn aðgang að íslenskri menningu en breytingarnar eru vonandi að eiga sér stað. A þessu ári veitti Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar þrjú hundruð þúsund krónum til túlkunar í menningarlegu samhengi eða í frí- stundum og í tengslum við bráða- birgðareglur um túlkaþjónustu beindi félagsmálaráðherra þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær veittu fé til túlk- unar fyrir heymarlausa í menningarlífi og tómstundum. ✓ Otal verkefni eru óunnin og í sam- félagi heyrnarlausra liggur mik- ill ónýttur mannauður og þann auð verður að nota. Til þess að atgervi heyrnarlausra geti nýst samfélaginu verður samfélagið að vera heymarlaus- um opið. Þeir verða að hafa óheftan aðgang að menntun, atvinnulífi, heil- brigðisþjónustu, fjölmiðlum. menningu og öllu öðru í samfélagi okkar og fá að taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru. Heyrnarlausir geta ekki nýtt hæfileika sína til fulls og lagt sitt af mörkum til þróunar samfélagsins fyrr en þeir hafa náð þessu jafnrétti. Jafnréttið næst þegar samfélagið hefur viðurkennt tilverurétt allra sinna þegna í stað þess að líta á hluta þeirra sem frávik og vandamál. Þegar sam- félagið hefur aðlagað sig fjölbreyti- leik þeirra þá verður íslenska sam- félagið líka samfélag heyrnarlausra. Valgerður Stefánsdóttir HLERAÐ í HORNUM Allir vita um rjúpuna í Hrísey, sem er alfriðuð og mjög rannsökuð þar. Sagt er að kona þar hafi farið að taka eftir undarlegum háttum eiginmannsins og svo langt gekk að hann sat tímunum saman og rembdist og kvaðst vera rjúpa að verpa. Læknir eyjarinnar sendi hann beint til taugalæknis og þar var hann í meðferð, albata talinn og útskrifaður. En að skammri stund lið- inni æddi hann aftur inn til taugalækn- isins og aðspurður sagðist hann skelf- ingu lostinn hafa séð rjúpnaskyttu á göngu. “Já, en þú ert maður en ekki rjúpa”, sagði læknirinn. “Já, ég veit það og þú veizt það, en rjúpnaskyttan veit það ekki”. 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.