Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 17
Gunnar Salvarsson skólastjóri: Vesturhlíðarskóli - skóli heyrnarlausra og heyrnarskertra Vesturhlíðarskóli er nýtt nafn á skóla heyrnarlausra sem flestir þekkja sem Heymleysingjaskólann og áður sem Málleysingjaskólann. Oskir um nafnabreytingu hafa til margra ára verið viðraðar af hálfu skólastjórn- enda en nú fyrst á vordögum féllst menntamálaráðuneytið á tilmæli skólans og fyrir valinu varð örnefni í stíl við nafngiftir annarra skóla í nágrenninu, Öskjuhlíðarskóla og Suðurhlíðarskóla. Félagsmenn í Félagi heyrnarlausra tóku reyndar af skarið með nafngiftina því þeir voru beðnir af hálfu skólans að velja á milli tveggja nafna sem lengi hafa þótt álit- leg: Vesturhlíðarskóli og Leynimýrar- skóli. I augum heyrnarlausra breytir þetta nýja nafn sjálfsagt litlu og á táknmáli verður skólinn hér eftir sem hingað til (DÖFF-SKÓLI) en fyrir ýmsa aðra hefur þessi nafnabreyting talsvert að segja. Hún gerir það vænt- anlega að verkum að foreldrum heym- arskertra bama sem til skólans leita finnst sjálfsagt sporin hingað léttari en ella auk þess sem “leysingja”-end- ingin þykir nú orðið bæði neikvæð og niðrandi og æ færri taka sér hana í munn. Samt vegur líkast til þyngst í röksemdafærslunni fyrir nafnabreyt- ingunni að örðugt er að finna gild rök fyrir því að kenna skóla við einkenni þeirra nemenda sem þar stunda nám. Vert er að undirstrika að breytingin á nafni skólans er síður en svo gerð til þess að forðast orðið heyrnarlaus. Þó einhveijir kunni að líta á það heiti sem óæskilega aðgreiningu, stimplun eða brennimerkingu er það staðfastur ásetningur okkar sem störfum í skól- anum að stuðla að því að nemendumir geti verið stoltir af sér sem heyrnar- lausir. Helstu markmið og leiðir Vesturhlíðarskóli er skóli barna á íslandi sem hafa íslenskt táknmál að móðurmáli. I skólanum eru líka Gunnar Salvarsson. heyrnarskert börn sem eiga íslensku að móðurmáli. Öll börnin eiga það sammerkt að þau læra ekki talmál á eðlilegan hátt í bemsku og langflest eiga þau auðveldara með að tileinka sér sjónrænt mál, táknmál. Þessir hópar barna þurfa að verða tvítyngdir og markmið skólans er að börnin nái fullkomnu valdi á táknmáli og ritmáli þjóðtungunnar - geti með öðrum orðum lesið íslenskan texta og tjáð sig reiprennandi á táknmáli. Skóla- stefnan hefur táknmál og menningu heyrnarlausra í hávegum. Hvoru tveggja er mikilvægt í mótun sjálfs- myndar barnsins sem í flestum tilvik- um mun tilheyra - þegar fram líða stundir - málminnihlutahópi heymar- lausra í íslensku samfélagi. Skóli heyrnarlausra með tvítyngi að leiðarljósi leggur áherslu á að sýna í verki að mál og menning heyrnarlausra eru homsteinar skóla- stefnunnar. Tvítyngisstefna leggur áherslu á að skapa þær aðstæður fyrir heyrnarlaus böm frá frumbernsku að þau eignist mál í táknmálsumhverfi. Táknmál er jafn fullkomið mál og önnur tungumál og það er lykill bamsins til þroska og að öllu námi á síðari skólastigum, bæði í íslensku og öðrum námsgreinum. Þó málhópar skólans séu tveir segirhljóðfræðilegt mat á heyrnarskerðingu ekkert til um það hver er heyrnarlaus og hver ekki; samsömun með heyrnarlausum og viðhorf til táknmáls ræður þar mestu. Táknið “heyrnarlaus” (DÖFF) merkir í augum heyrnarlausra að einstakling- urinn lítur á sig sem hluta af þeim mál- og menningarminnihluta sem hefur táknmál að móðurmáli. Hljóðfræði- lega heymarskertir einstaklingar geta því verið “DÖFF”. Sökum þess að málhóparnir í skól- anum eru tveir og skólinn fámennur hefur í vaxandi mæli verið farin sú leið að kenna tveimur eða fleiri bekkjar- deildum saman og nota tveggja kenn- ara kerfi. Nemendur hafa því samtímis aðgang að táknmáli og íslensku - en bæði málin eru skýrt afmörkuð og kennararnir tveir fulltrúar hvors máls. Agæti tvítyngis í kennslu heyrnarlausra Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki viðurkennt táknmál opinberlega sem móðurmál heyrnarlausra. Stuðn- ingur við stefnu skólans frá hendi yfir- valda er því takmarkaður og skóla- þróun takmörk sett við þær aðstæður. Stefna tvítyngis hefur ýmsa ótvíræða kosti og má þar m.a. nefna að hún: _ veitir heyrnarlausum börnum tæki- færi til að eignast fullkomið mál; viðurkennir heyrnarlausa eins og þeir eru - en reynir ekki að breyta þeim; _ veitir heyrnarlausum tækifæri til að þroska með sér jákvæða sjálfsmynd og samsama sig öðrum heymar- lausum; _ veitir heyrnarlausum nauðsynlegan grunn til þess að læra önnur tungu- mál; _ greiðir fyrir læsi; og _ gefur heyrnarlausum almennt tæki- færi til betri menntunar. Yfirburðir tvítyngis í samanburði við aðrar menntastefnur í skólum heyrnarlausra - eins og talmálsstefn- una (oralisma) og stefnuna um alhliða FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.