Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 36
hópurinn orðið fyrir andstreymi”, segir Guðmundur, “ rétt eins og aðrir smærri leikhópar. En hugmyndin sem stendur á bak við þennan leikhóp er alveg stórkostleg og margt á sig leggj- andi til að halda honum gangandi, bæði fyrir fatlaða og ófatlaða”. s Asíðasta ári hefur Guðmundur starfað sem leiðbeinandi við Vesturhlíðarskóla sem áður hét Heyrnleysingjaskólinn. En þangað var hann ráðinn til afleysinga í eitt ár. En í dag er Guðmundur atvinnulaus. “Eg hef verið eins og landafjandi út um allt að leita mér að vinnu, eflaust eins og margur annar. Nema hvað mér er sniðinn þrengri stakkur þar sem ég kemst ekki alls staðar inn. Aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er víða mjög slæmt og lyftur margar hverjar þannig að þær eru rétt fyrir blýant sem er upp á endann”. Guðmundur er ekki að- gerðalaus maður, félagsmál ýmiss konar skipatalsverðan sess ílífi hans. Hann lætur sig hlutina varða, vill breyta og hafa áhrif. Hann er m.a. formaður starfsnefndar landsam- bandsins um ferlimál fatlaðra og segir hann að ferlimálin séu eitt brýnasta mál sem fólk j hjólastólum þarf að takast á við. Svona í lokin spurði ég Guðmund hvemig það væri að vera fatlaður? Hann leit á mig, varð svolítið glettinn í framan og sagði: “Hvernig finnst þér að vera rauðhærð, þetta er bara einn liturinn í litrófi lífsins. Þetta er spum- ing um hvernig þú horfir á hlutina og hvaða viðhorf þú berð til þeirra. Vandamálið er ekki hjólastóllinn, heldur hvemig þú lítur á hann”. Þetta er lýsandi svar fyrir Guðmund. Hann heldur áfram og segir að eitt af vanda- málum fólks í hjólastólum væri hvað því hætti til að sitja aðgerðalaust, gera lítið í sínum málum og vilja kannski helst að aðrir sjái um baráttuna. Og oft þarf viðhorfsbreytingu hjá þeim sem situr í hjólastólnum. Samtal okk- ar Guðmundar er á enda, það er nota- legt að sitja þarna í litlu fbúðinni hans og drekka te með hundinn Bubba svo væmkæran og vinalegan á gólfinu. Og ég get ekki annað en verið Guðmundi sammála þegar hann segir: “í dag er ég mikið meira atvinnulaus heldur en fatlaður”. Margrét Guðmundsdóttir. Styrkþegar sjóðsins ásamt frú Ragnheiði Frá Sjóði Odds Ólafssonar Hinn 26. apríl sl. var öðm sinni úthlutað styrkjum úr Sjóði Odds Ólafssonar, en árlegur úthlutunardagur er fæðingardagur Odds. Þegar alltstofnfé hefur verið innt af hendi nemur höfuðstóll sjóðsins 15 millj. kr., en skipulagsskrá heimilar úthlutun ávöxtunar sjóðsins árlega miðað við þann tilgang er skráin greinir frá. Stofnaðilar eru: Hússjóður Öryrkjabandalagsins, SIBS og Öryrkjabandalag íslands. Sjóðsstjórn bárust að þessu sinni 12 umsóknir um styrki, en 7 fengu styrk og voru upphæðir frá 50 þús. -150 þús. kr. 6 styrkþegar eða fulltrúar þeirra voru mættir við ánægjulega athöfn í fundarsal Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10. Auk sjóðsstjórnar voru svo mættir nokkrir góðir gestir, en sérstakur heiðursgestur var frú Ragnheiður Jóhannesdóttir, ekkja Odds Ólafssonar, og afhenti hún styrkina. Styrkþegar nú voru í stafrófsröð: LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Marta Guðjónsdóttir, deildarstjóri hjarta- og lungnarannsóknarstofu Reykjalundar, Sigrún Hjartardóttir, deildarstjóri fyrir Sérdeild einhverfra barna við Digranesskóla, Sigþrúður Pálsdóttir, sem er í mastersnámi í arkitektúr í Bandaríkjunum, Sveinn Magnússon, héraðslæknir Reykjaneshéraðs og dr. med. Þórarinn Gíslason, sérfr. lungnalækningad. Vífilsstaða, Unnur Steina Björnsdóttir, sérfr. við lungnalækn.d. Vífilsstaða og Þóra Steinunn Gísladóttir, sérkennari á Akureyri. Öll voru verkefnin sem styrkþegar unnu að ánægjulega áhugaverð. Gestir þágu góðar veitingar og undir borðum var stuttlega greint frá starfsemi stofnaðila sjóðsins. Sjóðsstjórn skipuðu nú: Davíð Gíslason varaform. SÍBS., Anna Ingvarsdóttir framkv.stj. Hússjóðs og undirritaður. H.S. Vísa til vorsins Bjart er yfir byggðum - brosir land og sær. í fleti fagurskyggðum - fjöllin speglast kær. Vor um veröld alla - vermir líf og sál. Raddir glaðar gjalla - geyma hjartans mál. Syngdu gleðisöng - syngdu kvöldin löng syngdu um vorið með öll sín veisluföng. Leiktu gleðilag - Ijúfan eigðu dag. Allt með gáska og gleðibrag. H.S. 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.