Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 38
Kristín Jónsdóttir blindraráðgjafi:
Helen Keller National Center
Upphafið að HKNC var 1967 þeg-
ar Peter J. Salmon, sem var
stjórnandi The Industrial Home for
the Blind, ákvað nýja stefnu. Hún var
sú að neita einstaklingi ekki um þjón-
ustu, þó viðkomandi einstaklingur
ætti við tvöfalda skerðingu að stríða,
sjón- og heyrnarskerðingu.
Fljótlega kom í ljós aukin þörf
fyrir þjónustu. Stofnuð var sérstök
deild fyrir daufblinda. Helen Keller
sagði: “Draumur hefur orðið að veru-
leika”. 1969 var hafin þjálfun starfs-
fólks og í framhaldi af því skipulögð
þjálfun og endurhæfing fyrir dauf-
blinda.
Þegar HKNC hóf starfsemi sína í
Sands Point í janúar 1969 voru 14
nemendur og 14 þjálfarar að meðtöldu
öðru starfsfólki. í dag geta verið hér
38-46 nemendur á sama tíma og ævin-
lega er biðlisti.
Nemendur sem koma til HKNC,
skiptast í þrjá mismunandi hópa eftir
færni. “Live program” er fyrir þá sem
minnsta færni hafa. I mörgum tilfell-
um koma þeir nemendur frá stofnun-
um og hafa yfirleitt ekki fengið þjálf-
un áður. Þessir nemendur eru venju-
lega án nokkurs tungumáls, þeir geta
hvorki haft samskipti á ensku eða
táknmáli.
Hver starfsmaður vinnur með einn
nemanda og í mesta lagi með tvo nem-
endur í sérstökum tilfellum. Þeir sem
hafa minnsta færnina hafa mesta þörf-
ina fyrir röð og reglu og er lögð mikil
áherzlaáþað. Þeir þurfa svo að þjálfa
samskiptaleiðir. Notaðar eru myndir
og hlutir. Nemendurhafa yfirleitt not-
að mismunandi hegðun til að tjá sig.
Markmiðið með þjálfun einstakl-
inga í “Live” er undirbúningur
undir að búa á sambýli:
Þjálfun í þátttöku.
Þjálfun í ákvarðanatöku.
Stuðningur við að þroskast sem
einstaklingur.
Annar hópurinn er “Path”. Þarfer
fram samskiptaþjálfun í eðlilegu um-
hverfi. Það hentar ekki þessum ein-
(H.K.N.C.)
Kristín Jónsdóttir.
staklingum að fara í stuttar kennslu-
stundir á mismunandi staði og þess
vegna er útvegað eðlilegt umhverfi
sem gefur nemandanum möguleika til
að æfa það sem verið er að þjálfa við
eðlilegar aðstæður: við vinnu, við
matargerð eða hvaðeina það sem
unnið er með hverju sinni. Öll þjálfun
sem á sér stað yfir daginn er notuð til
að æfa samskiptaleiðir og tungumál.
Þriðji hópurinn eru almennir
nemendur. Þegar nemandi kemur til
HKNC hefst 10 vikna mat. Þar er far-
ið yfir færni viðkomandi í
mismunandi störfum: umferli, pen-
ingamálum, samskiptaleiðum, hegð-
un og fleiru. Einnig er mjög nákvæm-
lega farið yfir líkamlegt ástand
viðkomandi og útveguð þau hjálpar-
tæki sem eru nauðsynleg í því sam-
bandi. Eftir að mat hefur farið fram
hefst þjálfunartími sem venjulega er
skipt upp í 8 vikur. Ákveðið er hvaða
þjálfun viðkomandi einstaklingur þarf
á að halda það tímabil. Þegar sá tími
er liðinn er árangurinn metinn og
næsta þjálfunartímabil skipulagt.
Ekkert er ákveðið nema í fullu sam-
ráði við viðkomandi einstakling.
Á HKNC eru 3 íbúðir þar sem
nemendur geta æft sjálfstæði sitt og
fæmi viðaðbúaumsigsjálfir. Einnig
er ein íbúð úti í bæ, sem notuð er þegar
nemendur hafa öðlast meira sjálf-
stæði. Allir þeir nemendur sem eru í
búðunum stefna að því að búa einir.
Hver nemandi fær þann stuðning
sem hann þarf á að halda, en minnkar
stöðugt eftir því sem nemandinn
öðlast meira öryggi og fæmi.
Margir nemendur sem hingað
koma eru búnir að missa allt sjálfs-
traust og finnst að þeir hafi enga
möguleika í lífinu. En eftir því sem
þjálfuninni miðar eykst sjálfstraustið
aftur og augu fólks opnast fyrir þeim
möguleikum sem lífið býður upp á.
Ritað í maíbyrjun 1995
Kristín Jónsdóttir.
Frá starfsvettvangi Kristínar hér heima. Ráðherrann í heimsókn.
38