Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 48
Ás vinnustofa Árið 1981 hóf Styrktarfélag vangefinna rekstur verndaðs vinnustaðar, sem hlaut nafnið Ás vinnustofa. Starfsmenn í upphafi voru 12 og markmiðið það að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu, verkefni og vinnutíma við þess hæfi. Einnig að efla starfshæfni hvers og eins sem mest, helst það mikið að hann komist á almennan vinnumarkað. í dag eru 46 starfsmenn í Ási, þar af 40 öryrkjar í 29 heilum stöðum. Húsnæðið er um 600 fm. í Brautarholti 4 og 6. Verkefnin eru framleiðsla á heimilisklútum, handklæðum og bleium, auk endurskins- merkja. Einnig er öflug pökkunarþjónusta, sem sinnir fjölbreyttum verkefnum. Fram- kvæmdastjóri Áss hefur verið frá upphafi, Hafliði Hjartarson og símarnir 562 1620 eða 562 1633. Faxið er 562 1642 og vinnustofan er opin frá kl. 9.00 til kl. 16.00.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.