Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 6
hef aldrei séð eftir því. Þetta var tilviljun, en mér finnst ég hafa lent á rétta hillu. Oddur var eitt sinn spurður, hvort ég væri mágkona Guðmundar, sem átti margar mágkonur? “Nei”, sagði Oddur, “Asgerði stal ég frá Helgu á Blikastöðum!” Helga var þá formaður K.I. Eg var lánsöm að kynnast öllu því góða fólki, sem hefur starfað fyrir Öryrkjabandalagið. Með Guðmundi Löve vann ég í átta ár. Hann var einstakt ljúfmenni, skemmtilegur og eins við alla. Aldrei barmaði hann sér, þótt hann gengi ekki heill til skógar eftir berklana. Við Anna Ingvarsdóttir vorum orðnar eins og gömul hjón - að sitja saman í stjórnunarstörfum öll árin. Fyrst misstum við Guðmund, - og vorum mjög munaðarlausar þá, en ekki síður þegar við misstum Odd. Fráfall hans var gangur lífsins, hann var orðinn aldraður, en Guðmundur var aðeins 58 ára.” Starfsferill Ásgerðar hjá Öryrkja- bandalaginu skilur mest eftir sig, enda konan starfsvön þegar hún byrjar þar. Ásgerður var ritari á yngri árum hjá forsætis- og menntamálaráðu- neytinu undir stjórn Birgis Thorlacius, sem hún segir að hafi haft mótandi áhrif á sig, enda góður og skemmti- legur húsbóndi. “Segja má, að Birgir hafi undirbúið mig fyrir alla skrifstofuvinnu. Á tíu ára vinnuferli mínum þar, tókst þeim að skipta 5 sinnum um ríkisstjórnir. Verst þótti mér þegar þeir skiptu um stjórn á Þorláksmessu. Þá þurfti ég að vélrita öll skipunarbréf og drengskap- arheit fyrir ráðherrana, áður en ég komst heim að sjóða hangikjötið!” Nú erum við farnar að gleyma okkur yfir starfsferlinum, Ásgerð- ur. Við ætluðum líka að fá að skyggnast inn í bernskuna og mót- unarárin. Ásgerður skellihlær. “Þetta er eins og hjá okkur Siggu systur. Alltaf skal talið beinast að Öryrkjabandalaginu. “Sonur minn lautinantinn” köllum við það, okkar á milli, upp úr uppáhalds- bókum okkar í bernsku eftir Margit Ravn. Norska skáldkonan lét oft virðulegar húsfreyjur enda tal sitt á því - sem stóð hjarta þeirra næst.” Konan, sem tók ástfóstri við þá sem standa höllum fæti, mótaðist í fallegri sveit og við sjávarströnd í Skerjafirði. “Ég fæddist á Flúðum í Hruna- mannahreppi 1929 og ólst upp í býsna sérstæðu umhverfi, í heimavistarskóla þar sem pabbi var skólastjóri, - innan um alla skólakrakkana.” Ásgerður segist snemma hafa lært að lesa, “ég var svo lítil, þegar ég fékk að sitja inni í tímum hjá pabba, þótt mamma hafi nú reyndar kennt mér að lesa.” Fyrstu minningar Ásgerðar tengjast leiklist. “Pabbi var framsýnn og lét krakkana oft samlesa og æfa leikrit. Ég var ekki stór í fyrsta hlutverkinu, húskarl í Njálsbrennu, sem stelpan Ásgerður fékk af því húskarlinn sagði bara eina setningu! Á fjalirnar steig ég fyrst í leikritinu. Medea frænka, sem Sigga systir samdi. Ég var sjö ára, þegar ungmennafélagið setti upp Lénharð fógeta og heillaðist alveg. Þá sá ég bóndann, sem ég var síðar í sveit hjá í sjö sumur, Emil Ásgeirsson í Gröf ieika Eystein í Mörk. Ég man, hvað mér fannst hann fallegur í græn- um flauelsfötum, með fjaðrahatt.” Önnur sterk minning: “Ég var fjögurra ára, þegar ég fór til Eyrar- bakka með mömmu. Áður hafði ég aðeins séð fjöll og tún, en þarna sá ég hafið, þetta geysistóra flæmi breiða úr sér fyrir framan mig, - og ég stóð orðlaus í fjörunni með afa mínum, Guðmundi Isleifssyni. Síðan þykir mér vænt um sjóinn.” Sjö ára flytur Ásgerður í Skerja- fjörðinn með foreldrum sínum og fer að ganga í Skildinganesskóla, þar sem pabbi hennar kenndi. “Örlögin hög- uðu því samt þannig, að ég var aldrei í bekk hjá honum. Pabbi var góður uppalandi, strangur, en skemmtilegur, ég bar ótakmarkaða virðingu fyrir honum. Orð Ingimars vom lög! Ég hef heyrt fyrrverandi nemendur hans segja, að þeirhafi aldrei þekkt kennara sem hafði eins góðan aga, án þess að krakkarnir óttuðust hann. Kostir og gallar fylgdu því að vera dóttir þessa ágæta uppalanda. Kostir að því leyti til, að hrekkjusvínin létu mann í friði. Gallarnir aftur þeir, að ég átti að vera fyrirmynd allra! Dóttir Ingimars Jóhannessonar mátti alls ekki lenda í slagsmálum, ógurlegt mál ef ég sparkaði í rassinn á einhverjum.” Ásgerður skellihlær. Lítil stelpa á stríðsárunum: Já, gaman var að leika sér frjáls, en sviðs- myndin breyttist. “Ég var tíu ára þegar herinn kom. Skyndilega var komin loftvarnarbyssa í steinhólana, leik- svæði okkar krakkanna. Fyrst komu tjöld, síðan braggar, og svo flugvöll- urinn sem skar byggðina í sundur. Allt fór undir herinn,” segir Ásgerður. “Þýsku flugvélarnar komu alltaf kl. tíu á sunnudagsmorgnum í björtu og góðu veðri. Auðvitað vildi ég fá gott veður til að fara í útileiki, en þýski flugherinn var ógnvekjandi. Kvöld- bænin mín var því svona: “Góði guð, hafðu gott veður á morgun, en ekki 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.