Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 7
svo gott að þýskar flugvélar komi.”
Einn sunnudagsmorgun var ég á leið
í sunnudagaskólann, en sneri við og
hljóp heim undir loftvarnarmerkj-
unum. Heim varð ég að komast. Hjá
mömmu gat ekkert illt grandað mér.
Allir voru fegnir að Bretar komu,
ekki Þjóðverjar, en fólk reyndi að
leiða hermennina hjá sér. Okkur
krökkunum var stranglega bannað að
þiggja nokkuð af þeim. Ég hafði aldrei
séð appelsínur eða súkkulaði, svo að
þetta var ógurleg freisting.”
Þetta voru ungir menn fjarri
fjölskyldum sínum, og auðvitað
reyndu þeir að komast í tengsl við
okkur. Eitt sinn sat ég á skíðasleða,
og beið eftir vinkonu minni til að ýta
sleðanum. Veit ég þá ekki fyrri til en
ungur hermaður tekur sleðann, og
skíðar með mig langa leið. Hann fór
svo hratt, að ég gat ekki annað en
skellihlegið - það var svo gaman. En
aldrei gleymi ég svipnum á vinkonu
minni, þegar hann skilaði mér aftur.
Já, margt breyttist,” segir Asgerður.
“Strætó hætti að ganga framhjá, svo
að við þurftum að labba töluverðan
spotta á milli herkampanna. Ég man
eftir mömmu uppi á kolli við
eldhúsgluggann, ef systur mínar
komu seint heim af bíó. Kvikmyndin
“Á hverfanda hveli” var geysi vinsæl.
Okkur vinkonunum tókst að ná í miða
- á kvöldsýningu. Sem þýddi að við
kæmum ekki heim fyrr en eftir
miðnætti.
Uppi var fótur og fit heima, þegar
þetta fréttist. Fyrst átti að banna okkur
að fara. Lyktirnar urðu, að pabbi
vinkonu minnar sótti okkur í strætó.”
Aftur í friðsæld sveitarinnar: “í
minningunni var alltaf sólskin í
sveitinni. I Hrunamannahreppinn fór
ég aftur ellefu ára, hef eiginlega aldrei
farið þaðan alveg, - en hjá Emil og
Eyrúnu í Gröf var ég í sjö sumur. Þetta
voru vinahjón pabba og mömmu, með
svipaðar áherslur í uppeldismálum og
mér leið ákaflega vel þarna.
Burstabær var í Gröf og jarðhiti. Stórir
garðar, með kartöflum, káli og
gulrótum. Þar voru líka fyrstu gróð-
urhús í sveitinni, með tómatarækt.
Bæjarhverinn var notaður við elda-
mennskuna eins og hægt var -
kartöflurnar settar upp kl. 11.00,
fiskurinn og grjónagrauturinn kl.
11.30, og allt soðið um hádegi.
Ég lærði meira að vinna þarna en
heima, til dæmis að elda hafragraut
og rabbarbaragraut með sakkaríni, en
sykur var ekki fáanlegur. Síðar lenti
ég í vandræðum, hvað ég ætti að setja
mikinn sykur í rabbabaragrautinn!
í Gröf var gestkvæmt og umræður
oft líflegar, - og þar lærði ég að um-
gangast allskonar fólk. Þar kynntist ég
líka sorginni, þegar dóttir þeirra hjóna
og leiksystir mín dó úr botnlanga-
bólgu aðeins sjö ára gömul. Við vor-
um með bú og lékum saman með
dúkkulísur. Svo var hún skyndilega
horfin.
í Gröf lærði ég líka að meta góðar
bækur. Ég var og er alltaf á kafi í bók-
um, en Eyrún vildi ekki að ég læsi eitt-
hvað reifararugl, heldur beindi áhuga
mínum að alvöru bókum, eins og Of-
urefli og Gulli eftir Einar H. Kvaran,
Brasilíuförunum eftir Jóhann M.
Bjamason, og danskri skáldsögu “Ný
kynslóð” sem gerðist í sveit í Dan-
mörku.
Herbergisfélagi minn í tvö sumur var
eldri stúlka, Guðlaug Bjarnadóttir, sem
las af ekki síðra kappi en ég. Sögurnar
eru mér ekki síst minnisstæðar í hennar
frásögn, á meðan við vorum að raka
dreif úti á túni eða reyta arfa - ég fékk
alltaf framhaldssögu á meðan!”
aman er að sitja á heimili
Ásgerðar, horfa til baka á
stúlkurnar tvær með hrífu í hönd,
en hugann á flugi í bókmenntum.
Heimilið er talandi dæmi um per-
sónuleika Ásgerðar, fullt af bókum,
- og þarna stendur postulínsstytta
af konu með bók í hönd.
“Ég gerði mér ekki grein fyrir,
hvernig ég kom fyrir augu barnanna,
fyrr en ein dóttir mín gaf mér þessa
styttu,” segir Ásgerður hlæjandi,
“alveg eins hægt að segja mér að
hætta að anda, eins og að hætta að
lesa!
Þótt ég sé búin að fylla húsið af
bókum, fell ég alltaf fyrir nýjum, og
fjölærum blómum í garðinn.”
Bækur, blóm og börn eru í kringum
Ásgerði. Sveitin náði föstum tökum
á henni og systkinunum. Bróðir henn-
ar er garðyrkjumaður í Birtingaholti
og þar eiga þau hjónin sumarbústað
og fjölskyldureit.
“Fjölskyldan fagnaði 20 ára afmæli
sumarhússins í fyrra. Rok og rigning
var daginn áður, en blíða og stillilogn
það kvöld. Kertaljós loguðu úti og
ekki blakti hár á höfði. Daginn eftir
náðu rok og rigning yfirtökum.
Bróðursynir mínir sögðu, að ég hlyti
að hafa gott samband við almættið.”
Gaman er að heyra Ásgerði lýsa,
þegar fjölskyldan hennar kemur
saman.
_Þá stendur ættmóðirin fyrir leik-
þáttum, söng og Ijóðaupplestri, eins
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
7