Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Qupperneq 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Qupperneq 18
40 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna Það er góður siður og gagnlegur um leið að minnast tímamóta á myndarlegan hátt og það gjörði Styrktarfélag vangefinna svo sannarlega hinn 26.sept. sl. Tilefnið var 40 ára afmæli félagsins og afmælisfagnaðurinn haldinn á Broad- way — Hótel Islandi og þar gríð- arlegt fjölmenni góðra gesta. Öll umgjörð afar glæsileg og skemmtileg um leið og góður andi yfir vötnum sveif. Formaður fé- lagsins, Hafliði Hjartarson, setti samkomuna með stuttu ávarpi. Hann fór nokkrum orð- um um upphafið, sagði þessi 40 ár ævintýri líkust. Aður á þessu ári hefur saga félags- ins verið rakin hér nokkuð og ekki ástæða til endurtekningar hér, en rétt að minna á umfangið sem er gífurlegt og gott starfhvarvetna unnið. Hafliði gat nokkurra þátta á afmælisári m.a. mikillar umræðu um hlutverk félags- ins í ljósi væntanlegs flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaganna. Sérstök áhersla er á fræðslu og kynn- ingu og í tilefni tímamótanna styrkir félagið sérstaklega ákveðna hópa meðal þroskaheftra. Þá tóku við stjórninni leikararnir Jón Hjartarson og Þór- hallur Gunnarsson og bæði kynntu atriðin og fléttuðu inn í góðlátlegri gamansemi sem greinilega féll í frjóan jarðveg. Forseti íslands ætlaði að ávarpa fagnaðinn, en aðstæður hans ekki slíkar vegna alvarlegra veikinda forsetafrúarinnar, að hann mætti því við koma. Þórhallur Gunnarsson las hins vegar kveðju Ólafs Ragnars. Þar hyllti hann hina djörfu frumherja, Ráðherra afhendir Hafliða gjöfina góðu félagið hefði haft djúp áhrif á samvitund og samvisku þjóðarinnar. Aður ríktu fordómar og vanþekking, viðhorfsbreytingin trúlega stærsti ávinningurinn, þó víða hefði verið afar vel að verki staðið, einstakur árangur vitnisburður um fórnfúst Svipmynd úr salnum. starf. Baráttan heldur áfram, mörg verkefni bíða, hvatti til þess að menn misstu aldrei sjónar á nauðsyn samhjálpar og velferðar. Ingvar Daníelsson lék nú á hljómborð hið hugljúfa lag Signir sól — glætt litatónum og tók salurinn undir. Páll Pétursson félagsmálaráðherra færði félaginu hlýjar ámaðaróskir, kvað félagið hafa stuðlað að byltingu í allri lífsaðstöðu þroskaheftra, verið þar sannarlega í fararbroddi. Öll þjónusta við þroskahefta færst í þá átt sem best ger- ist og félagið lagt þar að sinn giftu- drjúga skerf. Þó okkur þyki margt ógert enn sé rétt að minnast þess að fyrir 40 árum var allt ógert. Páll rakti nokkur merkisatvik sögunnar, en sagði að félagið hefði fylgt vel eftir hug- myndafræði laganna í þessum efnum. Umfang með 270 millj .kr. fjárfram- lagi ríkisins á þessu ári ekkert smá- ræði. Hann gerði flutning mála- flokksins að um- talsefni þar sem um yrði að ræða sam- þættingu allrar þjónustu. Starf og hlutverk félagsins yrði síst veiga- minna, enda taldi hann hlutverk frjálsra félagasam- taka ómetanlegt í þessum málaflokki. Aðalatriðið væri að muna að við kæm- um hvert öðru við. Bað Hafliða að taka á móti 500 þús.kr. virðingarvotti frá ráðuneytinu og 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.