Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 33
langaði með henni fram í þvottahús,
karlinn hafði úrslitavald í þeim efnum.
Ferlið var ætíð það sama. Við
amma leiddumst hönd í hönd
fram ganginn, námum staðar við ofn-
inn, ég færði mig á bak við ömmu og
ríghélt í hana, en hún bauð karlinum
góðan daginn, spurði hvernig hann
hefði það í dag og hvort það væri í
lagi að hún Ásta litla fengi að fara með
henni fram í þvottahús. Um leið og
amma sagði þetta strauk hún karlinum
um vangann og hann kinkaði kolli á
móti. Leyfið var fengið, við amma
gátum haldið ferð okkar áfram, önnur
þorði varla að draga andann, í hinni
tísti af niðurbældum hlátri. En eitt var
skntið, karlinn leyfði mér bara að fara
með ömmu ef hún strauk honum um
vangann!!
Ýmsir gerningar voru líka í
kringum það að fara í búrið. Fyrir mér
nálguðust búrferðirnar það að vera
helgiathöfn.
Sem fyrr leiddumst við amma
fram, en nú námum við staðar við
hurðina inn á ganginn. Amma setti
fingur á munn sér til merkis um að ég
yrði að vera alveg hljóð, ég kinkaði
andagtug kolli. Síðan opnaði amma
hurðina ofurvarlega, við stigum inn á
ganginn og læddumst eins og þjófar
á nóttu að búrhurðinni. Amma stakk
lyklinum í skrána og sneri honum með
tilburðum, ég beið spennt en gaf karl-
inum á ofninum hornauga meðfram
því að fylgjast með tilfæringum
ömmu við að opna dyrnar að helgi-
dómnum. Svo gengum við hátíðlegar
á svip inn í þetta litla hvítmálaða
herbergi með brúna gólfdúknum, litla
glugganum og öllum vegghillunum
sem voru sneisafullar af ýmiss konar
venjulegri matvöru. En ég hafði lítinn
áhuga á þeim. Áhugi minn beindist
að marglitum, fagurlega myndskreytt-
um baukum með loki á, sem afi hafði
komið með frá útlöndum.
Baukar þessir voru fullir af brj óst-
sykursmolum af öllum mögu-
legum stærðum og gerðum, svo var
þarna kandísinn góði, súkkulaði og
karamellur. Þvílíkt góðgæti stenst
enginn, en það var ekki hlaupið að því
að fá mola, svona að tilefnislausu.
Onei, nú þurfti að spyrja búálfinn sem
ríkti í búrinu, þennan sem þurfti ein-
hverra hluta vegna að nálgast hljóð-
lega og með mikilli varfæmi.
Svo þegar ég var búin að hvísla því
að ömmu að mig langaði í mola,
spurði amma - upp í “gotteríishilluna”
- hvurnig það væri, hvort Ásta litla
hefði verið það þæg þennan daginn
að hún ætti skilið að fá eitthvað gott í
munninn? Eg beið svarsins með
öndina í hálsinum og tvísté af spenn-
ingi. (Fæ ég? Fæ ég ekki?)
Amma var alltaf sammála álfinum.
Ef hann sagði já, þá brosti amma,
kinkaði kolli og sagði “sammála”, ég
varpaði öndinni léttar og valdi mér
hamingjusöm góðan mola. Elsku
búálfur! En ef hann sagði nei, þá var
amma döpur á svip, kinkaði kolli og
sagði “sammála”, ég varð vonsvikin
og fýld, þó ég vissi að ég hafði unnið
tilþessa. Það var bara þetta. -Hvemig
vissi hann alltaf allt? Leiðinlegi
búálfur.
Enn þann dag í dag sé ég álfana
hennar ömmu ljóslifandi fyrir
mér (þó ég sé staurblind á þeirra
sviði). Blómálfana eins og litla,
marglita ljósdepla svífa á örsmáum
vængjum milli blómanna, búálfinn í
forstofunni á stærð við 2ja til 3ja ára
barn, góðlegan karl, með mikið grátt
skegg, rauða topphúfu, í grænni
treyju, brúnum buxum og sauðskinns-
skóm, búálfinn í búrinu á stærð við
löngutöng, grænklæddan frá toppi til
táar, skegglausan og frekar fýlulegan
á svip. Já, þeir eru allir orðnir jafn
raunverulegir og karlfauskurinn á
ofninum var, þessi ógnvekjandi
trékarl með gormahálsinn.
Það að alast upp með álfum, ef svo
má að orði komast, gerði mér ekkert
nema gott. Það kenndi mér að bera
virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi í
kringum okkur, hvort sem það er
þessa heims eða annars. Enda trúi ég
staðfastlega á tilvist álfa og huldufólks
og virði allar sögusagnir um álaga-
bletti og bústað hulduvera í klettum
og björgum. Og ég vona svo sannar-
lega að á mínu heimili búi a.m.k. einn
búálfur og honum líði jafnvel og álf-
unum hennar ömmu.
Ásta Magnea Signiarsdóttir.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
33