Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 39
Hins vegar væru þjónustugjöld of há, hinir tekjulægstu veigruðu sér við að fara til læknis eða drægju það von úr viti af efnalegum ástæðum. Olafur sagði að nú áraði vel og benti ráða- mönnum á að almenningur vildi ekki spara í heilbrigðisþjónustu. Hann vildi draga úr dýrum legudeildum, nýta meir sjúkrahótel. “Þó sannleik- urinn sé dýrmætur er óþarfi að fara sparlega með hann”, voru lokaorð landlæknis. orkell Guðbrandsson yfirlæknir nefndi sitt erindi: Lífshættir og hjartasjúkdómar. Hann vék að fyrirbyggjandi þáttum. Vandinn sá að kransæðasjúkdómar leggjast á fólk á besta aldri. Offita fer vaxandi sem dæmi, en áhættuþættir væru margir s.s. erfðir en meiri hlutinn lægi í um- hverfi okkar eða lífsháttum. Hann nefndi reykingar, streitu í hraða nú- tímalífs, andlega og félagslega ein- angrun, kyrrsetu, ofnæringu, erfðir aðeins 20%. Ráð til varnar: reykbind- indi. hreyfing, halda kjörþyngd, að gæta eðlilegrar blóðfitu og blóð- þrýstings, ná slökun og andlegu jafn- vægi. Verst væri ef margir áhættu- þættir virkuðu saman, þá þyrftu menn S Alyktun formanna- fundar VMSÍ Víða að fá réttlætismál okkar og barátta fyrir þeim verðugan stuðning. Eitt nýjasta dæmið er frá formannafundi Verkamannasam- bands íslands á Akureyri í októberlok. Þar var samþykkt svohljóðandi ályktun um tryggingamál. Allt frá árinu 1992 hafa greiðslur úr almenna tryggingakerfinu verið skertar miðað við þróun lægstu launa. Fundur for- manna innan Verkamannasambands Islands haldinn á Akureyri 28.-29. október 1998, krefst þess að þetta misvægi verði leiðrétt og í framhaldi af því fylgi greiðslur úr tryggingakerf- inu þróun lægstu launa. Einnig krefst fundurinn þess að þau skerðingarákvæði sem koma til vegna launa úr lífeyrissjóðum og vegna tekna maka verði afnumin hjá Tryggingastofnun ríkisins. Við færum formönnunum fjarska góðar þakkir fyrir veitta liðsemd sem sannarlega er mikils virði. máske allt í senn að breyta um lífsstíl almennt, fara í líkamsrækt, skipta um neyslumynstur og hætta að reykja. Brýndi fyrir mönnum að láta fylgj- ast vel með blóðþrýstingi, heima- mæling væri t.d. ódýr lausn. Hann benti á að áður hefðu menn haldið að aldraðir þyldu hækkaðan blóðþrýsting betur en aðrir, slíkt væri kórvilla. Itrekaði við fólk að þjálfa sig vel og gleyma ekki að slaka á. Auður Olafsdóttir og Sólrún Oskarsdóttir yfirsjúkraþjálfarar HL. — stöðvar áttu svo lokaerindið: “Láttu þér líða vel”. ær vöktu athygli á því að auðvelt væri að hvíla í sig þreytu og sofa í sig svefn og þótti mörgum tíðindi. Hámarksgeta fólks auðvitað misjöfn, en líkamleg áreynsla lífs- nauðsyn. Eftir áföll og veikindi setti eðlilega kvíða að fólki, hvað tæki nú við? Hér væri hjartaendurhæfing mjög góð, eftir aðgerð færu 6-8 vikur í viðhald og fræðslu og svo tækju við 4 vikur eða meir í líkamlegri þjálfun, sem sinnt væri bæði á Reykjalundi og HL stöðvunum. Fyrir hjartasjúklinga væri mikil nauðsyn fastmótaðs kerfis: hjartaendurhæfing, háþrýstingseftirlit, blóðfitueftirlit, lækniseftirlit. Sem best eftirfylgd brýn nauðsyn. Þær lögðu áherslu á reglubundna þjálfun tvisvar til þrisvar í viku, hópþjálfun gjarnan best enda víða stunduð hér á landi af HL hópum. Hana þarf að auka enn. Rösk ganga er góð, öll hreyfing er holl og nefndu þær dans sem dæmi og það tekur ritstjóri svo sannarlega undir. Þetta var hið fróðlegasta málþing, vel sótt sem og mun þing LHS hafa fjölsótt verið einnig. Arangur starfs þeirra er ótrúlegur og hann ber allri þjóðinni að þakka. H.S. Formenn aðildarfélaga • • / Oryrkjabandalags Islands Alnæmissanitökin á íslandi: Ingi Rafn Hauksson. Blindrafélagið: Helgi Hjörvar. Blindravinafélag íslands: Helga Eysteinsdóttir. Daufblindrafélag Islands: Jón Jónasson. Félag aðstandenda Alzheimersjúkl: María Jónsdóttir. Félag heyrnarlausra: Berglind Stefánsdóttir. Félag nýrnasjúkra: Dagfríður Halldórsdóttir. Foreldrafélag misþroska barna: Matthías Kristiansen. Foreldra- og styrktarf. heyrnard: Málfríður Gunnarsdóttir. Geðhjálp: Pétur Hauksson. Geðverndarfél. Islands: Tómas Zoéga. Gigtarfélag Islands: Einar S. Ingólfsson. Heyrnarhjálp: Guðjón Yngvi Stefánsson. LAUF: Astrid Kofoed-Hansen. Málbjörg: Benedikt E. Benediktsson,. MG-félag íslands: Ólöf S. Eysteinsdóttir,. MND-félag íslands: Rafn R. Jónsson. MS-félag íslands: Vilborg Traustadóttir. Parkisonsamtökin: Nína Hjaltadóttir. Samtök sykursjúkra: Sigurður V. Viggósson. SIBS: Haukur Þórðarson. SPOEX: Helgi Jóhannesson. Sjálfsbjörg: Arnór Pétursson. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Þórir Þorvarðarson. Styrktarfélag vangefinna: Hafliði Hjartarson. Tourette-samtökin á Islandi: Elísabet Magnúsdóttir. Umsjónarfélag einhverfra: Astrós Sverrisdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.