Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Side 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Side 44
Frá hátíð Sjálfsbjargar. HÁTÍÐ VEGLEG OG VÖNDUÐ Sjálfsbjörg á höfuðborgar- svæðinu hélt myndarlega upp á 40 ára afmæli sitt með hófi fyrir félaga og gesti hinn 1. nóv. sl. Raunar var þetta annar í afmæli því áður hafði félagið opnað unaðsreit sinn við Elliðavatn s.s. hér hefur glögglega verið greint frá. Formaðurinn Sigurrós M. Sigur- jónsdóttir setti hina fjölsóttu sam- komu í Ársal Hótel Sögu og minnti á baráttu félagsins og helstu áfanga á 40 ára ferli. Þar hefðu oft vænir sigrar unnist þó langt væri enn í land með fullnaðarsigur. Hún kall- aði til sín velgjörðamann félagsins: Magnús Hjaltested Vatnsenda- bónda og veitti honum verðuga viðurkenningu fyrir mikilvægan stuðning við félagið. Þá flutti ávarp Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, færði félaginu þakkir sambandsins fyrir farsæl störf og gott samstarf. Hann ræddi nokkuð fyrirhugaðan flutn- ing málefna fatlaðra til sveitarfélag- anna og kvaðst vænta hins besta af því þar sem Sjálfsbjörg yrði að sjálfsögðu með sín hollu áhrif. Þá kom á vettvang Sigrún Hjálmtýsdóttir með undirleikara sínum Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur og fluttu þær stöllur nokkur lög við frábærar undirtektir að vonum. Eftir að menn höfðu satt sárasta hungrið af kræsingum þeim sem á borð voru bornar voru flutt ávörp. Haukur Þórðarson form. Öryrkjabandalagsins flutti Sjálfsbjörg hlýjar heillaóskir bandalagsins, kvað Sjálfsbjörg einn traustasta hornstein bandalagins. Arnór Pétursson form. Sjálfs- bjargar. landssambands flutti ham- ingjuóskir landssambandsins, hvatti til vökullar varðstöðu og veit- ullar sóknar í málefnum öryrkja. Færði minningarblómvendi um fallna félaga er í forystu hefðu staðið og voru þeir á leiði þeirra lagðir síðar. Þá afhenti Jóhannes Þór Guð- bjartsson fulltrúum nokkurra fyrir- tækja viðurkenningu fyrir stuðning við Sjálfsbjörg og mættu nokkrir þeirra en hinum sent, þau voru: Dynjandi hf, Gunnars majones hf, Natan og Olsen hf, Osta- og smjörsalan, Seðlabanki Islands, Sjóvá-Almennar, Smith og Norland hf, Trygging hf. og Tryggingamið- stöðin hf. Þá kynnti Jón Stefánsson form. Halaleikhópsins leikatriði hópsins sem var listilega flutt sem þeirra Hala var von og vísa. Ólafur Oddsson varaform. Sjálfsbjargar veitti svo styttur til eftirtalinna einstaklinga fyrir vel unnin störf að félagsmálum. Þau voru: Guðrún Guðmundsdóttir, Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir, Oddný Jónsdóttir, Ólöf Ríkarðs- dóttir, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir og Vilborg Tryggvadóttir. Þakkarskjal fengu: Jóhannes Þór Guðbjartsson, Sigmar Ó. Maríusson og Sigurður Pálsson. Viðurkenningarskjöld hlaut Hannes Hákonarson fyrir frumkvæði í ferðamálum fatlaðra. Næst flutti ungur félagi í BUSLI Aðalbjörg Gunnarsdóttir ljóð. Að lokum flutti formaður þakk- arávarp og hvatti fólk duglega til dáða. Undirritaður stýrði þessu vel heppnaða hófi og flutti félaginu tvær stökur sem hér fylgja á eftir. H.S. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.