Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 8
Yfirlit formanns málanefnd okkar til að Öryrkja- bandalagið gerði ráðstafanir til að freista þess að hrinda af stað aukinni umræðu um kjör öryrkja, bæði með beinni kynningu og margvíslegum óbeinum aðferð- um sem minna færi fyrir, en væru til þess hugsaðar að ýta undir þessa umræðu. Tilgangurinn var auðvitað að hin aukna umræða yrði til þess að vandinn yrði við- urkenndur á vettvangi þeirra sem með völdin færu og sú viðurkenning myndi loks leiða til einhverra þeirra úrbóta sem okkar fólk mætti njóta. Þegar litið er yfir þessi fimm ár hefur Öryrkja- bandalaginu ekki aðeins tekist að hafa áhrif á þjóð- félagsumræðuna heldur einnig að ná frarn meiri viðurkenningu á barátt- umálum sínum - viðurkenn- ingu sem hefur skilað sér í raunhæfum aðgerðum sem hönd er á festandi. í þessu sambandi skulu fáein baráttumál nefnd. 1. Fyrir fimm árum gagn- rýndum við enn harðlega að vasapeningar þeima öryrkja sem dveldust á stofnunum næmu ekki nema um helmingi grunnlífeyris. Fyrir Alþingiskosningamar 1999 sáu stjómvöld sér ekki lengur fært að hunsa þessa gagnrýni. Niðurstaðan varð sú að hækka þessa fjárhæð algerlega til jafns við fullan gmnnlífeyri, og síðan, í kjölfar hins svokallaða öryrkja- dóms, að hverfa að fullu frá skerðingu vasapeninga vegna tekna maka. 2. I aðdraganda þessara sömu þingkosninga gagnrýndum við einnig þá ijarstæðukenndu reglu að telja einstæðar mæður hafa fjárhagslegt hagræði af sambúð við bam sitt eða böm og telja þær fyrir bragðið hvorki eiga rétt á heimilisuppbót né sér- stakri heimilisuppbót, eins og þá var við lýði. Létum við þau boð út berast, bæði til Trygginga- stofnunar og ráðuneytis trygg- ingamála, að yrði þessu ekki breytt myndi Öryrkjabandalagið bæta þessu máli við það stóra mál sem þá þegar hafði verið höfðað á hendur stjómvöldum. Eftir að málið var komið í há- mæli, einkum með sjónvarpsvið- tali við móður sem reiðubúin var að ljá bandalaginu nafn sitt til málsóknar, treysti þáverandi tryggingamálaráðherra sér ekki til annars en að ganga að fullu og öllu að kröfum bandalagsins. Gagnvart þeim einstæðu mæðr- um sem ekkert hafa nema bætur almannatrygginga hefur þetta þýtt um 35 þúsund króna kjara- bót á mánuði eða um 60% hækk- un á þeim bótum sem þær að óbreyttu hefðu fengið. 3. Á fyrri hluta þessa tíma- bils gagnrýndum við það harð- lega hvemig tekjutrygging ör- yrkja væri skert vegna tekna maka, hvemig þær byrjuðu að skerðast við óverulegar tekjur makans uns fljótlega væri ekkert eftir nema grunnlífeyrir sem næmi lægri íjárhæð en þeirri sem hið opinbera liti sjálft á sem al- gert lágmark til framfærslu unga- barna. Eftir umdeildan dóm Hæstaréttar, dóm sem við teljum raunar að ríkisstjómin hafi ekki enn fullnægt, er staðan þó orðin sú að hafi öryrki ekkert nema bætur almannatrygginga heldur hann að minnsta kosti 52 þúsund krónum, sem er rúmlega 150% hækkun frá því sem að óbreyttu hefði verið. Áður byrjaði tekju- trygging hans að skerðast þegar mánaðartekjur mak- ans fóm fram úr um 40 þúsund krónum, en nú heldur hann fullri og óskertri tekjutryggingu þar til mánaðartekjur makans fara fram úr um 165 þús- und krónum. Þetta þýðir í reynd að lægst launuðu mak- amir ná ekki að hrófla við fullri og óskertri tekjutryggingu ör- yrkjans og heldur hann því rúm- um 60 þúsund krónum óskertum, sem er þrefalt hærri upphæð en hann hefði fengið ef Öryrkja- bandalagið hefði ekki kært ríkis- valdið fyrir dómstólum. Eins og nærri má geta eykur þetta ekki aðeins á sjálfstæði þeirra öryrkja sem þegar em í sambúð eða hjónabandi, heldur gerbreytir þetta að auki möguleikum þeirra sem hyggja á slíkt eða vilja að minnsta kosti ekki búa við lög sem gera þeim nær ókleift að stofna til sambúðar eða hjóna- bands ef hugur þeirra kynni að standa til þess einhvem tíma síð- ar á lífsleiðinni. 4. I löngu og erfiðu samn- ingaferli sem staðið hafði yfir frá því áður en hinn svokallaði ör- Amþór Helgason í ræöustól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.