Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 37

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 37
hópur. Tilgangurinn með náms- ferðum og vinnufundum sér- fræðinganna í ýmsum löndum var að greina svipuð dæmi og mismun í starfi og einnig að setja fram fyrstu skilgreininguna sem byggð var á reynslu þannig að hægt var að benda á lykilatriði á sviði umskipta sem vert væri að athuga, efla eða breyta. Vandamálin hin sömu I niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að helstu vandamál sem nemendur, ljölskyldur þeirra og sérfræðingar standa frammi fyrir við um- skipti úr námi og út í at- vinnulífíð eru mikið til hin sömu og nátengd hvert öðru. Þau beinast einkum að eftirfarandi þáttum: • Hvemig á að draga úr eða hindra að fjöldi nem- enda hætti námi og að ungt fólk sé atvinnulaust? • Hvemig á að auka að- gengi að góðri menntun og þjálfun? • Hvemig á að veita ungu fólki þá hæfni sem samsvarar getu þess og gera því þannig kleift að takast á við fullorðinsár og at- vinnulíf? • Hvemig er hægt að stuðla að auknum samskiptum og gagn- kvæmum skilningi milli skóla og atvinnulífs? Megin markmið með rann- sókninni var að gefa yfírlit yfir aðferðir og ferli sem virtust skila árangri og leggja fram almenna skilgreiningu á viðkomandi eig- inleikum og hindrunum, sem og að tilgreina mikilvæga þætti í umskiptaferlinu. Síðast en ekki síst að koma með tillögur til úr- bóta á umskiptaferlinu, setja fram efni til umhugsunar og frekari mótunar sem beint er til stefnumótandi aðila, stjómmála- manna og fræðimanna og miða að því að veita leiðbeiningar um hvemig vinna má betur að því að þróa og koma á umskiptaferli til að umskipti úr námi og út í at- vinnulífið verði fötluðum nem- endum sem auðveldust. Hvernig gera má umskiptin skilvirkari I tillögum til úrbóta kemur fram að mikilvægt sé að koma á löggjöf til stuðnings því ferli sem felst í umskiptum. Efla þurfí úr- bætur á samræmdri stefnu á ýms- um þjónustusviðum og tryggja að raunhæfum aðferðum sé beitt við að innleiða samþykkta lög- gjöf. Taka þarf tillit til skoðana sem fram koma meðal þeirra frjálsu félagasamtaka sem starfa með fötluðum og í þeirra þágu. Auka þarf persónulegt sjálfstæði og tryggja markvissara eftirlit og mat á öllum "hjálpar"úrræðum til handa fötluðum, svo sem skattaí- vilnunum og að öll þjónusta sé fyrir hendi á landsvísu. Upplýs- ingar fyrir vinnuveitendur hvað snertir lagalegar og stefnumót- andi aðgerðir þurfa að liggja fyr- ir og koma verður á tengslaneti á landsvísu sem viðkomandi aðilar eiga aðild að. Sérfræðingar ættu að tileinka sér ríkjandi löggjöf og meta nýsköpunarverkefni innan sveitarfélaga og dreifa upplýs- ingum um niðurstöður þeirra. Tryggja á að nemandi taki þátt í umskiptaferlinu og að persónu- legar óskir hans séu virtar. Nem- andinn, fjölskylda hans og sér- fræðingar verða að vinna saman að því að setja saman einstakl- ingsbundna áætlun. Skólum þarf að sjá fyrir nauðsynlegum úrræð- um (tíma og ráðstöfunarfé) og starfshættir sérfræðinga þurfa að vera þannig að þeir séu sem mest samvistum við nemandann og fjölskyldu hans og byrja þarf eins fljótt og hægt er að vinna að umskiptaáætl- un, sem nemandinn, fjöl- skyldan og þeir sérfræðing- ar sem síðar koma að mál- inu, jafnt innan skólans sem utan, hafa aðgang að og hún þarf að vera í aðgengi- legu formi fyrir námsmenn sem eiga t.d. við lestrarörð- ugleika að etja. Hvetja þarf nemandann eins og hægt er til að hann geri sér grein fyrir eigin kunnáttu og fæmi. Þá er bent á að sjá verði til þess að við umskipti sé unnið að ein- staklingsbundinni námsáætlun þar sem stuðlað er að framförum nemandans og tillit tekið til allra breytinga sem verða á skóla- göngu hans. Nauðsynleg úrræði þurfí að vera fyrir hendi í skólum til að tryggja einstaklingsbundna námsáætlun sem metin skal með reglubundnum hætti af nemand- anum, fjölskyldu hans sem og viðkomandi sérfræðingum innan skóla sem utan. Nemandinn á að vera miðpunktur við þróun ein- staklingsbundinnar námsáætlun- ar og einstaklingsbundinnar um- skiptaáætlunar og afla skal nauð- synlegrar aðstoðar í hópvinnu við að þróa einstaklingsbundna Þegar fólk missir starfsgetu, vegna slysa eða veikinda sem leiða til örörku, er nauðsyn að eiga möguleika á endurhæfingu til nýrra starfa. tímarit öryrkjabandalagsins 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.