Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 41

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 41
Sjálfboðaliðar unnu hundruð mótmælaspjalda og borða fyrir gönguna. Myndir: Þjv. Leifur Magnús Kjartansson var beð- inn að annast framkvæmdastjórn göngunnar og varð hann við þeirri beiðni. Var nú hafist handa við að útvega efni og mála á borða og spjöld. Fjöldi sjálfboða- liða gaf sig fram og var verkið unnið í félagsheimili Sjálfsbjarg- ar og á ýmsum endurhæfmgar- stofnunum. Málaðir voru hátt á annað hundrað borðar til að bera í göngunni. Blaðamannafundir voru haldnir, greinar og viðtöl um málefni fatlaðra birtust í blöðum og útvarpi. Reynt var af fremsta megni að vekja athygli á J afnrétti sgöngunni. Leitað var til félaga, fyrirtækja og einstaklinga og voru undir- tektir yfirleitt mjög góðar og jafnvel kom fyrir að menn þökk- uðu fyrir að þeim skyldi gefínn kostur á að vera með. Bifreiða- stöðvar og ijölmargir einstakl- ingar buðu aðstoð sína við að hjálpa þeim í gönguna sem ekki gátu komist á eigin vegum. A göngudaginn birtust í fjölmiðlum áskoranir frá fjölmörgum félög- um, þar á meðal stéttarfélögum, og var fólk hvatt til að mæta í Jafnréttisgönguna og vinnuveit- endur beðnir að gefa því starfs- fólki frí sem vildi taka þátt í henni. Árangurinn lét ekki á sér standa því að þrátt fyrir rigningu hópaðist fólk að Sjómannaskól- anum þennan dag upp úr hádegi. Meðal göngumanna var fólk frá verkalýðsfélögum sem höfðu tekið að sér að skipuleggja göng- una. Um klukkan tvö e.h. lagði gangan af stað og léku skóla- lúðrasveitir Árbæjar og Breið- holts undir stjóm Olafs L. Krist- jánssonar. Þá var sunginn bragur sem Pétur Þorsteinsson hafði ort í tilefni dagsins. - Fólk í hjóla- stólum fór fremst og kom öllum á óvart hversu sá hópur var fjöl- mennur, enda var þama saman komið fleira fólk en nokkurn hafði órað fyrir eins og sjá má af því að þegar hinir fremstu í göngunni komu að Kjarvalsstöð- um voru þeir síðustu að leggja af stað frá Sjómannaskólanum. Talið er að um tíu þúsund manns hafí tekið þátt í Jafnréttisgöng- unni. Eftir að borgarstjórn og borgar- stjóri höfðu boðið göngufólk vel- komið og boðið upp á veitingar vom flutt ávörp og ræður. Fyrst- ur tók til máls borgarstjórinn Eg- ill Skúli Ingibergsson. Síðan töl- uðu af hálfu Sjálfsbjargar: Rafn Benediktsson, Theódór A. Jóns- son, Amór Pétursson og Magnús Kjartansson. Því næst borgarfull- trúarnir: Sigurjón Pétursson, Birgir Isleifur Gunnarsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Kristján Benediktsson. - Að lokum talaði Vilborg Tryggvadóttir af hálfu Sjálfsbjargar og las m.a. fjöl- margar kveðjur sem borist höfðu víðsvegar af landinu. - Borgar- stjóri og borgarfulltrúar tóku í ræðum sínum mjög undir kjörorð dagsins um aukið jafnrétti til handa fötluðum. Jafnréttisgangan og fundurinn að Kjarvalsstöðum ollu ekki neinni byltingu á aðstöðu fatl- aðra enda ekki við því að búast. Að henni lokinni var mörgum mun ljósara en áður hve stóran hóp hér var um að ræða og hve mikil nauðsyn var á að þessi fjöldi gæti átt greiðan aðgang að störfum í þjóðfélaginu. Hvað gerðist eftir Jafnréttis- gönguna? Ekki var langt að bíða þess að borgaryfirvöld tækju ákvörðun um að vinna að úrbótum í mál- efnum fatlaðra og á fundi í borg- arráði þann 26. september voru eftirtalin tilnefnd í nefnd. Adda tímarit öryrkjabandalagsins 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.