Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 3

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 3
Ritstjórapistill Frá ritstjóra Sótt og sigrað jóðfélaginu er stundum líkt við flókna skák. í raun má halda því fram að teflt sé á mörgum borðum. Nokkrir tefla fj öltefli og sækja að þeim ýmsir andstæðingar. Tekist er á um ólík álitamál og verða ýmsir ofan á. Oryrkjabandalag Islands hefur allt frá stofnun þess árið 1961 beitt sér fyrir bættum hag fatlaðra hér á landi. Þrátt fyrir að hægt hafi miðað hefur þó mörgu þokað áleiðis. Á síðasta áratug 20. aldar virtist verða einhver viðhorfs- breyting hjá stjómvöldum gagn- vart íslenska velferðarkerfínu. Stjórnvöld töldu þá nauðsynlegt að skera niður ríkisútgjöld vegna nokkurrar efnahagskreppu og var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur enda varð það einna fyrir- hafnarminnst. Árið 1993 var lögum um al- mannatryggingar breytt vegna að- ildar Islands að Evrópska efna- hagssvæðinu. Þar var ekki að finna ákvæði um skerðingu tekju- tryggingar vegna tekna maka. Stjómvöld settu slík ákvæði eigi að síður í reglugerð. Garðar Sverrisson, er síðar varð formaður Öryrkjabandalags Islands, kom fljótlega auga á þennan annmarka og vakti athygli ýmissa aðila á honum. Leiddi það til þess að lög- um um almannatryggingar var Arnþór Helgason kynnir skýrslu fram- kvæmdastjóra á aðal- fundi Öryrkjabanda- lagsins. Hann lætur einnig hugann reika og fjallar um bág kjör ör- yrkja. enn breytt skömmu fyrir jólin 1998 og var nú skotið inn setn- ingu um heimild til þess að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka. Vegna stirðra samskipta við stjómvöld var því ekki annað fyr- ir hendi en að höfða mál til þess að fá þessum ákvæðum hnekkt. Arnþór Helgason framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins Hinn 19. desember árið 2000 kvað Hæstiréttur upp tímamóta- dóm þar sem skerðingin var ekki talin standast mannréttindaá- kvæði stjómarskrárinnar. Ríkis- stjómin brást við með því að setja lög um takmarkaða skerðingu tekjutryggingarinnar og hefur ætíð verið litið á þetta ákvæði sem eins konar hefndarráðstöfun í garð Öryrkjabandalags Islands. Hefði dómnum verið hlýtt næmi viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna óskertrar tekjutryggingar vart nema tæpum 70 milljónum á ári. AÐILDARFELÖG ÖRYRKJABANDALAGSINS Alnæmissamtökin á íslandi Blindrafélagið Blindravinafélag íslands Daufblindrafélag íslands FAAS - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga Félag heymarlausra Félag lesblindra Félag nýmasjúkra Foreldrafélag misþroska bama Foreldra og styrktarfélag heymardaufra Geðhjálp Geðvemdarfélag íslands Gigtarfélag íslands Heymarhjálp LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki Málbjörg MG-félag íslands MND-félag Islands MS-félag fslands Parkinsonsamtökin á íslandi Samtök psoriasis og exemsjúklinga Samtök sykursjúkra SEM samtökin SÍBS - Samband ísl. berkla- og bijóstholssjúklinga Sjálfsbjörg Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag vangefinna Tourette samtökin Umsjónarfélag einhverfra tímarit öryrkjabandalagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.