Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 3

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 3
Ritstjórapistill Frá ritstjóra Sótt og sigrað jóðfélaginu er stundum líkt við flókna skák. í raun má halda því fram að teflt sé á mörgum borðum. Nokkrir tefla fj öltefli og sækja að þeim ýmsir andstæðingar. Tekist er á um ólík álitamál og verða ýmsir ofan á. Oryrkjabandalag Islands hefur allt frá stofnun þess árið 1961 beitt sér fyrir bættum hag fatlaðra hér á landi. Þrátt fyrir að hægt hafi miðað hefur þó mörgu þokað áleiðis. Á síðasta áratug 20. aldar virtist verða einhver viðhorfs- breyting hjá stjómvöldum gagn- vart íslenska velferðarkerfínu. Stjórnvöld töldu þá nauðsynlegt að skera niður ríkisútgjöld vegna nokkurrar efnahagskreppu og var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur enda varð það einna fyrir- hafnarminnst. Árið 1993 var lögum um al- mannatryggingar breytt vegna að- ildar Islands að Evrópska efna- hagssvæðinu. Þar var ekki að finna ákvæði um skerðingu tekju- tryggingar vegna tekna maka. Stjómvöld settu slík ákvæði eigi að síður í reglugerð. Garðar Sverrisson, er síðar varð formaður Öryrkjabandalags Islands, kom fljótlega auga á þennan annmarka og vakti athygli ýmissa aðila á honum. Leiddi það til þess að lög- um um almannatryggingar var Arnþór Helgason kynnir skýrslu fram- kvæmdastjóra á aðal- fundi Öryrkjabanda- lagsins. Hann lætur einnig hugann reika og fjallar um bág kjör ör- yrkja. enn breytt skömmu fyrir jólin 1998 og var nú skotið inn setn- ingu um heimild til þess að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka. Vegna stirðra samskipta við stjómvöld var því ekki annað fyr- ir hendi en að höfða mál til þess að fá þessum ákvæðum hnekkt. Arnþór Helgason framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins Hinn 19. desember árið 2000 kvað Hæstiréttur upp tímamóta- dóm þar sem skerðingin var ekki talin standast mannréttindaá- kvæði stjómarskrárinnar. Ríkis- stjómin brást við með því að setja lög um takmarkaða skerðingu tekjutryggingarinnar og hefur ætíð verið litið á þetta ákvæði sem eins konar hefndarráðstöfun í garð Öryrkjabandalags Islands. Hefði dómnum verið hlýtt næmi viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna óskertrar tekjutryggingar vart nema tæpum 70 milljónum á ári. AÐILDARFELÖG ÖRYRKJABANDALAGSINS Alnæmissamtökin á íslandi Blindrafélagið Blindravinafélag íslands Daufblindrafélag íslands FAAS - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga Félag heymarlausra Félag lesblindra Félag nýmasjúkra Foreldrafélag misþroska bama Foreldra og styrktarfélag heymardaufra Geðhjálp Geðvemdarfélag íslands Gigtarfélag íslands Heymarhjálp LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki Málbjörg MG-félag íslands MND-félag Islands MS-félag fslands Parkinsonsamtökin á íslandi Samtök psoriasis og exemsjúklinga Samtök sykursjúkra SEM samtökin SÍBS - Samband ísl. berkla- og bijóstholssjúklinga Sjálfsbjörg Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag vangefinna Tourette samtökin Umsjónarfélag einhverfra tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.