Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 29
Opnugrein
unarfræði, er að gera sig gildandi
á Islandi þessi misserin á sama
hátt og víða erlendis. Rannsókn-
in og ritgerðin voru annars vegar
innlegg í rannsóknir og umræðu
innan fötlunarfræðanna og hins
vegar var markmiðið að setja
fram hagnýtar ábendingar og til-
lögur um úrbætur.
Flokkun herðatrjáa í Örva fyrir Zöru,
Hagkaup og fleiri verslanir Baugs.
Hvað var rannsakað?
Meginspumingamar sem settar
voru fram vom eftirfarandi:
- Hver er stjómsýsluleg staða
atvinnumála fatlaðra einstakl-
inga á Islandi og hvemig er þess-
um málaflokki stjómað? Hvert
er hlutverk opinberra aðila í
raun?
- Hvar eiga atvinnumál fatlaðs
fólks heima í stjórnkerfinu?
Eiga þau heima með atvinnumál-
um annarra og falla undir kerfi
Vinnumálastofnunar eða er rétt
að þau séu áfram flokkuð sem fé-
lagsþjónusta?
- Hvaða líkan eða sjónarhom
stefnugreiningar lýsir best
stefnumótun, ákvarðanatöku og
þróun í atvinnumálum fatlaðs
fólks á íslandi?
- Hvemig er stutt við nýsköpun
og frumkvæði? Hver er hvati
nýjunga og framþróunar og
hvaðan kemur frumkvæði?
Hvert er hlutverk hugmynda-
fræði hvað þessa þætti varðar?
Pökkun gíróseðla á vinnustofunni Ás.
Atvinnumál fatlaðra í öðrum
löndum
A liðnum ámm hafa miklar
breytingar orðið í löndunum í
kring um okkur. Þessar breyting-
ar hafa annars vegar ráðist af
þrengri fjárhag hins opinbera og
kröfum um sparnað og hag-
kvæmni og hins vegar af því að
fatlaðir einstaklingar hafa gert
kröfu um aukin réttindi. Á sama
...félagsmálaráðherra
tilkynnti opinberlega í
aðdraganda ársins að
yfirskrift íslenskra
stjórnvalda fyrir þetta
ár væri: "Sameiginleg-
ur vinnumarkaður" og
að lögð yrði sérstök
áhersla í félagsmála-
ráðuneytinu á atvinnu-
mál fatlaðra á árinu.
tíma og opinberir aðilar vilja
spara og hagræða, þrýstir fatlað
fólk og talsmenn þess á um auk-
in mannréttindi og að fatlaðir
einstaklingar eigi þess kost að
vinna á sömu vinnustöðum og
aðrir í samfélaginu.
Til að draga fram kjamann í
kröfum fatlaðra einstaklinga
hvað varðar atvinnumál er rétt að
vitna í ályktun sem samþykkt var
á Evrópuráðstefnu um fötlun
sem haldin var í Madríd í mars-
mánuði árið 2002. Ályktun þessi
gengur undir nafninu Madríd
ályktunin (Madrid declaration).
Ályktunin er sett fram fyrir hönd
yfír 50 milljóna fatlaðra Evrópu-
búa og setur fram þeirra sýn um
samþætt (inclusive) evrópskt
samfélag sem byggir á mannrétt-
indum og jöfnum tækifærum
allra og vinnur gegn sundur-
greiningu þegnanna (non-
discrimination). I þessari ályktun
er litið svo á að atvinna fatlaðs
fólks sé eitt af grundvallaratrið-
unum hvað varðar félagslega
samþættingu. Þar segir um at-
vinnumál fatlaðra einstaklinga:
"Gera verður sérstakar ráðstaf-
anir til að tryggja fötluðum ein-
staklingum atvinnu og leggja ber
áherslu á að þessi atvinna verði í
fyrirtækjum á almennum vinnu-
markaði. Þetta er eitt það mikil-
vægasta sem hægt er að gera ef
berjast á gegn félagslegri útilok-
un (social exclusion) fatlaðs
fólks og stuðla að sjálfstæðu lífi
þess og virðingu. Þetta gerir
kröfu um að ná þarf saman í eina
fylkingu öllum þeim aðilum í
samfélaginu sem málið varðar og
opinberum aðilum sem þurfa að
halda áfram að styrkja þær að-
gerðir sem stefna að þessu mark-
miði og þegar eru til staðar í
samfélaginu."
Það má segja að kenningar um
eðlilegt líf og samfélagsþátttöku
fatlaðs fólks séu innbyggðar í fé-
lagsmálastefnu og þjónustu við
fatlað fólk í flestum vestrænum
ríkjum. Stjómvöld em þó mis-
langt komin í að framfylgja þess-
tímarit öryrkjabandalagsins -■ - r n. 29