Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 45

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 45
vangi umræðu um málefni fatl- aðs fðlks í álfunni. Fyrir vikið hafa þau haft mikil áhrif á félags- lega og efnahagslega stefnumót- un í löndum Evrópu. Möguleikar fatlaðra einstakl- inga til atvinnu eru háðir kröfum markaðarins og ástandi atvinnu- veganna en einnig skiptir miklu aðgengi fatlaðra einstaklinga að menntun, almenningssamgöng- um, að upplýsinganetum, þjón- ustu og vörum. Af þeim sökum styður Evrópudeild Alþjóðasam- taka heilshugar tillögu Evrópu- samtaka fatlaðra um vinnu og verkþjálfun þ.e.a.s., þrýsta á und- irbúning sérstakrar stefnu Evr- ópusambandsins á grundvelli þriðju greinar Evrópusáttmálans. Slík stefna myndi sporna gegn mismunun fatlaðra og ófatlaðra einstaklinga á öðrum sviðum en þeim sem snerta atvinnumál. A síðustu árum hafa verið gefnar út margar skýrslur á veg- um Framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins um málefni fatlaðra einstaklinga. Stefna Evr- ópusambandsins í málefnum fatlaðra hefur verið að færast frá því að "mæta þörfum" í átt að aukinni áherslu á réttindi fatlaðra einstaklinga. Þetta var megin- inntak yfirlýsingar framkvæmda- stjómarinnar sem ber heitið "Til móts við Evrópu án þröskulda" (Towards a barrier-free Europe) sem gefin var út árið 2000. í henni er rakið hvemig best sé að tryggja aðgang fatlaðs fólks að stofnunum, fyrirtækjum og þjón- ustu samfélagsins. Nær tilskip- unin yfir stóran hluta af stefnu- málum ESB, allt frá baráttu gegn mismunun, til atvinnuþátttöku, samgangna og upplýsingatækni. Aðgangur fatlaðra einstaklinga að samfélaginu skiptir ekki að- eins máli í félagslegu tilliti held- ur einnig efnahagslegu. Rann- sóknir sýna að þeir em mun lík- legri en aðrir til að vera án at- vinnu - og það lengur - og að laun þeirra em oft undir meðal- launum. Fjarvera fatlaðra ein- staklinga frá atvinnumarkaðnum leggur miklar fjárhagslegar byrð- ar á opinberar stofnanir og sam- félagið allt þótt öllum sé ljóst að mjög margir fatlaðir einstakling- ar sækjast eftir atvinnu, sé þeim veittur viðeigandi stuðningur og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að fötlun er einn af þeim málaflokkum sem settir em á oddinn í tilskipuninni um jafna aðstöðu til atvinnu og í verkefna- áætluninni um baráttu gegn mis- munun. Evrópudeild Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun hvetur til þess að fljótt og vel verði unn- ið að því að hrinda í framkvæmd tilskipun Evrópusambandsins um jafna aðstöðu á vinnumark- aði. Tilskipunin var formlega gefin út í nóvember 2000 og er ætlað að vernda fatlaða einstakl- inga frá mismunun í atvinnu og starfsþjálfun. A alþjóðavettvangi hefur Evr- ópudeild Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun fagnað fmmkvæði Sameinuðu þjóðanna þar sem ákveðið hefur verið að vinna að undirbúningi yfirlýsing- ar um réttindi fatlaðra. Við erum þeirrar skoðunar að rétturinn til atvinnu sé eitt af meginatriðum þessarar yfirlýsingar og erum reiðubúin að styðja eftir mætti undirbúning hennar. Því fagnar Evrópudeild Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun skýrslu sem gefin var út fyrir skömmu af ILO, Alþjóða vinnumálastofnun- inni, sem ber heitið "Réttur fatl- aðra til mannsæmandi vinnu". Meginmarkmið Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar er að skapa tækifæri fyrir konur og karla, þar með taliðfatlað fólk, til að fá mannsæmandi og góð störf sem byggjast á frelsi, jafnrétti, öryggi og mannlegri reisn. í félagi við ILO hafa atvinnu- rekendur sent frá sér tilkynningu sem ætluð er fyrirtækjum og at- vinnurekendum sem ber yfir- skriftina "Að opna möguleika - Nýtt viðskiptalíkan fyrir fólk með fötlun". Evrópudeild Al- þjóðasamtaka um vinnu og verk- þjálfun er ákaflega ánægð með þetta frumkvæði atvinnurekenda. Fyrirtæki sem hafa framtíðar- sýn og vilja til að skapa umhverfi sem eflir þátttöku ólíkra hópa samfélagsins eiga eftir að blómstra. Fatlaðir einstaklingar geta og vilja vera hluti af þessari velgengni. Þessi leið á einnig eft- ir að efla samfélagið á breiðari grundvelli og stuðla að uppbygg- ingu félagslegrar samheldni og samkeppni á markaði. Enn vantar í umræðuna rödd þeirra þjónustuaðila sem sinna atvinnumálum fatlaðra. Dag hvem hrinda þeir í framkvæmd áformum, stefnumörkun og áætl- unum. An þeirra kæmu fyrir lítið vonir Qölmenns hóps fatlaðra einstaklinga um réttmætan sess í atvinnulífinu. Jafnvel þótt skýr vilji sé til jafnra atvinnutækifæra og jafn- réttis á vinnustöðum er ljóst að í raun er slíkt aðeins draumsýn tímarit öryrkjabandalagsins 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.