Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 27

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 27
Hjálpartæki sérstakalega kuldi hafa áhrif á gel-/viscous efnin, þannig að þau verða mjög hörð í kulda og mjög lin í hita. Gelsessur eru einnig fremur þungar sem getur verið ókostur. Sessur með lofti (uppblás- nar) þarf að stilla nákvæm- lega, þannig að þrýstingur verði hæfílegur fyrir notand- ann. (Leiðbeiningar um hvað er hæfilegur þrýstingur og hvemig á að stilla hann fylgja sessunni) Ekki er nóg að gera þetta einu sinni heldur þarf stöðugt að fylgjast með því að réttur þrýstingur haldist. Loft- sessur dreifa þrýstingi vel séu þær rétt stilltar og vinna þannig á móti þrýsti- og núningsskaða á húð og jafnvel sáramyndun. Þær em léttar og meðfærilegar fyrir þá sem kunna að stilla þær. Til eru margar tegundir af svampsessum sem hafa þá eigin- leika að mótast eftir þeim sem á þeim situr og dreifa þyngdinni. Hér í hjálpartækjamiðstöðinni höfum við notað samnefnið þrýstijöfnunarsvampur yfir þennan svamp sem kemur frá mörgum framleiðendum og er af mismunandi stífleika. Stífleiki og eðlisþyngd svamps í sessunni er m.a. valinn út firá þyngd not- andans. Oft er mismunandi stífl- eiki hafður í sömu sessunni. Þessar sessur eru oftast léttar og meðfærilegar. Allar sessur ásamt verum sama hvar í flokki þær eru er mikil- vægt að þrífa reglulega skv. leið- beiningum sem fylgja þeim. Þannig endast eiginleikamir best. Að lokum til að undirstrika hvað þarfímar em misjafnar, þá spurði ég nýlega mann sem er lamaður fyrir neðan mitti, hvem- ig sessa hentaði honum best. Ég átti satt að segja von á að svarið væri að hann notaði sessu úr efni sem dreifði þrýst- ingi vel. Nei, svarið var einföld svampsessa, ástæðan var að hún er létt og engar stillingar sem þarf að passa. Hann sagð- ist hinsvegar breyta setstöðunni reglulega með því að lyfta sér frá setfletinum eða skipta um stól, það væri mikilvægt. A vefsíðunni www.sitsite.net er eingöngu fjallað um setstöður, efni og tæki sem tengjast setstöð- um þar má m.a. fínna ítarlegri flokkun og umfjöllun um sessur. Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi Hjálpartækjamiðstöð TR | gjjjWI | Hefur þú skoðað vefínn um setstöður www.sitsite.net ? Vefsíðan er norrænt samvinnuverkefni þar sem markmiðið er að safna á einn stað efni um set- stöður í hjólastól - aðlögun - h jálpartæki og tengd málefni. Síðan er á norrænu tungumálun- um fimm og er ætluð öllum sem hafa áhuga á efninu, jafnt fagfólki sem notendum. A www.sitsite.net má finna bæði nytsamar og fræðilegar upplýsingar um vörur, aðlögun setstöðu í hjólastóla, hvaða ráðstefnur eru á döfinni og margt fleira. Vefsíðan er auk þess gagnvirk þannig að allir geta lagt sitt til málanna - deilt hugmyndum, þekkingu og leitað svara. A vefsíðunni má m.a. fínna úrval greina, t.d. samantekt Helle Dreier iðjuþjálfa um sessur "Yfírlit yfír sessur" og fýrirlestur Sigrúnar Guðjónsdóttur sjúkraþjálfara um "Val á hjólastólum fyrir aldraða". Viljir þú leggja þitt til málanna þá velurður hnappinn "samskipti" eða hefur samband við ritstjóra en þetta eru aðeins dæmi. Vefsíðan kynnir sig best sjálf. Kíktu inn á www.sitsite.net Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi Hjálpartækjamiðstöð TR tímarit öryrkjabandalagsins 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.