Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 27

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 27
Hjálpartæki sérstakalega kuldi hafa áhrif á gel-/viscous efnin, þannig að þau verða mjög hörð í kulda og mjög lin í hita. Gelsessur eru einnig fremur þungar sem getur verið ókostur. Sessur með lofti (uppblás- nar) þarf að stilla nákvæm- lega, þannig að þrýstingur verði hæfílegur fyrir notand- ann. (Leiðbeiningar um hvað er hæfilegur þrýstingur og hvemig á að stilla hann fylgja sessunni) Ekki er nóg að gera þetta einu sinni heldur þarf stöðugt að fylgjast með því að réttur þrýstingur haldist. Loft- sessur dreifa þrýstingi vel séu þær rétt stilltar og vinna þannig á móti þrýsti- og núningsskaða á húð og jafnvel sáramyndun. Þær em léttar og meðfærilegar fyrir þá sem kunna að stilla þær. Til eru margar tegundir af svampsessum sem hafa þá eigin- leika að mótast eftir þeim sem á þeim situr og dreifa þyngdinni. Hér í hjálpartækjamiðstöðinni höfum við notað samnefnið þrýstijöfnunarsvampur yfir þennan svamp sem kemur frá mörgum framleiðendum og er af mismunandi stífleika. Stífleiki og eðlisþyngd svamps í sessunni er m.a. valinn út firá þyngd not- andans. Oft er mismunandi stífl- eiki hafður í sömu sessunni. Þessar sessur eru oftast léttar og meðfærilegar. Allar sessur ásamt verum sama hvar í flokki þær eru er mikil- vægt að þrífa reglulega skv. leið- beiningum sem fylgja þeim. Þannig endast eiginleikamir best. Að lokum til að undirstrika hvað þarfímar em misjafnar, þá spurði ég nýlega mann sem er lamaður fyrir neðan mitti, hvem- ig sessa hentaði honum best. Ég átti satt að segja von á að svarið væri að hann notaði sessu úr efni sem dreifði þrýst- ingi vel. Nei, svarið var einföld svampsessa, ástæðan var að hún er létt og engar stillingar sem þarf að passa. Hann sagð- ist hinsvegar breyta setstöðunni reglulega með því að lyfta sér frá setfletinum eða skipta um stól, það væri mikilvægt. A vefsíðunni www.sitsite.net er eingöngu fjallað um setstöður, efni og tæki sem tengjast setstöð- um þar má m.a. fínna ítarlegri flokkun og umfjöllun um sessur. Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi Hjálpartækjamiðstöð TR | gjjjWI | Hefur þú skoðað vefínn um setstöður www.sitsite.net ? Vefsíðan er norrænt samvinnuverkefni þar sem markmiðið er að safna á einn stað efni um set- stöður í hjólastól - aðlögun - h jálpartæki og tengd málefni. Síðan er á norrænu tungumálun- um fimm og er ætluð öllum sem hafa áhuga á efninu, jafnt fagfólki sem notendum. A www.sitsite.net má finna bæði nytsamar og fræðilegar upplýsingar um vörur, aðlögun setstöðu í hjólastóla, hvaða ráðstefnur eru á döfinni og margt fleira. Vefsíðan er auk þess gagnvirk þannig að allir geta lagt sitt til málanna - deilt hugmyndum, þekkingu og leitað svara. A vefsíðunni má m.a. fínna úrval greina, t.d. samantekt Helle Dreier iðjuþjálfa um sessur "Yfírlit yfír sessur" og fýrirlestur Sigrúnar Guðjónsdóttur sjúkraþjálfara um "Val á hjólastólum fyrir aldraða". Viljir þú leggja þitt til málanna þá velurður hnappinn "samskipti" eða hefur samband við ritstjóra en þetta eru aðeins dæmi. Vefsíðan kynnir sig best sjálf. Kíktu inn á www.sitsite.net Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi Hjálpartækjamiðstöð TR tímarit öryrkjabandalagsins 27

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.