Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 6

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 6
Yfirlit formanns maður tjáði ráðherra að úr því sem komið væri hefði hann skilning á þessum vanda. Á hinn bóginn væri enn hægt að gera gott úr málum. Til að mynda væri enn mögulegt að ná saman um aðgerðir sem tækju gildi eigi síðar en 1. janúar 2004 þar sem kveðið væri á um úrbætur í tryggingamálum öryrkja. Gæfi sitjandi ríkisstjóm út skuldbind- andi yfirlýsingu í þá vem myndi Öryrkjabandalagið vera reiðubúið til að líta svo á að þar væri um að ræða réttarbætur í tilefni Evrópu- árs fatlaðra, enda lögfest fyrir árslok 2003. Þar sem bæði ráðuneytin, félags- og tryggingamála, vom á forræði sama stjórn- málaflokksins þróuðust mál á þann veg að formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, hóf virka þátttöku í úrlausn málsins. I kjöl- farið voru íjölmargir fundir haldnir, bæði með ráðherrum og embættismönnum. Niðurstaða þeirra varð sú að raunhæfasta og besta leiðin væri að gera róttæka breytingu á kerfi almannatrygg- inga, kerfisbreytingu sem Ör- yrkjabandalagið hafði kynnt og hvatt til á aðalfundi sínum haust- ið 1998. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Öryrkjabandalagsins gerðu tryggingamálaráðherra og for- maður bandalagsins samkomu- lag sem kynnt var opinberlega á fréttamannafundi í Þjóðmenn- ingarhúsinu þann 25. mars s.l. Með samkomulaginu, sem kveð- ur á um allt að tvöfalda hækkun grunnlífeyris frá og með 1. jan- úar 2004, er komið alveg sérstak- lega til móts við þá sem verða ör- yrkjar snemma á lífsleiðinni. En samkomulagið hafði ríkisstjómin samþykkt endanlega á fundi sín- um fyrr um daginn. í samkomulaginu er kveðið á um skipan sérstaks starfshóps sem geri endanlegar tillögur að breytingum á lögum um al- mannatryggingar samkvæmt því sem um var samið og skuli breyt- ingarnar taka gildi E janúar 2004. Segir í samkomulaginu að starfshópurinn skuli miða störf sín við eftirfarandi: Vel var mætt á aðalfundinn. E Stigið verði fyrsta skref til viðurkenningar á hinni marg- víslegu sérstöðu þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleið- inni. 2. Þeir sem yngstir verða öryrkjar til lífstíðar fá þannig hækkun á núverandi gmnnlífeyri frá Tryggingastofnun sem nemur allt að tvöföldun grunnlífeyris- ins. 3. Þeir sem verða öryrkjar síðar á lífsleiðinni fá hins vegar hækkun á núverandi gmnnlífeyri með hliðsjón af aldri, þannig að þeir sem verða öryrkjar 67 ára fá grunnlífeyri sem nemur sömu upphæð og ellilífeyrir frá Trygg- ingastofnun ríkisins. 4. Hækkunin kemur til framkvæmda E janúar 2004. I samkomulaginu er sömuleiðis gert ráð fyrir að starfsendurhæf- ing öryrkja verði efld og taki mið af þeim margvíslegu möguleik- um sem nú hafa skapast með breyttum atvinnuháttum. Er þetta gert til að ýta undir og opna möguleika öryrkja til að taka þátt í atvinnulífmu á sínum eigin for- sendum. í starfshópnum sem síð- ustu vikurnar hefur unnið að gerð frumvarps samkvæmt áður greindu samkomulagi sitja þrír fulltrúar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, einn fulltrúi fjármálaráðuneytis og formaður Öryrkjabanda- lags Islands. Með samkomulagi ríkis- valdsins og ÖBÍ em ekki aðeins mörkuð þáttaskil í sögu og þróun almanna- trygginga hér á landi, held- ur í mörgum tilfellum farið vemlega fram úr þeim vænting- um og jafnvel kröfum sem áður höfðu komið fram í okkar eigin röðum. Fram til þessa hefur eitt og sama almannatryggingakerfi gilt fyrir öryrkja og ellilífeyris- þega. Af þeim sökum hafði aldrei verið talið fært að hækka örorku- lífeyri án þess að eitt og hið sama gilti fyrir hvem einasta lífeyris- þega í landinu, um 40 þúsund einstaklinga, burtséð frá því hvort og þá hvenær þeir höfðu orðið fýrir örorku. Með þeirri hugmyndafræði ÖBÍ sem liggur að baki samkomulaginu við stjómvöld er í fyrsta sinn höggv- ið á þennan hnút og brotist út úr þeirri herkví sem við höfum allt of lengi verið föst í. I krónum talið er hér um að ræða sam- komulag sem kosta mun ríkis- sjóð 1,5 milljarð á ársgmndvelli sem jafngildir helmingi þeirrar fjárhæðar sem nú er varið til greiðslu örorkulífeyris á ári hverju. Samkvæmt þeim upplýsingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.