Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 55

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 55
en starfsmennirnir sjá um þrif, bakstur og þjónustu. Kaffíhúsið er ágætlega sótt af heimamönnum og nýtur jólahlaðborð þeirra mikilla vinsælda. Síðasta daginn í Middlesbrough fórum við til Abbey Hill í Stock- ton en þessi skóli er fyrsti tækni- skólinn í Bretlandi fyrir nemendur með sérþarfir á grunn- og fram- haldsskólastigi. Skólinn er á tveimur stöðum við Ketton Road og Norton. Þama skiptum við okk- ur í tvo hópa og skoðaði annar hópurinn starfsemina í Ketton en hinn hópurinn fór til Norton. I Norton er unglingadeild og þangað koma bæði nemendur frá Ketton og úr almennum gmnn- skóla. Markmið skólans er að ná fram því besta sem býr í hverjum einstaklingi. Nemendumir em á aldrinum 11-19 ára og em flestir með þroskahamlanir eða haldnir kvíðafælniröskun. Við upphaf skólagöngu er lagt mat á það hvaða nám hentar nemandanum, sérstaklega er horft til áhugamála hans og væntinga varðandi starfs- vettvang. Mat þetta er endurskoð- að á hverri önn öll skólaár nem- andans. Nemandi sem sýnt þykir að komi ekki til með að starfa á al- mennum vinnumarkaði fær náms- tilboð og starfsþjálfun við hæfi innan skólans. Hins vegar er stór hópur nemenda sem sækir starfs- þjálfun á almennum vinnumarkaði og er þá skólinn í samvinnu við fé- lagsmálastofnanir úti í bæ sem hafa milligöngu um að útvega vinnustaði. Eftir að nemandi er út- skrifaður og kominn út á almenn- an vinnumarkað sér starfsmaður skóla um eftirfylgd í eitt ár. I Norton sáum við nemanda við Smart Board töflu nota m.a. for- ritið "Out and about". Með þessu forriti er t.d. hægt að sýna nem- endum viðeigandi hegðun og vinnubrögð á vinnustað. Forritið hentar því afar vel við undirbúning starfsnáms. Smart Board taflan er tengd við tölvu og er skjámynd- inni varpað á töfluna með skjá- varpa. Kennarinn getur skrifað á töfluna með þar til gerðum penna til að útskýra eða undirstrika mál sitt. í stað músar stjómar hann hugbúnaðinum með því að snerta töfluna. Þetta er einn helsti kostur töflunnar því kennarinn getur kennt öllum bekknum í einu í stað þess að vera á bakvið tölvuskjá eða hlaupa á milli nemenda. Þegar heim var komið var lagt mikið kapp á að eignast Smart Board töflu og þess má geta að á vorönn 2003 fékk Starfsbraut FB töflu að gjöf frá félögum í Lionsklúbbnum Þór í Reykjavík. Notkunarmögu- leikar Smart Board töflunnar em óþrjótandi sama hvort er í leik eða starfi með nemendum eða á fræðslu- og samstarfsfundum kennara. Eitt af því sem vakti athygli okk- ar í heimsókninni til Bretlands var samvinnan milli nemendahópsins í matsal Priory Woods School og varð það kveikjan að tilraunaverk- efni á Starfsbraut síðastliðinn vet- ur. Auglýst var eftir starfsmönnum meðal nemenda brautarinnar til þess að aðstoða getuminni nem- endur. Hlutverk þessara starfs- manna var að aðstoða skólasyst- kini sín við að kaupa nesti, matast í skólastofu eða matsal og komast til og frá matsal sem staðsettur er í aðalbyggingu FB. Það er sam- dóma álit nemenda og kennara að vel hafi til tekist og er stefnt að því að gefa nem,endum aftur kost á vinnu sem þessari innan skólans. Það sem var áhugaverðast í ferð- inni var að fræðast um það hvem- ig staðið er að skipulagningu starfsnámsins í Norton. Má hér nefna ferlið sem á sér stað þegar kemur að því að fínna starfsnáms- staði fyrir nemendur og eftirfylgd- ina af hálfu skólans. Einnig hve mikil undirbúnings- og greiningar- vinna á sér stað strax við upphaf skólagöngu nemenda. Þessi þáttur 4-11 ára nemendur í Priory Woods School. Glermunir unnir af nemum í Brackenhoe School. vakti greinarhöfunda sérstaklega til umhugsunar og nú hafa þeir fengið þróunarstyrk til þess að vinna að færni- og áhugasvið- skönnun fyrir nemendur með sér- þarfir. Niðurstöðum könnunarinn- ar er ætlað að gefa vísbendingar sem gerir kennumm kleift að búa nemendur enn betur undir væntan- legan starfsvettvang. Valdís Harrysdóttir, kennari Hrafnhildur Gísladóttir, þroskaþjálfi tímarit öryrkjabandalagsins 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.