Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 55

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 55
en starfsmennirnir sjá um þrif, bakstur og þjónustu. Kaffíhúsið er ágætlega sótt af heimamönnum og nýtur jólahlaðborð þeirra mikilla vinsælda. Síðasta daginn í Middlesbrough fórum við til Abbey Hill í Stock- ton en þessi skóli er fyrsti tækni- skólinn í Bretlandi fyrir nemendur með sérþarfir á grunn- og fram- haldsskólastigi. Skólinn er á tveimur stöðum við Ketton Road og Norton. Þama skiptum við okk- ur í tvo hópa og skoðaði annar hópurinn starfsemina í Ketton en hinn hópurinn fór til Norton. I Norton er unglingadeild og þangað koma bæði nemendur frá Ketton og úr almennum gmnn- skóla. Markmið skólans er að ná fram því besta sem býr í hverjum einstaklingi. Nemendumir em á aldrinum 11-19 ára og em flestir með þroskahamlanir eða haldnir kvíðafælniröskun. Við upphaf skólagöngu er lagt mat á það hvaða nám hentar nemandanum, sérstaklega er horft til áhugamála hans og væntinga varðandi starfs- vettvang. Mat þetta er endurskoð- að á hverri önn öll skólaár nem- andans. Nemandi sem sýnt þykir að komi ekki til með að starfa á al- mennum vinnumarkaði fær náms- tilboð og starfsþjálfun við hæfi innan skólans. Hins vegar er stór hópur nemenda sem sækir starfs- þjálfun á almennum vinnumarkaði og er þá skólinn í samvinnu við fé- lagsmálastofnanir úti í bæ sem hafa milligöngu um að útvega vinnustaði. Eftir að nemandi er út- skrifaður og kominn út á almenn- an vinnumarkað sér starfsmaður skóla um eftirfylgd í eitt ár. I Norton sáum við nemanda við Smart Board töflu nota m.a. for- ritið "Out and about". Með þessu forriti er t.d. hægt að sýna nem- endum viðeigandi hegðun og vinnubrögð á vinnustað. Forritið hentar því afar vel við undirbúning starfsnáms. Smart Board taflan er tengd við tölvu og er skjámynd- inni varpað á töfluna með skjá- varpa. Kennarinn getur skrifað á töfluna með þar til gerðum penna til að útskýra eða undirstrika mál sitt. í stað músar stjómar hann hugbúnaðinum með því að snerta töfluna. Þetta er einn helsti kostur töflunnar því kennarinn getur kennt öllum bekknum í einu í stað þess að vera á bakvið tölvuskjá eða hlaupa á milli nemenda. Þegar heim var komið var lagt mikið kapp á að eignast Smart Board töflu og þess má geta að á vorönn 2003 fékk Starfsbraut FB töflu að gjöf frá félögum í Lionsklúbbnum Þór í Reykjavík. Notkunarmögu- leikar Smart Board töflunnar em óþrjótandi sama hvort er í leik eða starfi með nemendum eða á fræðslu- og samstarfsfundum kennara. Eitt af því sem vakti athygli okk- ar í heimsókninni til Bretlands var samvinnan milli nemendahópsins í matsal Priory Woods School og varð það kveikjan að tilraunaverk- efni á Starfsbraut síðastliðinn vet- ur. Auglýst var eftir starfsmönnum meðal nemenda brautarinnar til þess að aðstoða getuminni nem- endur. Hlutverk þessara starfs- manna var að aðstoða skólasyst- kini sín við að kaupa nesti, matast í skólastofu eða matsal og komast til og frá matsal sem staðsettur er í aðalbyggingu FB. Það er sam- dóma álit nemenda og kennara að vel hafi til tekist og er stefnt að því að gefa nem,endum aftur kost á vinnu sem þessari innan skólans. Það sem var áhugaverðast í ferð- inni var að fræðast um það hvem- ig staðið er að skipulagningu starfsnámsins í Norton. Má hér nefna ferlið sem á sér stað þegar kemur að því að fínna starfsnáms- staði fyrir nemendur og eftirfylgd- ina af hálfu skólans. Einnig hve mikil undirbúnings- og greiningar- vinna á sér stað strax við upphaf skólagöngu nemenda. Þessi þáttur 4-11 ára nemendur í Priory Woods School. Glermunir unnir af nemum í Brackenhoe School. vakti greinarhöfunda sérstaklega til umhugsunar og nú hafa þeir fengið þróunarstyrk til þess að vinna að færni- og áhugasvið- skönnun fyrir nemendur með sér- þarfir. Niðurstöðum könnunarinn- ar er ætlað að gefa vísbendingar sem gerir kennumm kleift að búa nemendur enn betur undir væntan- legan starfsvettvang. Valdís Harrysdóttir, kennari Hrafnhildur Gísladóttir, þroskaþjálfi tímarit öryrkjabandalagsins 55

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.