Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 31

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 31
Opnugrein en þau starfa ekki eftir áætlunum og langtímastefnumótun í anda skynsemishyggjunnar. Eða með öðrum orðum eru ákvarðanir teknar og koma breytingar til vegna skipulegrar áætlanagerðar eða verða breyt- ingar í mörgum smáum skrefum, sem hvert um sig kallar á endur- gjöf (jákvæða eða neikvæða) frá umhverfmu sem síðan kallar á frekari litlar aðgerðir og svo koll af kolli. Breytingar sem koma til vegna skipulegrar áætlanagerðar hafa verið nefndar skynsemis- hyggja en breytingar sem gerast í smáum skrefum hafa verið nefndar smáskrefakenning. Sú kenning leggur til grundvallar að heimurinn sé flókinn og að erfítt sé að sjá fyrir sér áhrif og afleið- ingar aðgerða og ákvarðana. Það ríkir stöðug óvissa um afleiðing- ar. I þessu ástandi er reynt að taka lítil skref í einu. Einn grund- völlur þessarar kenningar er einnig það umboðsleysi sem op- inberir starfsmenn hafa til lang- tímastefnumótunar. ETmboð þeirra er bæði takmarkað af pólitísku valdi og svo einnig af gildandi lögum og reglugerðum. A liðnum árum hafa verið sett- ar fram fjölmargar tillögur til stjómvalda sem varða atvinnu- mál fatlaðra einstaklinga sem ekkert hefur verið gert með. A þetta jafnt við um tillögur sem vom í fullu samræmi við stefnu- mótandi ákvæði gildandi laga sem og um tillögur sem ekki myndu kosta ríkissjóð íjármuni. Hér ræður vafalaust miklu að ekki er fyrir hendi sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að kalla fram aðgerðir. Það em hvorki að- stæður né þrýstingur sem stuðla að aðgerðum og hér má einnig minna á að hagsmunasamtökin hafa mismunandi áherslur og stefnu þegar kemur að atvinnu- málum fatlaðs fólks. Atvinnumál fatlaðra einstakl- inga ættu að vera á sama stað í Á liðnum árum hafa verið settar fram fjöl- margar tillögur til stjórnvalda sem varða atvinnumál fatlaðra einstaklinga sem ekk- ert hefur verið gert með. kerfinu og atvinnumál annarra. Hugmyndum um að hluti fatl- aðra einstaklinga eigi heima með ófötluðum hvað varðar atvinnu- mál en hinn hlutinn skuli sækja sína þjónustu til félagsþjónust- unnar eða svæðisskrifstofa, er mótmælt harðlega. Enda er slíkt Pökkun tímarita hjá Örva. fyrirkomulag í andstöðu við hug- myndir um mannréttindi fatlaðra einstaklinga og kröfuna um sam- þætta þjónustu fatlaðra einstakl- inga og ófatlaðra. Verndaðir vinnustaðir á Islandi veita fötluðum einstaklingum at- vinnu og þeir eiga að veita þjálf- un til starfa á almennum vinnu- markaði. Ef litið er til annarra landa þá veita íslenskir vinnu- staðir getuminni einstaklingum atvinnu en þar tíðkast og einnig kostar rekstur þeirra hér á landi minna en víðast annars staðar. Vemdaðir vinnustaðir geta þjón- að ákveðnum hópi einstaklinga sem ekki getur eða vill starfa á almennum vinnumarkaði. Einnig er bent á að þessir vinnustaðir geti þjónað stærri hópi einstakl- inga s.s. sjúklingahópum og ein- staklingum með félagslegar fatl- anir. Gmndvallaratriði er að allir eigi þess kost að starfa á almenn- um vinnumarkaði og það ber að hvetja og styðja alla sem geta, til að reyna fyrir sér í starfi á al- mennum vinnumarkaði. Nýjungin "Atvinna með stuðn- ingi" hefur hér á landi verið þró- uð og aðlöguð aðstæðum á hverj- um stað og samþætt þeirri starf- semi sem er til staðar. Stjóm- skipuleg staða AMS í Reykjavík sker sig frá því sem almennt er með því að þar er rekin sérstök deild á vegum Svæðisskrifstofu Reykjavíkur en hún ekki staðsett á sama stað og fötluðum ein- staklingum er veitt þjónusta hvað varðar atvinnu. Hvers vegna AMS í Reykjavík var ekki stað- sett strax í upphafi hjá Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins, vekur spumingar. Þær niðurstöður sem hafa verið raktar hér að framan endurspegla álit viðmælenda í rannsókninni á raunvemlegri stöðu atvinnumála fatlaðra einstaklinga á Islandi. Þessar niðurstöður og vísbend- ingar koma frá þeim einstakling- um sem hvað best þekkja til þeg- ar horft er til atvinnumála fatl- aðra einstaklinga. Niðurstöðurnar draga upp mynd sem bendir til að stefna og stjómun málaflokksins sé langt frá því að vera eins og æskilegt verður að telja þegar um svo mikilvægan málaflokk er að tímarit öryrkj aba 31

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.