Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 49

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 49
Sunddeild Í.F.R. Allt frá stofnun íþrótta- félags fatlaðra í Reykja- vík (Í.F.R.) þann 30. maí 1974, hefur félagið lagt áherslu á að bjóða fötluðu fólki upp á æfingar í ólíkum íþrótta- greinum þannig að flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Fljót- lega eftir stofnun þess var farið að bjóða upp á reglulegar sundæfingar. Undirritaður hef- ur langa reynslu af sunddeild- inni, bæði sem sundiðkandi og síðar sem þjálfari og telur sig því geta vitnað um hvað sund- íþróttin hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. í þessum stutta pistli verður ekki rakin saga sundþjálfunar fatlaðra á ís- landi þótt það gæti vissulega verið spennandi umfjöllunar- efni, heldur verður fjallað um það starf sem sunddeild I.F.R. vinnur í dag og þá möguleika sem hún býður fötluðum sund- iðkendum. Flestir íslendingar hafa heyrt í íþróttafréttum fjölmiðlanna frétt- ir af frábærum afrekum fatlaðra sundmanna á stórmótum erlend- is, s.s. á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum fatlaðra. Flestir þekkja nöfn eins og Jónas Óskarsson, Ólafur Eiríksson og Kristín Rós Hákonardóttir og eru stoltir af því að slíkt afreksfólk skuli koma frá litla landinu okk- ar. En hver eru markmið sund- deildar Í.F.R.? Margir hafa kannski þá hug- mynd að aðalmarkmið íþrótta- starfs fatlaðra sé að "framleiða" sem flesta afreksmenn og stefna að sem mestum árangri á heims- mælikvarða. Vissulega er góður árangur íþróttamanna hvetjandi og sú staðreynd að félagar Í.F.R. hafa t.d. hlotið Ólympíugull og sett heimsmet í sínum fötlunar- flokki er til mikils sóma fyrir fé- lagið. En það er svo sannarlega ekki aðalmarkmið sunddeildar Í.F.R. að allir sundiðkendur inn- an hennar verði afreksmenn. Markmið deildarinnar er fyrst og fremst að sem flestir stundi sund sér til ánægju og heilsubótar. Við þjálfun sundmanna þarf að taka mið af getu og vilja hvers og eins. Sundþjálfunin miðast við að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við verkefni daglegs lífs. Keppni innanlands og utan á að virka sem vítamínsprauta á iðkenduma og hjálpa sundfólkinu að setja sér markmið, t.d. að bæta tímana á milli móta, synda hraðar á næsta móti en því síðasta o.s.frv. Um þessar mundir em um 20 iðkendur hjá sunddeild Í.F.R. á mjög ólíkum aldri. Yngstu ið- kendumir em fimm til sex ára og þeir elstu em orðnir fullorðnir. Starfi sunddeildarinnar má skipta í tvo flokka. í öðmm flokknum em byrjend- ur og yngstu iðkendurnir og þar er lögð áhersla á gmnnkennslu og vatnsaðlögun. Við kennsluna er fléttað saman æfingum og leikjum og lögð áhersla á að ið- kendumir finni til fyllsta öryggis í vatninu. Þessi hópur æfir tvisv- ar sinnum í viku. Hinn flokkur- inn er hugsaður fyrir þá sem eldri eru og vilja leggja áherslu á ár- angur og keppni. Fyrir þennan tímarit öryrkjabandalagsins 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.